Rauðagerðismálið til ákærusviðs á morgun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2021 18:19 Margeir Sveinsson segir málið að mestu upplýst. Vísir/Egill Rannsókn á morðinu í Rauðagerði er að mestu lokið og stefnt er að því að senda málið til ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, í samtali við fréttastofu. „Við reiknum með að skila því til ákærusviðs á morgun. Þá eiga þau eftir að skoða málið áður en þau senda það væntanlega til héraðssaksóknara,“ segir Margeir. Líkt og greint var frá í dag fór fram sviðsetning á atburðinum í Rauðagerði í morgun. Töluverður viðbúnaður var á staðnum þar sem hinn grunaði í málinu auk annarra með réttarstöðu sakbornings tóku þátt í að framkvæma sviðsetninguna. „Þarna erum við að sannreyna og athuga hvort gögn passi saman, framburðir miðað við vettvang. Og þá köllum við til þá sem koma að málinu, bæði vitni og lögreglumenn og sakborninga,“ segir Margeir. Hann segir hins vegar engan grun leika á að um falska játningu hafi verið að ræða. Aðspurður segir Margeir að sakborningurinn hafi lýst atvikum með skýrum hætti. Þá hafi eftirlíking af skotvopni verið notað. Fjórtán hafa réttarstöðu sakbornings en Margeir getur ekki svarað til um hversu margir eigi yfir höfðu sér ákæru í tengslum við málið, það sé ákvörðun héraðssaksóknara að taka. Hann segir mennina ekki endilega grunaða um morðið sjálft heldur tengist málinu með ýmsum hætti, hvort sem um sé að ræða skipulagða glæpastarfsemi eða annað. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Meintir gerendur í tveimur andlátsmálum tengjast Tengsl eru á milli mannsins sem játað hefur að hafa orðið manni að bana í Rauðagerði og manns sem nú sætir gæsluvarðhaldi vegna dauða manns í Kópavogi á föstudag. Lögregla telur málin þó ekki tengjast. Farbann verður ekki framlengt yfir tveimur mönnum sem hafa stöðu sakbornings í rauðagerðismálinu. 6. apríl 2021 18:41 Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. 26. mars 2021 14:14 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
„Við reiknum með að skila því til ákærusviðs á morgun. Þá eiga þau eftir að skoða málið áður en þau senda það væntanlega til héraðssaksóknara,“ segir Margeir. Líkt og greint var frá í dag fór fram sviðsetning á atburðinum í Rauðagerði í morgun. Töluverður viðbúnaður var á staðnum þar sem hinn grunaði í málinu auk annarra með réttarstöðu sakbornings tóku þátt í að framkvæma sviðsetninguna. „Þarna erum við að sannreyna og athuga hvort gögn passi saman, framburðir miðað við vettvang. Og þá köllum við til þá sem koma að málinu, bæði vitni og lögreglumenn og sakborninga,“ segir Margeir. Hann segir hins vegar engan grun leika á að um falska játningu hafi verið að ræða. Aðspurður segir Margeir að sakborningurinn hafi lýst atvikum með skýrum hætti. Þá hafi eftirlíking af skotvopni verið notað. Fjórtán hafa réttarstöðu sakbornings en Margeir getur ekki svarað til um hversu margir eigi yfir höfðu sér ákæru í tengslum við málið, það sé ákvörðun héraðssaksóknara að taka. Hann segir mennina ekki endilega grunaða um morðið sjálft heldur tengist málinu með ýmsum hætti, hvort sem um sé að ræða skipulagða glæpastarfsemi eða annað.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Meintir gerendur í tveimur andlátsmálum tengjast Tengsl eru á milli mannsins sem játað hefur að hafa orðið manni að bana í Rauðagerði og manns sem nú sætir gæsluvarðhaldi vegna dauða manns í Kópavogi á föstudag. Lögregla telur málin þó ekki tengjast. Farbann verður ekki framlengt yfir tveimur mönnum sem hafa stöðu sakbornings í rauðagerðismálinu. 6. apríl 2021 18:41 Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. 26. mars 2021 14:14 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Meintir gerendur í tveimur andlátsmálum tengjast Tengsl eru á milli mannsins sem játað hefur að hafa orðið manni að bana í Rauðagerði og manns sem nú sætir gæsluvarðhaldi vegna dauða manns í Kópavogi á föstudag. Lögregla telur málin þó ekki tengjast. Farbann verður ekki framlengt yfir tveimur mönnum sem hafa stöðu sakbornings í rauðagerðismálinu. 6. apríl 2021 18:41
Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. 26. mars 2021 14:14