Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna bannar sölu mentól sígaretta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2021 08:08 Andstæðingar bannsins óttast meðal annars að það muni leiða til fleiri hættulegra árekstra milli lögreglu og ungra svartra manna. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur ákveðið að banna sölu mentól sígaretta. Mannréttinda- og heilbrigðissamtök hafa löngum barist fyrir banninu, þar sem mentól sígarettur valda hlutfallslega meiri skaða meðal svartra Bandaríkjamanna. Gagnrýnendur óttast hins vegar að bannið muni leiða til þess að sala á sígarettunum færist yfir á svarta markaðinn og leiði til aukinna árekstra við lögregluyfirvöld. Bannið hefði áhrif á þriðjung allrar sígarettusölu í Bandaríkjunum en það er þó ekki talið munu taka gildi fyrr en eftir mörg ár, ekki síst vegna væntanlegra málsókna af hálfu tóbaksframleiðenda og fleiri hagsmunaaðila. Þegar ákvörðunin var tilkynnt í gær vísaði Janet Woodcock, framkvæmdastjóri FDA, meðal annars til rannsókna um skaðleg áhrif mentóls og sagði bann gegn bragðtegundinni myndu „bjarga lífi fólks“. Þá sagði hún bannið myndu vinna gegn þeim hlutfallslega meiri skaða sem umræddar tóbaksvörur hefðu á minnihlutahópa á borð við svarta og hinsegin fólk. Þegar bandaríska þingið ákvað að færa eftirlit með tóbaksvörum til FDA bannaði það á sama tíma allar „bragðtegundir“ sígaretta nema mentól. Rannsóknir FDA benda til þess að mentólið feli hálsóþægindi af völdum nikótínneyslu og að mentól sígarettur séu meira ávanabindandi en „óbragðbættar“ sígarettur. Samkvæmt sóttvarnastofnun Bandaríkjanna reykja svartir Bandaríkjamenn minna en hvítir og byrja jafnan seinna en þeir eru hins vegar mun líklegri til að deyja af völdum sjúkdóma tengdum reykingum, svo sem krabbameini og hjartasjúkdómum. Þá segja mannréttindasamtök framleiðendur mentól-tóbaksvara hafa í auknum mæli beint auglýsingum sínum til ungs lágtekjufólks. Hafa þeir meðal annars dreift vörum sínum á samkomum í ákveðnum hverfum. Fylgjendur bannsins hafa meðal annars vísað í könnun sem bendir til þess að 85 prósent af kaupendum mentól sígaretta séu svartir. BBC fjallar um málið. Bandaríkin Áfengi og tóbak Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Gagnrýnendur óttast hins vegar að bannið muni leiða til þess að sala á sígarettunum færist yfir á svarta markaðinn og leiði til aukinna árekstra við lögregluyfirvöld. Bannið hefði áhrif á þriðjung allrar sígarettusölu í Bandaríkjunum en það er þó ekki talið munu taka gildi fyrr en eftir mörg ár, ekki síst vegna væntanlegra málsókna af hálfu tóbaksframleiðenda og fleiri hagsmunaaðila. Þegar ákvörðunin var tilkynnt í gær vísaði Janet Woodcock, framkvæmdastjóri FDA, meðal annars til rannsókna um skaðleg áhrif mentóls og sagði bann gegn bragðtegundinni myndu „bjarga lífi fólks“. Þá sagði hún bannið myndu vinna gegn þeim hlutfallslega meiri skaða sem umræddar tóbaksvörur hefðu á minnihlutahópa á borð við svarta og hinsegin fólk. Þegar bandaríska þingið ákvað að færa eftirlit með tóbaksvörum til FDA bannaði það á sama tíma allar „bragðtegundir“ sígaretta nema mentól. Rannsóknir FDA benda til þess að mentólið feli hálsóþægindi af völdum nikótínneyslu og að mentól sígarettur séu meira ávanabindandi en „óbragðbættar“ sígarettur. Samkvæmt sóttvarnastofnun Bandaríkjanna reykja svartir Bandaríkjamenn minna en hvítir og byrja jafnan seinna en þeir eru hins vegar mun líklegri til að deyja af völdum sjúkdóma tengdum reykingum, svo sem krabbameini og hjartasjúkdómum. Þá segja mannréttindasamtök framleiðendur mentól-tóbaksvara hafa í auknum mæli beint auglýsingum sínum til ungs lágtekjufólks. Hafa þeir meðal annars dreift vörum sínum á samkomum í ákveðnum hverfum. Fylgjendur bannsins hafa meðal annars vísað í könnun sem bendir til þess að 85 prósent af kaupendum mentól sígaretta séu svartir. BBC fjallar um málið.
Bandaríkin Áfengi og tóbak Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira