Friðrik Dór bæjarlistarmaður Hafnarfjarðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2021 20:51 Friðrik Dór var sæmdur nafnbótinni bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021 við hátíðlega athöfn í Bæjarbíói í dag síðasta dag vetrar. Hafnarfjarðarbær Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður og Hafnfirðingur, er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021. Friðrik, einnig þekktur sem Frikki Dór, var sæmdur titlinum við hátíðlega athöfn í bænum í dag. „Hann hefur frá unga aldri sungið sig inn í hug og hjörtu Hafnfirðinga og auðgað menningarlíf bæjarins með framkomu sinni, skemmtun og viðburðum,“ segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Bæjarlistamaður fær 1,5 milljónir í viðurkenningarskyni til að vinna áfram að list sinni. Hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í Hafnarfirði með tilkynningu um val á bæjarlistamanni ársins. Friðrik Dór hóf feril sinn með hafnfirsku hljómsveitinni Fendrix sem hann stofnaði með félögum sínum í Setbergsskóla þegar hann var í 8. bekk. Hljómsveitin tók þátt í Músíktilraunum árið 2003 og komst í úrslit. Þá spilaði Friðrik Dór á trommur en hann stundaði nám í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar á sínum yngri árum. Meðal þekktra laga Friðriks eru Til í allt, Hringd'í mig, Fröken Reykjavík og lagið Í síðasta skipti sem Friðrik Dór flutti í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2015. „Hann er unga fólkinu okkar frábær fyrirmynd og hefur fetað slóðir sem marga dreymir um að feta. Hæfileikabúnt, frábær söngvari og hugljúfur lagahöfundur með hjarta sem sannarlega slær í Hafnarfirði,“ er haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra í Hafnarfirði í tilkynningu. Þeir sem hlotið hafa nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í gegnum árin eru: • 2020 – Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari • 2019 - Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri • 2018 - Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður • 2017 - Steingrímur Eyfjörð, myndlistarmaður • Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2015 til 2016 • 2014 - Andrés Þór Gunnlaugsson, tónlistarmaður • Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2010 til 2013 • 2009 - Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona • 2008 - Sigurður Sigurjónsson, leikari • 2007 - Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður • 2006 - Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona • 2005 - Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), myndlistarmaður Tónlist Hafnarfjörður Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
„Hann hefur frá unga aldri sungið sig inn í hug og hjörtu Hafnfirðinga og auðgað menningarlíf bæjarins með framkomu sinni, skemmtun og viðburðum,“ segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Bæjarlistamaður fær 1,5 milljónir í viðurkenningarskyni til að vinna áfram að list sinni. Hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í Hafnarfirði með tilkynningu um val á bæjarlistamanni ársins. Friðrik Dór hóf feril sinn með hafnfirsku hljómsveitinni Fendrix sem hann stofnaði með félögum sínum í Setbergsskóla þegar hann var í 8. bekk. Hljómsveitin tók þátt í Músíktilraunum árið 2003 og komst í úrslit. Þá spilaði Friðrik Dór á trommur en hann stundaði nám í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar á sínum yngri árum. Meðal þekktra laga Friðriks eru Til í allt, Hringd'í mig, Fröken Reykjavík og lagið Í síðasta skipti sem Friðrik Dór flutti í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2015. „Hann er unga fólkinu okkar frábær fyrirmynd og hefur fetað slóðir sem marga dreymir um að feta. Hæfileikabúnt, frábær söngvari og hugljúfur lagahöfundur með hjarta sem sannarlega slær í Hafnarfirði,“ er haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra í Hafnarfirði í tilkynningu. Þeir sem hlotið hafa nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í gegnum árin eru: • 2020 – Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari • 2019 - Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri • 2018 - Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður • 2017 - Steingrímur Eyfjörð, myndlistarmaður • Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2015 til 2016 • 2014 - Andrés Þór Gunnlaugsson, tónlistarmaður • Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2010 til 2013 • 2009 - Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona • 2008 - Sigurður Sigurjónsson, leikari • 2007 - Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður • 2006 - Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona • 2005 - Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), myndlistarmaður
Tónlist Hafnarfjörður Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira