Fetar ekki í fótspor Bjarkar á Óskarnum: „Ef ég væri með þetta hugrekki mætti ég í hrafnabúningi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 25. apríl 2021 14:32 Gísli Darri Halldórsson er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestu stuttteiknimyndina. Vísir/Getty Gísli Darri Halldórsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið, er staddur í Los Angeles í Kaliforníu vegna verðlaunahátíðarinnar sem fer þar fram í kvöld. Hann segist mjög spenntur fyrir hátíðinni en þó mest stressaður yfir því hvað hann ætti að segja vinni hann verðlaunin. „Ég er alveg sultuslakur yfir þessu. Ég er meira stressaður að hafa ekkert að segja ef ég myndi vinna en ég er mjög ánægður með þessa tilnefningu,“ segir Gísli Darri í samtali við fréttastofu. Óskarsverðlaunahátíðin veitir verðlaun fyrir bestu kvikmyndir, besta leik og framleiðslu og svo framvegis en er ekki síður þekkt fyrir klæðnaðinn sem stjörnurnar skarta á rauða dreglinum. Gísli segist ætla að halda sinni múnderíngu einfaldri og mætir í smóking. „Það má náttúrulega ekki koma í gallabuxum og ég myndi óska þess að ég væri með þetta hugrekki sem Björk var með því þá myndi ég mæta í einhverjum flottum hrafnabúningi eða eitthvað. En það er bara ekki ég,“ segir Gísli. Gísli er tíundi Íslendingurinn til þess að vera tilnefndur til Óskarsverðlauna en aðeins einn hefur hlotið verðlaunin, það er hún Hildur Guðnadóttir, sem hlaut Óskarsverðlaun í fyrra fyrir bestu frumsömdu tónlist í bíómyndinni Joker. „Fámennt“ á hátíðinni í ár Óskarsverðlaunahátíðin verður með nokkuð breyttu sniði í ár sökum kórónuveirufaraldursins en þrátt fyrir hann er ekki um svokallaða streymisútgáfu að ræða. Verðlaunahátíðir þessa árs hafa flestar farið þannig fram en að sögn Gísla vildu aðstandendur kvikmyndahátíðarinnar tryggja að almenningur nennti að horfa á hátíðina. Áhorf á Golden Globe verðlaunin var til dæmis mjög lágt og telja margir streyminu um að kenna. Hátíðin verður því haldin bæði í Dolby leikhúsinu og á lestarstöðinni Union Station í Los Angeles. Þar verður frekar fámennt, ef miðað er við fyrri Óskarsverðlaunahátíðir, en „aðeins“ 170 verða viðstaddir á hverjum stað. Þar verða kynnar, þeir sem eru tilnefndir og gestir þeirra. „Þau setja þetta líka upp þannig að þau vilja að þau tilnefndu geti notið sín sem best. Til dæmis þeir sem eru hátt settir í Akademíunni, sem eru kallaðir Governors, koma ekki einu sinni á hátíðina. Það eru bara tilnefndir, plús einn, og kynnarnir,“ segir Gísli. Gísli verður viðstaddur hátíðinni ásamt framleiðanda myndarinnar Arnari Gunnarssyni og Skúla Theódóri Ólafssyni, sem Gísli segir að hafi verið ómissandi partur af framleiðslunni og „allt mugligt man.“ Myndin endurspeglar Covid-lífið Gísli Darri kom til Kaliforníu fyrir tæpri viku síðan og hefur verið í sóttkví síðan þá. „Ég er búinn að taka mitt eigið Covid-próf, við þurftum að taka sjálf okkar eigið Covid-próf. Þau taka þessu mjög alvarlega og þetta má ekki verða aðalfréttamálið eftir Óskarinn að Harrison Ford hafi fengið Covid,“ segir Gísli. Þrátt fyrir að Gísli Darri hafi byrjað að þróa myndina löngu fyrir Covid má segja að hún minni nokkuð á hið daglega líf sem við höfum flest þurft að lifa frá því að faraldurinn skall á. Myndin fjallar um hversdagsleikann og hringrásina sem margir detta í í hinu daglega lífi. „Það fyndna við það er að ég var í rauninni að lifa svona Covid-lífi þegar ég var að frílansa fyrir stúdíó um allan bæ og heim. Þá var ég að vinna mjög mikið heima og þá skapaðist svona ástand þar sem allir dagar voru eins og ég lifði lífinu í einhverri móðu,“ segir Gísli. „Þá kom smá tilvistarkreppa sem kveikti hugmyndina að þessari mynd. Að skoða rútínur og vana frá ýmsum sjónarhornum og að fólk sem maður kannast við hafi hlaupið í hringi heillengi og svo eru tvö ár eins og móða, það man ekki neitt. Að auki þá til þess að kjarna þessa stemningu eru þau ekki bara föst í þessum hring heldur geta þau bara sagt já, þess vegna heitir hún Já fólkið.“ New Yorker greip myndina Myndin hefur vakið þónokkra athygli vestanhafs en kvikmyndin var til að byrja með í dreifingu í Evrópu. Það leið þó ekki á löngu þar til bandaríska dagblaðið New Yorker lýsti yfir miklum áhuga á myndinni og stuttu síðar fór hún í dreifingu á vegum blaðsins. „Svo hafa þau verið að sýna hana líka á efnisveitu hjá sér, hún er sýnd á New Yorker vefsíðunni og á Youtube en hún er læst bara fyrir Ameríku. En ég get sagt að það er búið að setja blek á pappír og hún ætti að koma á Símann bráðlega, í kvöld eða á morgun.“ „Ég tapa eða ég vinn“ Gísli segir flokkinn sem hann er tilnefndur í, besta stuttteiknimyndin, vera einn af þeim fáu flokkum sem spámönnum takist erfiðlega til að spá fyrir um sigurvegara. Flokkurinn sé fjölbreyttur sem sé velkomið. „Þetta er rosalega skemmtilegt vegna þess að fjölbreytnin í útfærslu og sögum er mjög mismunandi. Það er mjög góð fjölbreytni þar. Það er þarna ein Pixar-mynd og ein mynd frá Netflix, sem var nú reyndar sjálfstæð til að byrja með en Netflix keypti hana, og svo eru þrjár sjálfstæðar teiknimyndir sem eru mjög ólíkar hvorri annarri. Þessari Netflix-mynd er helst spáð sigri skilst mér en þetta er samt þannig flokkur að allt getur gerst. Þetta virðist vera sá flokkur sem fólk getur ekki spáð eins örugglega,“ segir Gísli. „Ég tapa eða vinn, það er bara 50/50. Fyrir teiknimynd er umfjöllunarefnið dálítið djarft því hún fjallar bara um hversdagsleikann og þegar fólk vill horfa á teiknimynd vill það helst flýja raunveruleikann og fara í einhverja fantasíu eða þannig heim. Þannig á pappír er myndin frekar óvenjuleg að því leyti,“ segir Gísli. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Óskarinn Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Sjá meira
„Ég er alveg sultuslakur yfir þessu. Ég er meira stressaður að hafa ekkert að segja ef ég myndi vinna en ég er mjög ánægður með þessa tilnefningu,“ segir Gísli Darri í samtali við fréttastofu. Óskarsverðlaunahátíðin veitir verðlaun fyrir bestu kvikmyndir, besta leik og framleiðslu og svo framvegis en er ekki síður þekkt fyrir klæðnaðinn sem stjörnurnar skarta á rauða dreglinum. Gísli segist ætla að halda sinni múnderíngu einfaldri og mætir í smóking. „Það má náttúrulega ekki koma í gallabuxum og ég myndi óska þess að ég væri með þetta hugrekki sem Björk var með því þá myndi ég mæta í einhverjum flottum hrafnabúningi eða eitthvað. En það er bara ekki ég,“ segir Gísli. Gísli er tíundi Íslendingurinn til þess að vera tilnefndur til Óskarsverðlauna en aðeins einn hefur hlotið verðlaunin, það er hún Hildur Guðnadóttir, sem hlaut Óskarsverðlaun í fyrra fyrir bestu frumsömdu tónlist í bíómyndinni Joker. „Fámennt“ á hátíðinni í ár Óskarsverðlaunahátíðin verður með nokkuð breyttu sniði í ár sökum kórónuveirufaraldursins en þrátt fyrir hann er ekki um svokallaða streymisútgáfu að ræða. Verðlaunahátíðir þessa árs hafa flestar farið þannig fram en að sögn Gísla vildu aðstandendur kvikmyndahátíðarinnar tryggja að almenningur nennti að horfa á hátíðina. Áhorf á Golden Globe verðlaunin var til dæmis mjög lágt og telja margir streyminu um að kenna. Hátíðin verður því haldin bæði í Dolby leikhúsinu og á lestarstöðinni Union Station í Los Angeles. Þar verður frekar fámennt, ef miðað er við fyrri Óskarsverðlaunahátíðir, en „aðeins“ 170 verða viðstaddir á hverjum stað. Þar verða kynnar, þeir sem eru tilnefndir og gestir þeirra. „Þau setja þetta líka upp þannig að þau vilja að þau tilnefndu geti notið sín sem best. Til dæmis þeir sem eru hátt settir í Akademíunni, sem eru kallaðir Governors, koma ekki einu sinni á hátíðina. Það eru bara tilnefndir, plús einn, og kynnarnir,“ segir Gísli. Gísli verður viðstaddur hátíðinni ásamt framleiðanda myndarinnar Arnari Gunnarssyni og Skúla Theódóri Ólafssyni, sem Gísli segir að hafi verið ómissandi partur af framleiðslunni og „allt mugligt man.“ Myndin endurspeglar Covid-lífið Gísli Darri kom til Kaliforníu fyrir tæpri viku síðan og hefur verið í sóttkví síðan þá. „Ég er búinn að taka mitt eigið Covid-próf, við þurftum að taka sjálf okkar eigið Covid-próf. Þau taka þessu mjög alvarlega og þetta má ekki verða aðalfréttamálið eftir Óskarinn að Harrison Ford hafi fengið Covid,“ segir Gísli. Þrátt fyrir að Gísli Darri hafi byrjað að þróa myndina löngu fyrir Covid má segja að hún minni nokkuð á hið daglega líf sem við höfum flest þurft að lifa frá því að faraldurinn skall á. Myndin fjallar um hversdagsleikann og hringrásina sem margir detta í í hinu daglega lífi. „Það fyndna við það er að ég var í rauninni að lifa svona Covid-lífi þegar ég var að frílansa fyrir stúdíó um allan bæ og heim. Þá var ég að vinna mjög mikið heima og þá skapaðist svona ástand þar sem allir dagar voru eins og ég lifði lífinu í einhverri móðu,“ segir Gísli. „Þá kom smá tilvistarkreppa sem kveikti hugmyndina að þessari mynd. Að skoða rútínur og vana frá ýmsum sjónarhornum og að fólk sem maður kannast við hafi hlaupið í hringi heillengi og svo eru tvö ár eins og móða, það man ekki neitt. Að auki þá til þess að kjarna þessa stemningu eru þau ekki bara föst í þessum hring heldur geta þau bara sagt já, þess vegna heitir hún Já fólkið.“ New Yorker greip myndina Myndin hefur vakið þónokkra athygli vestanhafs en kvikmyndin var til að byrja með í dreifingu í Evrópu. Það leið þó ekki á löngu þar til bandaríska dagblaðið New Yorker lýsti yfir miklum áhuga á myndinni og stuttu síðar fór hún í dreifingu á vegum blaðsins. „Svo hafa þau verið að sýna hana líka á efnisveitu hjá sér, hún er sýnd á New Yorker vefsíðunni og á Youtube en hún er læst bara fyrir Ameríku. En ég get sagt að það er búið að setja blek á pappír og hún ætti að koma á Símann bráðlega, í kvöld eða á morgun.“ „Ég tapa eða ég vinn“ Gísli segir flokkinn sem hann er tilnefndur í, besta stuttteiknimyndin, vera einn af þeim fáu flokkum sem spámönnum takist erfiðlega til að spá fyrir um sigurvegara. Flokkurinn sé fjölbreyttur sem sé velkomið. „Þetta er rosalega skemmtilegt vegna þess að fjölbreytnin í útfærslu og sögum er mjög mismunandi. Það er mjög góð fjölbreytni þar. Það er þarna ein Pixar-mynd og ein mynd frá Netflix, sem var nú reyndar sjálfstæð til að byrja með en Netflix keypti hana, og svo eru þrjár sjálfstæðar teiknimyndir sem eru mjög ólíkar hvorri annarri. Þessari Netflix-mynd er helst spáð sigri skilst mér en þetta er samt þannig flokkur að allt getur gerst. Þetta virðist vera sá flokkur sem fólk getur ekki spáð eins örugglega,“ segir Gísli. „Ég tapa eða vinn, það er bara 50/50. Fyrir teiknimynd er umfjöllunarefnið dálítið djarft því hún fjallar bara um hversdagsleikann og þegar fólk vill horfa á teiknimynd vill það helst flýja raunveruleikann og fara í einhverja fantasíu eða þannig heim. Þannig á pappír er myndin frekar óvenjuleg að því leyti,“ segir Gísli.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Óskarinn Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið