Bayern mistókst að tryggja sér titilinn Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 15:34 Robin Quaison skoraði það sem reyndist sigurmarkið. Getty Images/Alexander Scheuber Bayern München tapaði óvænt 2-1 fyrir fallbaráttuliði Mainz í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag er fjórir leikir fóru fram. Mainz steig stórt skref frá fallsvæðinu með sigrinum. Bæjarar voru fyrir leikinn með 71 stig á toppi deildarinnar, með tíu stiga forskot á RB Leipzig, þegar tólf stig voru í pottinum. Ljóst var að Leipzig gæti ekki náð Bayern hefðu þeir síðarnefndu unnið í dag. Það varð þó snemma ljóst að Bayern myndi þurfa að hafa fyrir hlutunum í dag. Jonathan Burkhardt kom Mainz í forystu strax á þriðju mínútu og Svíinn Robin Quaison tvöfaldaði forystuna átta mínútum fyrir leikhlé. Ekki tókst Bæjurum að setja sitt mark á leikinn fyrr en í lok uppbótartíma þegar Robert Lewandowski skoraði sárabótarmark. Mainz vann því 2-1 og frestaði fagnaðarlátum Bæjara, um stundarsakir hið minnsta. Leipzig mætir Stuttgart á morgun þar sem sigur heldur veikum vonum þeirra um titil á lífi. Mainz fer upp í 12. sæti með 34 stig með sigrinum, fimm stigum frá Köln sem er í umspilssæti um fall úr deildinni. Tíu leikmenn Dortmund sækja að Meistaradeildarsæti Í Wolfsburg tóku heimamenn á móti Borussia Dortmund. Erling Braut Håland skoraði þær bæði mörk gestanna í 2-0 sigri, sem náðist þrátt fyrir að Dortmund hefði spilað með tíu menn gegn ellefu leikmönnum Wolfsburgar síðasta hálftímann. Enska ungstirnið Jude Bellingham fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á 59. mínútu í stöðunni 1-0 en Håland skoraði sitt annað mark aðeins fjórum mínútum síðar. Dortmund er eftur sigurinn með 55 stig í 5. sæti deildarinnar, stigi á eftir Eintracht Frankfurt sem er í fjórða sæti. Frankfurt mætir Bayer Leverkusen klukkan 16:30 í dag. Union Berlin vann þá 3-1 sigur á Werder Bremen og Freiburg og Hoffenheim skildu jöfn 1-1. Þýski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Bæjarar voru fyrir leikinn með 71 stig á toppi deildarinnar, með tíu stiga forskot á RB Leipzig, þegar tólf stig voru í pottinum. Ljóst var að Leipzig gæti ekki náð Bayern hefðu þeir síðarnefndu unnið í dag. Það varð þó snemma ljóst að Bayern myndi þurfa að hafa fyrir hlutunum í dag. Jonathan Burkhardt kom Mainz í forystu strax á þriðju mínútu og Svíinn Robin Quaison tvöfaldaði forystuna átta mínútum fyrir leikhlé. Ekki tókst Bæjurum að setja sitt mark á leikinn fyrr en í lok uppbótartíma þegar Robert Lewandowski skoraði sárabótarmark. Mainz vann því 2-1 og frestaði fagnaðarlátum Bæjara, um stundarsakir hið minnsta. Leipzig mætir Stuttgart á morgun þar sem sigur heldur veikum vonum þeirra um titil á lífi. Mainz fer upp í 12. sæti með 34 stig með sigrinum, fimm stigum frá Köln sem er í umspilssæti um fall úr deildinni. Tíu leikmenn Dortmund sækja að Meistaradeildarsæti Í Wolfsburg tóku heimamenn á móti Borussia Dortmund. Erling Braut Håland skoraði þær bæði mörk gestanna í 2-0 sigri, sem náðist þrátt fyrir að Dortmund hefði spilað með tíu menn gegn ellefu leikmönnum Wolfsburgar síðasta hálftímann. Enska ungstirnið Jude Bellingham fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á 59. mínútu í stöðunni 1-0 en Håland skoraði sitt annað mark aðeins fjórum mínútum síðar. Dortmund er eftur sigurinn með 55 stig í 5. sæti deildarinnar, stigi á eftir Eintracht Frankfurt sem er í fjórða sæti. Frankfurt mætir Bayer Leverkusen klukkan 16:30 í dag. Union Berlin vann þá 3-1 sigur á Werder Bremen og Freiburg og Hoffenheim skildu jöfn 1-1.
Þýski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira