Umfjöllun: Tindastóll – Þór Þ. 92-91 | Stólasigur í naglbít Karl Jónsson skrifar 25. apríl 2021 20:01 Vísir/Hulda Margrét Tindastóll hefur unnið báða leikina eftir kórónuveiruhléið en þeir hafa unnið bæði Þórs-liðin í vikunni. Sigurinn var mikilvægur fyrir Tindastól í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Bæði lið mættu til leiks í kvöld með gott sjálfstraust í farteskinu, Tindastóll eftir að hafa hamrað Þórsara frá Akureyri í síðasta leik og Þór Þorlákshöfn eftir góðan sigur á KR. Í lið gestanna vantaði Adomas Drungilas sem tók út seinni leik sinn í leikbanni. Það var því ljóst að Stólarnir gætu átt góða möguleika inni í vítateig gestanna. Eftir mjög jafnan leik þar sem liðin skiptust alls 21 sinni á forystunni réðust úrslit hans á vítalínunni þegar leiktíminn var nánast búinn og Stólarnir unnu gríðarlega mikilvægan sigur 92-91. Antanas Udras átti skínandi leik fyrir Stólana. Fyrir leikinn var vitað að hann myndi fá nokkuð af sendingum inn í teiginn, en kappinn er líka prýðisgóð þriggja stiga skytta og setti niður tvö af fjórum skotum sínum þar, kláraði leik með 19 stig og tók 4 fráköst. Jaka Brodnik á fínan leik, skoraði 18 stig og tók 8 fráköst. Nikolas Tomsick skoraði 17 stig þrátt fyrr að hitta aðeins úr einu þriggja stiga skoti í 7 tilraunum, en hann fann sína menn vel og var með 10 stoðsendingar. Hjá gestunum Var Larry Thomas með 22 stig m.a. úr 6 þriggja stiga skotum af 8. Emil Karel var flottur og skoraði 19 stig og Styrmir Snær setti sömuleiðis 19 stig en öll mjög hljóðlega að þessu sinni. Í fyrsta leikhluta sóttu heimamenn grimmt undir körfuna og fundu þar Flenard Whitfield og Antanas Udras fyrir. Á hinum endanum voru Þórsarar funheitir fyrir utan þriggja stiga línuna en þeir keyrðu mikið inn í teiginn og sendu út á opnar þriggja stiga skyttur og hittnin var til fyrirmyndar. Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 27-25. Eftir jafnan fyrsta leikhluta tóku Þórsarar frumkvæðið og með góðri boltahreyfingu og magnaðri vítanýtingu náðu þeir þægilegu forskoti. Það var ekki fyrr en 4 mínútur voru eftir af 2. leikhlutanum þegar Tindastólsmenn fóru í fyrsta skiptið á vítalínuna í leiknum. Þeir höfðu fram að þessu ekki sótt nægilega grimmt inn í vítateig nema í upphafi leiksins. Í stöðunni 39-50 tóku heimamenn leikhlé enda hættir að fara inn í teiginn og sækja sér færi þar. Jaka Brodnik var sterkur á síðustu mínútunum, skoraði m.a. flautukörfu og minnkaði muninn í 7 stig í hálfleik 45-52. Í þriðja leikhluta brydduðu Þórsarar upp á svæðisvörn þar sem þeir tvöfölduðu mikið á Tomsick og trufluðu hann í sínum aðgerðum. En smátt og smátt átu Stólarnir forskot gestanna niður og áðurnefndur Tomsick kom þeim yfir 61-60 þegar leikhlutinn var hálfnaður. Á þessum tíma hertist varnarleikur beggja liða og lítið var skorað út leikhlutann, en staðan var jöfn 69-69 við upphaf síðasta leikhlutans. Áfram hélt baráttan og fyrstu mínúturnar í síðasta leikhluta voru mjög jafnar. Þegar tæpar þrjár mínútur voru búnar var staðan orðin 77-77. Þarna voru blikur á lofti fyrir Stólana því Þórsarar voru komnir í skotrétt og voru með frábæra vítanýtingu á þessum tíma 20/21. En Pétur Rúnar kom sínum mönnum yfir 84-79 þegar 5 mínútur voru eftir og Stólarnir komnir í bílstjórasætið. En gestirnir snéru dæminu við og komust yfir 90-91 þegar 25 sekúndur lifðu leiks. Síðustu sekúndurnar voru geggjaðar og Flenard Whitfield fékk tvö vítaskot þegar einungis 0,2 sekúndur voru eftir. Hann setti bæði vítin niður og tíminn of lítill fyrir gestina að stela sigrinum. Af hverju vann Tindastóll? Fráköstin komu Stólunum til bjargar í kvöld og ekki síst 19 sóknarfráköst. Þeir skoruðu helming sinna stiga inni í vítateig þar sem Þórsarar voru veikastir fyrir. En það var ýmislegt sem var á móti Stólunum í kvöld og hefði getað tapað leiknum fyrir þá. Þar má nefna fáar ferðir á vítalínuna og sú staðreynd að undir lokin áttu Þórsarar margar villur að gefa áður en Stólarnir fengu skotrétt. Nokkuð sem getur talið í jöfnum lokaspretti. Hverjir stóðu upp úr? Antanas Udras var prýðisgóður og þó hann sé ekki sá liprasti skilaði hann ótrúlega miklu í kvöld. Þá kom Jaka Brodnik til skjalanna þegar á reyndi. Hér undir þessum lið má líka benda á að Þórsarar voru með magnaða vítanýtingu 24/25! Hvað gekk illa? Þórsurum gekk ekki vel að stoppa í götin í teignum í fjarveru Drungilas. Þeir tóku aðeins 28 fráköst í leiknum og þrátt fyrir mikla baráttu var það bara of stór biti. Hvað gerist næst? Stólarnir heimsækja Hauka á fimmtudaginn á meðan Þórsarar taka á móti Val í Þorlákshöfn. Dominos-deild karla Tindastóll Þór Þorlákshöfn
Tindastóll hefur unnið báða leikina eftir kórónuveiruhléið en þeir hafa unnið bæði Þórs-liðin í vikunni. Sigurinn var mikilvægur fyrir Tindastól í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Bæði lið mættu til leiks í kvöld með gott sjálfstraust í farteskinu, Tindastóll eftir að hafa hamrað Þórsara frá Akureyri í síðasta leik og Þór Þorlákshöfn eftir góðan sigur á KR. Í lið gestanna vantaði Adomas Drungilas sem tók út seinni leik sinn í leikbanni. Það var því ljóst að Stólarnir gætu átt góða möguleika inni í vítateig gestanna. Eftir mjög jafnan leik þar sem liðin skiptust alls 21 sinni á forystunni réðust úrslit hans á vítalínunni þegar leiktíminn var nánast búinn og Stólarnir unnu gríðarlega mikilvægan sigur 92-91. Antanas Udras átti skínandi leik fyrir Stólana. Fyrir leikinn var vitað að hann myndi fá nokkuð af sendingum inn í teiginn, en kappinn er líka prýðisgóð þriggja stiga skytta og setti niður tvö af fjórum skotum sínum þar, kláraði leik með 19 stig og tók 4 fráköst. Jaka Brodnik á fínan leik, skoraði 18 stig og tók 8 fráköst. Nikolas Tomsick skoraði 17 stig þrátt fyrr að hitta aðeins úr einu þriggja stiga skoti í 7 tilraunum, en hann fann sína menn vel og var með 10 stoðsendingar. Hjá gestunum Var Larry Thomas með 22 stig m.a. úr 6 þriggja stiga skotum af 8. Emil Karel var flottur og skoraði 19 stig og Styrmir Snær setti sömuleiðis 19 stig en öll mjög hljóðlega að þessu sinni. Í fyrsta leikhluta sóttu heimamenn grimmt undir körfuna og fundu þar Flenard Whitfield og Antanas Udras fyrir. Á hinum endanum voru Þórsarar funheitir fyrir utan þriggja stiga línuna en þeir keyrðu mikið inn í teiginn og sendu út á opnar þriggja stiga skyttur og hittnin var til fyrirmyndar. Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 27-25. Eftir jafnan fyrsta leikhluta tóku Þórsarar frumkvæðið og með góðri boltahreyfingu og magnaðri vítanýtingu náðu þeir þægilegu forskoti. Það var ekki fyrr en 4 mínútur voru eftir af 2. leikhlutanum þegar Tindastólsmenn fóru í fyrsta skiptið á vítalínuna í leiknum. Þeir höfðu fram að þessu ekki sótt nægilega grimmt inn í vítateig nema í upphafi leiksins. Í stöðunni 39-50 tóku heimamenn leikhlé enda hættir að fara inn í teiginn og sækja sér færi þar. Jaka Brodnik var sterkur á síðustu mínútunum, skoraði m.a. flautukörfu og minnkaði muninn í 7 stig í hálfleik 45-52. Í þriðja leikhluta brydduðu Þórsarar upp á svæðisvörn þar sem þeir tvöfölduðu mikið á Tomsick og trufluðu hann í sínum aðgerðum. En smátt og smátt átu Stólarnir forskot gestanna niður og áðurnefndur Tomsick kom þeim yfir 61-60 þegar leikhlutinn var hálfnaður. Á þessum tíma hertist varnarleikur beggja liða og lítið var skorað út leikhlutann, en staðan var jöfn 69-69 við upphaf síðasta leikhlutans. Áfram hélt baráttan og fyrstu mínúturnar í síðasta leikhluta voru mjög jafnar. Þegar tæpar þrjár mínútur voru búnar var staðan orðin 77-77. Þarna voru blikur á lofti fyrir Stólana því Þórsarar voru komnir í skotrétt og voru með frábæra vítanýtingu á þessum tíma 20/21. En Pétur Rúnar kom sínum mönnum yfir 84-79 þegar 5 mínútur voru eftir og Stólarnir komnir í bílstjórasætið. En gestirnir snéru dæminu við og komust yfir 90-91 þegar 25 sekúndur lifðu leiks. Síðustu sekúndurnar voru geggjaðar og Flenard Whitfield fékk tvö vítaskot þegar einungis 0,2 sekúndur voru eftir. Hann setti bæði vítin niður og tíminn of lítill fyrir gestina að stela sigrinum. Af hverju vann Tindastóll? Fráköstin komu Stólunum til bjargar í kvöld og ekki síst 19 sóknarfráköst. Þeir skoruðu helming sinna stiga inni í vítateig þar sem Þórsarar voru veikastir fyrir. En það var ýmislegt sem var á móti Stólunum í kvöld og hefði getað tapað leiknum fyrir þá. Þar má nefna fáar ferðir á vítalínuna og sú staðreynd að undir lokin áttu Þórsarar margar villur að gefa áður en Stólarnir fengu skotrétt. Nokkuð sem getur talið í jöfnum lokaspretti. Hverjir stóðu upp úr? Antanas Udras var prýðisgóður og þó hann sé ekki sá liprasti skilaði hann ótrúlega miklu í kvöld. Þá kom Jaka Brodnik til skjalanna þegar á reyndi. Hér undir þessum lið má líka benda á að Þórsarar voru með magnaða vítanýtingu 24/25! Hvað gekk illa? Þórsurum gekk ekki vel að stoppa í götin í teignum í fjarveru Drungilas. Þeir tóku aðeins 28 fráköst í leiknum og þrátt fyrir mikla baráttu var það bara of stór biti. Hvað gerist næst? Stólarnir heimsækja Hauka á fimmtudaginn á meðan Þórsarar taka á móti Val í Þorlákshöfn.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti