Ráðherra fékk hníf með rauðum slettum í pósti Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2021 15:45 Reyes Maroto, ferðamálaráðherra, sýnir mynd af hnífnum sem henni var sendur fyrir helgi. Hún hefur þegar kært sendandann. Vísir/EPA Ferðamálaráðherra Spánar fékk hníf með rauðum slettum sendan í pósti en nokkrir stjórnmála- og embættismenn hafa fengið líflátshótanir undanfarna daga. Stjórnmálaflokkar af öllu pólitíska litrófinu hafa fordæmt hótanirnar sem eru til rannsóknar lögreglu. Sósíalistaflokkur Spánar leiðir samsteypustjórn með vinstriflokknum Sameinaðar getum við. Í síðustu viku fengu Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra, Pablo Iglesias, leiðtogi Sameinaðar getum við, og María Gámez, yfirmaður þjóðvarðliðsins, morðhótanir í pósti. Reyes Maroto, ferðamálaráðherra, greindi svo frá því í dag að henni hefði borist hnífur sem var útataður í rauðum slettum í pósti. Reuters-fréttastofan segir að hnífurinn hafi verið sendur ráðuneyti hennar á föstudag. Á pakkanum hafi verið heimilisfang til endursendingar. „Þetta er alvarlegt. Við ættum að hafa áhyggjur því ég er ekki umdeild manneskja,“ sagði Maroto sem hefur verið iðnaðar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra fyrir Sósíalistaflokkinn frá 2018. Marlaska innanríkisráðherra tengdi hótanirnar við pólitíska skautun sem hefði leyft hatursorðræðu að blómstra á Spáni. Nefndi hann þó ekki hver gæti hafa staðið að hótununum. „Það er ákveðin andlýðræðisleg stjórnmálaumræða við lýði sem við verðum að taka á af hörku,“ sagði hann og setti hótanirnar í samhengi við nýleg skemmdarverk sem voru unnin á vegglistaverki jafnréttissinna í Madrid og styttu af Francisco Largo-Caballero, fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum sósíalista. Spennan í spænskum stjórnmálum hefur farið vaxandi í aðdraganda héraðskosninga í Madrid í næstu viku. Slagorð Isabelu Díaz Ayuso, forseta sjálfstjórnarhéraðsins Madridar sem tilheyrir hægrisinnaða Lýðflokknum, er „kommúnismi eða frelsi“. Iglesias býður sig fram gegn Díaz Ayuso í Madrid. Hann gekk út úr sjónvarpskappræðum á föstudagskvöld eftir að Rocío Monasterio, frambjóðandi hægriöfgaflokksins Vox, efaðist um að hótanirnar væru raunverulegar. Róstursamt hefur verið í spænskum stjórnmálum undanfarin ár, ekki síst vegna meiriháttar spillingarmál Lýðflokksins, stærsta hægriflokk landsins, og sjálfstæðisbaráttu Katalóna. Erfiðlega hefur gengið að mynda samsteypustjórnir en frá 2015 til 2019 fóru fram fernar þingkosningar, þar af tvennar árið 2019. Spánn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Sjá meira
Sósíalistaflokkur Spánar leiðir samsteypustjórn með vinstriflokknum Sameinaðar getum við. Í síðustu viku fengu Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra, Pablo Iglesias, leiðtogi Sameinaðar getum við, og María Gámez, yfirmaður þjóðvarðliðsins, morðhótanir í pósti. Reyes Maroto, ferðamálaráðherra, greindi svo frá því í dag að henni hefði borist hnífur sem var útataður í rauðum slettum í pósti. Reuters-fréttastofan segir að hnífurinn hafi verið sendur ráðuneyti hennar á föstudag. Á pakkanum hafi verið heimilisfang til endursendingar. „Þetta er alvarlegt. Við ættum að hafa áhyggjur því ég er ekki umdeild manneskja,“ sagði Maroto sem hefur verið iðnaðar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra fyrir Sósíalistaflokkinn frá 2018. Marlaska innanríkisráðherra tengdi hótanirnar við pólitíska skautun sem hefði leyft hatursorðræðu að blómstra á Spáni. Nefndi hann þó ekki hver gæti hafa staðið að hótununum. „Það er ákveðin andlýðræðisleg stjórnmálaumræða við lýði sem við verðum að taka á af hörku,“ sagði hann og setti hótanirnar í samhengi við nýleg skemmdarverk sem voru unnin á vegglistaverki jafnréttissinna í Madrid og styttu af Francisco Largo-Caballero, fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum sósíalista. Spennan í spænskum stjórnmálum hefur farið vaxandi í aðdraganda héraðskosninga í Madrid í næstu viku. Slagorð Isabelu Díaz Ayuso, forseta sjálfstjórnarhéraðsins Madridar sem tilheyrir hægrisinnaða Lýðflokknum, er „kommúnismi eða frelsi“. Iglesias býður sig fram gegn Díaz Ayuso í Madrid. Hann gekk út úr sjónvarpskappræðum á föstudagskvöld eftir að Rocío Monasterio, frambjóðandi hægriöfgaflokksins Vox, efaðist um að hótanirnar væru raunverulegar. Róstursamt hefur verið í spænskum stjórnmálum undanfarin ár, ekki síst vegna meiriháttar spillingarmál Lýðflokksins, stærsta hægriflokk landsins, og sjálfstæðisbaráttu Katalóna. Erfiðlega hefur gengið að mynda samsteypustjórnir en frá 2015 til 2019 fóru fram fernar þingkosningar, þar af tvennar árið 2019.
Spánn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Sjá meira