NATO í nútíð Starri Reynisson skrifar 27. apríl 2021 08:00 Þegar minnst er á Atlantshafsbandalagið hugsa flestir bara um byssur, sprengjur og skriðdreka, enda voru þau fyrirbæri helsta birtingarmynd öryggis- og varnarmála þegar bandalagið var stofnað. Það þjónar andstæðingum aðildar Íslands vel að viðhalda þeirri ímynd. Öryggis- og varnarmál hafa hins vegar þróast umtalsvert á þeim rúmu sjö áratugum síðan NATO var komið á laggirnar og NATO hefur þróast með. Þrátt fyrir að svo langur tími sé liðin frá stofnun þess gegnir það því enn mikilvægu hlutverki. Stærstu verkefni á borði bandalagsins nú eru mörg á sviði netöryggis. Við búum nú orðið í stafrænum heimi og varnir gegn stafrænum hryðjuverkum hafa þannig orðið eitt af kjarnahlutverkum bandalagsins og munu aðeins verða viðameiri og mikilvægari eftir því sem tækniþróun fleygir fram. Atlantshafsbandalagið hefur líka látið hart að sér kveða í baráttunni gegn falsfréttum og röngum upplýsingum, sem hafa verið í markvissri dreifingu í þeim tilgangi að grafa undan lýðræði og sátt meðal vestrænna ríkja. Ísland treystir nær alfarið á NATO í netöryggismálum, er því miður eftirbátur annara aðildarríkja í þeim efnum og jafnvel dragbítur á bandalaginu. Atlantshafsbandalagið er þó ekki hafið yfir gagnrýni. Fá fyrirbæri sem lifað hafa yfir sjötíu ár eru það, hvort sem um ræðir lönd, stofnanir, samtök eða manneskjur. Þess þá heldur eru einstök aðildarríki ekki hafin yfir gagnrýni. Svo dæmi sé tekið er þróun lýðræðis og mannréttinda í Tyrklandi áhyggjuefni og hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum grafalvarlegar. Úrsögn úr bandalaginu breytir því ekki. Ísland nýtur virðingar, getur verið og á að vera öflugur málsvari friðar og hófsemi innan NATO. Á þeim forsendum á Ísland að beita sér gegn tilburðum eins og Tyrkir hafa sýnt. Það gerum við ekki utan bandalagsins. Hins vegar opnar úrsögn dyrnar fyrir gerræðis- og alræðisríki eins og Rússland og Kína, sem ásælast meiri umsvif á norðurslóðum, til að auka áhrif sín hér til muna. Eitt og sér hefur Ísland takmarkaða burði til að sinna stórum verkefnum á sviði öryggis- og varnarmála, þar reiðum við okkur nær alfarið á alþjóðlegt samstarf. Aukin spenna á norðurslóðum samhliða opnun siglingaleiða og auknum umsvifum Kína á svæðinu veldur því að mikilvægi hnattrænnar legu Íslands hefur tæpast verið meira síðan Berlínarmúrinn féll. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og staða okkar sem stofnaðili hefur sjaldan verið mikilvægari. Við þurfum að standa vörð um hana og gjalda varhug við málflutningi þeirra sem vilja grafa undan henni. Greinin er skrifuð í tilefni 72 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson NATO Utanríkismál Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Þegar minnst er á Atlantshafsbandalagið hugsa flestir bara um byssur, sprengjur og skriðdreka, enda voru þau fyrirbæri helsta birtingarmynd öryggis- og varnarmála þegar bandalagið var stofnað. Það þjónar andstæðingum aðildar Íslands vel að viðhalda þeirri ímynd. Öryggis- og varnarmál hafa hins vegar þróast umtalsvert á þeim rúmu sjö áratugum síðan NATO var komið á laggirnar og NATO hefur þróast með. Þrátt fyrir að svo langur tími sé liðin frá stofnun þess gegnir það því enn mikilvægu hlutverki. Stærstu verkefni á borði bandalagsins nú eru mörg á sviði netöryggis. Við búum nú orðið í stafrænum heimi og varnir gegn stafrænum hryðjuverkum hafa þannig orðið eitt af kjarnahlutverkum bandalagsins og munu aðeins verða viðameiri og mikilvægari eftir því sem tækniþróun fleygir fram. Atlantshafsbandalagið hefur líka látið hart að sér kveða í baráttunni gegn falsfréttum og röngum upplýsingum, sem hafa verið í markvissri dreifingu í þeim tilgangi að grafa undan lýðræði og sátt meðal vestrænna ríkja. Ísland treystir nær alfarið á NATO í netöryggismálum, er því miður eftirbátur annara aðildarríkja í þeim efnum og jafnvel dragbítur á bandalaginu. Atlantshafsbandalagið er þó ekki hafið yfir gagnrýni. Fá fyrirbæri sem lifað hafa yfir sjötíu ár eru það, hvort sem um ræðir lönd, stofnanir, samtök eða manneskjur. Þess þá heldur eru einstök aðildarríki ekki hafin yfir gagnrýni. Svo dæmi sé tekið er þróun lýðræðis og mannréttinda í Tyrklandi áhyggjuefni og hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum grafalvarlegar. Úrsögn úr bandalaginu breytir því ekki. Ísland nýtur virðingar, getur verið og á að vera öflugur málsvari friðar og hófsemi innan NATO. Á þeim forsendum á Ísland að beita sér gegn tilburðum eins og Tyrkir hafa sýnt. Það gerum við ekki utan bandalagsins. Hins vegar opnar úrsögn dyrnar fyrir gerræðis- og alræðisríki eins og Rússland og Kína, sem ásælast meiri umsvif á norðurslóðum, til að auka áhrif sín hér til muna. Eitt og sér hefur Ísland takmarkaða burði til að sinna stórum verkefnum á sviði öryggis- og varnarmála, þar reiðum við okkur nær alfarið á alþjóðlegt samstarf. Aukin spenna á norðurslóðum samhliða opnun siglingaleiða og auknum umsvifum Kína á svæðinu veldur því að mikilvægi hnattrænnar legu Íslands hefur tæpast verið meira síðan Berlínarmúrinn féll. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og staða okkar sem stofnaðili hefur sjaldan verið mikilvægari. Við þurfum að standa vörð um hana og gjalda varhug við málflutningi þeirra sem vilja grafa undan henni. Greinin er skrifuð í tilefni 72 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun