Flugvellir á Suðvesturlandi og tengd mál Guðjón Sigurbjartsson skrifar 23. apríl 2021 11:10 Endurmeta þarf áform um flugvöll í Hvassahrauni. Stór flugvöllur í Hvassahrauni nánast við hlið Keflavíkurflugvallar, sömu megin við Höfuðborgarsvæðið, er hæpin staðsetning, jafnvel þótt ekki hefði komið til aukin eldvirkni á Reykjanesskaganum. Reykjavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur gegnir í aðalatriðum eftirfarandi flugi: farþegaflug innanlands og alþjóðlega, áætluð og sérpöntuð (flugtaxi), einkaflug og kennsluflug sjúkra-, björgunar- og löggæslu flug. (ófullkominn) varaflugvöllur fyrir alþjóðaflugið í Keflavík. Með tilkomu hágæða almenningssamgangna KEF-REY svo sem háhraða fluglestar, PRT eða GRT kerfa (sjá um þetta á YouTube) og Borgarlínu getur hluti starfseminnar flust til Keflavíkur. Finna þarf góðar lausnir fyrir hitt. Hvassahraun Hagfræðistofnun HÍ hefur metið þjóðhagkvæmni þess að leggja af Reykjavíkurflugvöll og byggja í staðinn flugvöll í Hvassahrauni um 100 milljarða króna sem felst að mest í verðmætu byggingarlandi sem losnar. Hvassahraun hefur þann helsta kost að vera nálægt Höfuðborgarsvæðinu. Það sem hins vegar mælir gegn því að staðsetja flugvöll sem tekur við að Reykjavíkurflugvelli í Hvassahrauni er í aðalatriðum þetta: Keflavíkurflugvöllur er á svipuðu veðursvæði Nálægð við byggð í Hafnarfirði. Truflun á þróun byggðar meðfram ströndinni Nálægð við mikilvæg vatnsból Samgöngutenging við Höfuðborgarsvæðið er sú sama og við Keflavík Eldvirkni Reykjanesskagans sem getur truflað flug á báðum flugvöllunum. Frá öryggissjónarmiði og jafnvel langtíma hagkvæmnisjónarmiði er betra að hafa varaflugvöll fyrir alþjóðaflugið í annarri átt frá Höfuðborgarsvæðinu en til Keflavíkur. Mismunandi er hvert best er að flytja aðra starfsemi Reykjavíkurflugvallar fyrir utan varaflugvallarþáttinn. Hágæða almenningssamgöngur REY-KEF Samfélagslegur ábati af hraðlest REY-KEF hefur verið metinn á 40-60 milljarðar króna. Fluglest er talin hagkvæm í einkaframkvæmd. Slík rafdrifin lest er mjög umhverfisvæn, ferðin mun aðeins taka um 20 mínútur, verða þægileg og ódýr og góð aðkoma að landinu. Sumir draga fjárhags forsendurnar fluglestar í efa því hún þurfi fleiri farþega en hingað eru að koma. Ef fluglest hlýtur ekki náð fyrir augum fjárfesta gætu ný samgöngukerfi sem byggjast á sjálfviknir og tölvutækni svo sem PRT, GRT eða framlengd Borgarlína hentað og þarf því að skoða. Með hágæða almenningssamgöngum er nærtækt að sameina miðstöðvar innanlands- og alþjóða flugsins í Keflavík. Það gefur ýmsa möguleika og gæti eflt innanlandsflugið. Sameining miðstöðva innanlands- og alþjóðaflugsins á Keflavíkurflugvelli Sameining í Keflavík myndi auðvelda ferðir fólks landsbyggð–útlönd og þar með fjölga þeim sem nýta innanlandsflugið. Fyrir flesta sem nýta flugið bætist þó við ferð KEF-REY sem eykur ferðatímann. En fyrir aðra til dæmis fólk á leið Suðurnes - landsbyggð bæði landa og ferðafólk, styttist ferðin. Heildarniðurstaðan verður jákvæð fyrir landsbyggðina. Skoðum þá lausnir fyrir önnur verkefni Reykjavíkurflugvallar en ofangreind. Lausn fyrir aðra starfsemi Þau verkefni Reykjavíkurflugvallar sem óhentugt þykir að flytji til Keflavíkur eru sjúkraflug, björgunarflug, kennsluflug, einkaflug og sér pöntuð farþegaflug (flugtaxi). Nauðsynlega þarf, hvort sem er, að uppfæra innlent sjúkra- og björgunarflug. Koma þarf upp viðbragðsmiðstöðvum í öllum landsfjórðungum með sjúkra- og björgunarþyrlum og viðeigandi viðbragðsaðilum. Það mun stytta viðbragð og bjarga mörgum mannslífum í meðalári. Þyrlum nægja þyrlupallar nálægt sjúkrahúsum þannig að í heild mun viðbragðstími styttast verulega. Til að stytta viðbragðstíma fastvængja sjúkraflugsins þarf miðstöð þess að flytjast frá Akureyri á Suðvesturland. Fyrir annað flug sem nú er tengt Reykjavíkurflugvelli það er kennsluflug, einkaflug og sér pöntuð farþegaflug gæti hentað að stækka flugvöllur í Mosfellsbæ, nýr flugvöllur á Hólmsheiði eða ný flugbraut út í Skerjafjörð. Suðurlandsflugvöllur Ef Reykjavíkurflugvöllur fer þarf nýjan varaflugvöllur fyrir alþjóðaflugið á Suðvesturlandi, nægilega langt, en ekki of langt frá Keflavík. Ef langt er í næsta varaflugvöll þurfa flugvélar aukaeldsneyti til að ná til næsta varaflugvallar ef aðalflugvöllur teppist. Það er óhagkvæmt því það minnkar nýtingu vélanna og þar með tekjur flugfélaganna. Áhugavert er að skoða að staðsetja nýjan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi sem yrði varaflugvöllur fyrir alþjóðaflugið og tæki við hluta af aukningu alþjóða flugsins sem valkostur við Keflavík. Suðurland er heppilegasta svæði landsins til að taka við auknu þéttbýli þegar þrengist um á höfuðborgarsvæðinu. Það sést meðal annars á hraðri uppbyggingu Selfoss og nágrennis undanfarin ár. Svo fara um 90% erlendra ferðamanna “Gullna hringinn”. Margir munu geta hugsað sér að koma fljúgandi beint á Suðurland. Flugvöllur á Suðurlandi myndi styrkja byggðina og landið og gera ferðafólki kleift að fara lengra til austurs og norðurs. Mögulega mætti byggja og reka slíkan flugvöll í einkaframkvæmd án útgjalda og áhættu fyrir skattgreiðendur. Mikill ávinningur fyrir landsmenn 10 milljónir manna fóru árlega um Keflavíkurflugvöll fyrir Covid. Þar af voru um 2 milljónir ferðmanna sem komu til landsins. Talið er að fjöldinn muni aukast hratt næstu ár. Það er því þörf á að hugsa þessi mikilvægu mál í stóru samhengi til langrar framtíðar. Samfélagslegur ábati af því að ofangreind verkefni færist til betri vegar gæti verið í kringum 300 milljarðar króna umfram það sem að hefur verið stefnt. Auk þess er um umhverfisvæna og öruggari kosti að ræða. Stjórnvöld þurfa því að láta greina þá valkostina sem hér um ræðir vel af fagfólki. Það hafa verið gerðar vandaðar úttektir af minni ástæðum. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Endurmeta þarf áform um flugvöll í Hvassahrauni. Stór flugvöllur í Hvassahrauni nánast við hlið Keflavíkurflugvallar, sömu megin við Höfuðborgarsvæðið, er hæpin staðsetning, jafnvel þótt ekki hefði komið til aukin eldvirkni á Reykjanesskaganum. Reykjavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur gegnir í aðalatriðum eftirfarandi flugi: farþegaflug innanlands og alþjóðlega, áætluð og sérpöntuð (flugtaxi), einkaflug og kennsluflug sjúkra-, björgunar- og löggæslu flug. (ófullkominn) varaflugvöllur fyrir alþjóðaflugið í Keflavík. Með tilkomu hágæða almenningssamgangna KEF-REY svo sem háhraða fluglestar, PRT eða GRT kerfa (sjá um þetta á YouTube) og Borgarlínu getur hluti starfseminnar flust til Keflavíkur. Finna þarf góðar lausnir fyrir hitt. Hvassahraun Hagfræðistofnun HÍ hefur metið þjóðhagkvæmni þess að leggja af Reykjavíkurflugvöll og byggja í staðinn flugvöll í Hvassahrauni um 100 milljarða króna sem felst að mest í verðmætu byggingarlandi sem losnar. Hvassahraun hefur þann helsta kost að vera nálægt Höfuðborgarsvæðinu. Það sem hins vegar mælir gegn því að staðsetja flugvöll sem tekur við að Reykjavíkurflugvelli í Hvassahrauni er í aðalatriðum þetta: Keflavíkurflugvöllur er á svipuðu veðursvæði Nálægð við byggð í Hafnarfirði. Truflun á þróun byggðar meðfram ströndinni Nálægð við mikilvæg vatnsból Samgöngutenging við Höfuðborgarsvæðið er sú sama og við Keflavík Eldvirkni Reykjanesskagans sem getur truflað flug á báðum flugvöllunum. Frá öryggissjónarmiði og jafnvel langtíma hagkvæmnisjónarmiði er betra að hafa varaflugvöll fyrir alþjóðaflugið í annarri átt frá Höfuðborgarsvæðinu en til Keflavíkur. Mismunandi er hvert best er að flytja aðra starfsemi Reykjavíkurflugvallar fyrir utan varaflugvallarþáttinn. Hágæða almenningssamgöngur REY-KEF Samfélagslegur ábati af hraðlest REY-KEF hefur verið metinn á 40-60 milljarðar króna. Fluglest er talin hagkvæm í einkaframkvæmd. Slík rafdrifin lest er mjög umhverfisvæn, ferðin mun aðeins taka um 20 mínútur, verða þægileg og ódýr og góð aðkoma að landinu. Sumir draga fjárhags forsendurnar fluglestar í efa því hún þurfi fleiri farþega en hingað eru að koma. Ef fluglest hlýtur ekki náð fyrir augum fjárfesta gætu ný samgöngukerfi sem byggjast á sjálfviknir og tölvutækni svo sem PRT, GRT eða framlengd Borgarlína hentað og þarf því að skoða. Með hágæða almenningssamgöngum er nærtækt að sameina miðstöðvar innanlands- og alþjóða flugsins í Keflavík. Það gefur ýmsa möguleika og gæti eflt innanlandsflugið. Sameining miðstöðva innanlands- og alþjóðaflugsins á Keflavíkurflugvelli Sameining í Keflavík myndi auðvelda ferðir fólks landsbyggð–útlönd og þar með fjölga þeim sem nýta innanlandsflugið. Fyrir flesta sem nýta flugið bætist þó við ferð KEF-REY sem eykur ferðatímann. En fyrir aðra til dæmis fólk á leið Suðurnes - landsbyggð bæði landa og ferðafólk, styttist ferðin. Heildarniðurstaðan verður jákvæð fyrir landsbyggðina. Skoðum þá lausnir fyrir önnur verkefni Reykjavíkurflugvallar en ofangreind. Lausn fyrir aðra starfsemi Þau verkefni Reykjavíkurflugvallar sem óhentugt þykir að flytji til Keflavíkur eru sjúkraflug, björgunarflug, kennsluflug, einkaflug og sér pöntuð farþegaflug (flugtaxi). Nauðsynlega þarf, hvort sem er, að uppfæra innlent sjúkra- og björgunarflug. Koma þarf upp viðbragðsmiðstöðvum í öllum landsfjórðungum með sjúkra- og björgunarþyrlum og viðeigandi viðbragðsaðilum. Það mun stytta viðbragð og bjarga mörgum mannslífum í meðalári. Þyrlum nægja þyrlupallar nálægt sjúkrahúsum þannig að í heild mun viðbragðstími styttast verulega. Til að stytta viðbragðstíma fastvængja sjúkraflugsins þarf miðstöð þess að flytjast frá Akureyri á Suðvesturland. Fyrir annað flug sem nú er tengt Reykjavíkurflugvelli það er kennsluflug, einkaflug og sér pöntuð farþegaflug gæti hentað að stækka flugvöllur í Mosfellsbæ, nýr flugvöllur á Hólmsheiði eða ný flugbraut út í Skerjafjörð. Suðurlandsflugvöllur Ef Reykjavíkurflugvöllur fer þarf nýjan varaflugvöllur fyrir alþjóðaflugið á Suðvesturlandi, nægilega langt, en ekki of langt frá Keflavík. Ef langt er í næsta varaflugvöll þurfa flugvélar aukaeldsneyti til að ná til næsta varaflugvallar ef aðalflugvöllur teppist. Það er óhagkvæmt því það minnkar nýtingu vélanna og þar með tekjur flugfélaganna. Áhugavert er að skoða að staðsetja nýjan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi sem yrði varaflugvöllur fyrir alþjóðaflugið og tæki við hluta af aukningu alþjóða flugsins sem valkostur við Keflavík. Suðurland er heppilegasta svæði landsins til að taka við auknu þéttbýli þegar þrengist um á höfuðborgarsvæðinu. Það sést meðal annars á hraðri uppbyggingu Selfoss og nágrennis undanfarin ár. Svo fara um 90% erlendra ferðamanna “Gullna hringinn”. Margir munu geta hugsað sér að koma fljúgandi beint á Suðurland. Flugvöllur á Suðurlandi myndi styrkja byggðina og landið og gera ferðafólki kleift að fara lengra til austurs og norðurs. Mögulega mætti byggja og reka slíkan flugvöll í einkaframkvæmd án útgjalda og áhættu fyrir skattgreiðendur. Mikill ávinningur fyrir landsmenn 10 milljónir manna fóru árlega um Keflavíkurflugvöll fyrir Covid. Þar af voru um 2 milljónir ferðmanna sem komu til landsins. Talið er að fjöldinn muni aukast hratt næstu ár. Það er því þörf á að hugsa þessi mikilvægu mál í stóru samhengi til langrar framtíðar. Samfélagslegur ábati af því að ofangreind verkefni færist til betri vegar gæti verið í kringum 300 milljarðar króna umfram það sem að hefur verið stefnt. Auk þess er um umhverfisvæna og öruggari kosti að ræða. Stjórnvöld þurfa því að láta greina þá valkostina sem hér um ræðir vel af fagfólki. Það hafa verið gerðar vandaðar úttektir af minni ástæðum. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar