Hazard-ljósin gætu loks kviknað í kvöld gegn liðinu þar sem þau loguðu skært Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 14:01 Eden Hazard á ferðinni gegn Real Betis um helgina. Getty/Manu Reino Eftir að hafa spilað svo vel hjá Chelsea og verið einn albesti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur Eden Hazard verið í felum í Madrídarborg. Það gæti hugsanlega breyst í kvöld þegar Real Madrid og Chelsea mætast í fyrri leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hazard var seldur fyrir fúlgur fjár frá Chelsea til Real fyrir tveimur árum. Þá hafði hann meðal annars verið valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15, orðið tvisvar Englandsmeistari og skorað 110 mörk á sjö leiktíðum. Hjá Real hefur Hazard skorað fjögur mörk. Ástæðan fyrir því hve Hazard hefur gengið illa er fyrst og fremst tíð og erfið meiðsli. Ekki bara langvinn ökklameiðsli heldur auk þess tognanir í lærum, kálfum og nára. Þess vegna hefur hann bara náð að byrja 20 leiki í spænsku 1. deildinni, á tveimur leiktíðum. Hazard hefur hins vegar fengið góðan tíma til að jafna sig af síðustu meiðslum. Hann fékk að sitja hjá í einvíginu gegn Liverpool í 8-liða úrslitum en hefur getað æft af fullum krafti undanfarið. Hann lék svo sinn fyrsta leik í yfir 40 daga, í markalausa jafnteflinu gegn Real Betis um helgina. Belginn kom inn á þegar korter var eftir en náði ekki frekar en aðrir að tryggja Real nauðsynlegan sigur. „Hann var með neista, orku. Hann fann engan sársauka og tilfinningin er góð,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real. Markvörðurinn Thibaut Courtois, sem var liðsfélagi Hazards hjá Chelsea, tók í sama streng: „Maður gat séð það að hann er í góðu formi. Hann hefur æft með okkur síðustu 2-3 vikur og litið afskaplega vel út,“ sagði Courtois. Hazard var algjör hetja hjá Chelsea og missti aðeins af 18 leikjum vegna meiðsla allan þann tíma sem hann var hjá félaginu. Hann hefur þegar misst af 45 leikjum hjá Real og líklegt verður að teljast að hann verði á varamannabekknum í kvöld, að minnsta kosti framan af leik. Leikur Real Madrid og Chelsea er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 19 í kvöld. Upphitun hefst kl. 18.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Hazard var seldur fyrir fúlgur fjár frá Chelsea til Real fyrir tveimur árum. Þá hafði hann meðal annars verið valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15, orðið tvisvar Englandsmeistari og skorað 110 mörk á sjö leiktíðum. Hjá Real hefur Hazard skorað fjögur mörk. Ástæðan fyrir því hve Hazard hefur gengið illa er fyrst og fremst tíð og erfið meiðsli. Ekki bara langvinn ökklameiðsli heldur auk þess tognanir í lærum, kálfum og nára. Þess vegna hefur hann bara náð að byrja 20 leiki í spænsku 1. deildinni, á tveimur leiktíðum. Hazard hefur hins vegar fengið góðan tíma til að jafna sig af síðustu meiðslum. Hann fékk að sitja hjá í einvíginu gegn Liverpool í 8-liða úrslitum en hefur getað æft af fullum krafti undanfarið. Hann lék svo sinn fyrsta leik í yfir 40 daga, í markalausa jafnteflinu gegn Real Betis um helgina. Belginn kom inn á þegar korter var eftir en náði ekki frekar en aðrir að tryggja Real nauðsynlegan sigur. „Hann var með neista, orku. Hann fann engan sársauka og tilfinningin er góð,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real. Markvörðurinn Thibaut Courtois, sem var liðsfélagi Hazards hjá Chelsea, tók í sama streng: „Maður gat séð það að hann er í góðu formi. Hann hefur æft með okkur síðustu 2-3 vikur og litið afskaplega vel út,“ sagði Courtois. Hazard var algjör hetja hjá Chelsea og missti aðeins af 18 leikjum vegna meiðsla allan þann tíma sem hann var hjá félaginu. Hann hefur þegar misst af 45 leikjum hjá Real og líklegt verður að teljast að hann verði á varamannabekknum í kvöld, að minnsta kosti framan af leik. Leikur Real Madrid og Chelsea er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 19 í kvöld. Upphitun hefst kl. 18.15. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira