Af hverju mega yfirvöld vanrækja barnið mitt? Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 1. maí 2021 15:00 Í siðmenntuðu samfélagi er vanræksla barna ekki liðin. Samkvæmt lögum ber að tilkynna grun um slíkt til barnaverndar. Hvernig stendur þá á því að yfirvöld megi vanrækja barnið mitt? Ég á barn með sérþarfir og yfirvöld eru að vanrækja það með stefnunni „skóli án aðgreiningar“. Þessi pistill er nokkuð stórt ákall á hjálp. Þið hafið kastað barninu mínu út í djúpu laugina…hvenær ætlið þið að láta það fá kútinn? Eftir umfjöllun um skóla án aðgreiningar á Alþingi sendi ég öllum þingmönnum sem tóku þátt í umræðunni tölvupóst. Tveir tóku sér tíma til þess að svara mér (Karl og Þorbjörg). Hinum virtist nákvæmlega sama hvað ég ”foreldri barns með sérþarfir sem þarf að lifa við þetta kerfi” hafði að segja. Ég ætla því að kasta boltanum áfram út í samfélagið og gera mitt besta til þess að honum sé haldið á lofti, enda málefnið afar brýnt. Þið ágæta fólk sem eruð á þingi í umboði fólksins, ráðherrar sem og aðrir sem starfa við stjórn í menntakerfinu. Mig langar til að biðja ykkur að hlusta á þetta viðtal. Þetta er raunveruleikinn. Þetta er raunverulega það sem er að gerast hjá börnum með sérþarfir í svokölluðu skólakerfi án aðgreiningar. Þetta er veruleiki margra fjölskyldna. Ég óska þess auðvitað að þið gefið ykkur tíma til þess að hlusta á allt viðtalið en bið ykkur a.m.k. að hlusta á umfjöllun sem byrjar á 20 mín um skóla án aðgreiningar og dómsmál vegna barns með sérþarfir. Þetta mál er í heildina mjög lýsandi fyrir stöðu þessara barna í íslensku skólakerfi. Mig að biðja ykkur að ígrunda hversu siðferðislega rétt þið teljið það vera að ríkið komi með þessa stefnu „skóli án aðgreiningar“ en foreldrar eiga svo að bera ábyrgð á að þörfum barnsins sé mætt í skólanum? Og hversu siðferðislega rétt það er að yfirvöld dembi börnum með fjölþættan vanda inn í almenna skóla og fríi sig svo allri ábyrgð þegar þessi börn ráða ekki við aðstæðurnar? Það er augljóslega margt sem fór úrskeiðis í málsvörninni. En hvernig má það vera að þessi litla stúlka hafi í fyrsta lagi getað orðið aðili að þessu máli? Hvers vegna hélt kerfið ekki betur utan um hana? Ætlum við að bíða eftir að svona mál komi upp aftur eða ætlum við að breyta einhverju í kerfinu? Síðastliðið haust vannst stórsigur í réttindabaráttu þessara barna þegar Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í máli barns með sérþarfir, þar sem ítalska ríkinu hafði láðst að veita viðeigandi stuðning í skóla án aðgreiningar. Það er því ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær fyrsta málið af þessum toga kemur upp hér á landi. Þessi börn eiga ákveðin réttindi skv. lögum og barnasáttmálanum og það er sorglegt ef það þarf að draga yfirvöld fyrir dómstóla svo að þau fái notið þeirra réttinda. Ég vil frekar trúa því að vandinn liggi raunverulega í skilningsleysi. Að okkar ágæta fólk geri sér hreinlega ekki grein fyrir stöðunni og því lagalega tómarúmi sem til dæmis ADHD börnin okkar eru stödd í. Það er því einlæg ósk mín að með opinni samfélagsumræðu muni eitthvað breytast. Í umræðunni á Alþingi er þeirri spurningu velt upp hvort við höfum ratað í miklar ógöngur og tafarlausra úrbóta sé þörf. Svo sannarlega er það raunin. Ég sem foreldri barns með sérþarfir lít á málið eins og fyrr segir sem vanrækslu á háu stigi af hálfu yfirvalda. Fjárskortur er ekki afsökun að mati Mannréttindadómstóls Evrópu Spurt er hvar vandinn liggur og hvar yfirvöld eru að bregðast. Svarið er einfalt. Þessi fallega stefna „skóli án aðgreiningar“ er innleidd án þess að henni sé fylgt eftir með sérfræðingum og fjármagni. Þar af leiðandi vinnur stefnan gegn sjálfri sér. Þetta er rót vandans. Í svona stefnu ættu að sjálfsögðu allir skólar að vera með viðeigandi sérfræðinga. Það hljóta allir að sjá það að þegar barn með fjölþættan vanda er sett inn í skólastofu með öðrum börnum þá er ekki nóg að efla kennaramenntun og fjölga kennurum. Það þarf að fá sérfræðinga að borðinu. Þá er einnig spurt hvort það sé ekki sett nægilegt fjármagn inn í kerfið? Nei, það er ekki gert. Það lítur út fyrir að litið sé á skóla án aðgreiningar sem eitthvert sparnaðarúrræði. Að það væri hægt að draga úr áherslum á sérskóla og demba þessum börnum inn í almennt skólakerfi án þess að sú sérfræðiaðstoð sem þau þurfa fylgi með. Það til dæmis starfa ekki þroskaþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafar eða iðjuþjálfar í öllum skólum. Hvernig samræmist það skóla án aðgreiningar? Afar illa. Þegar kemur að velferð barnsins míns þá get ég ekki sætt mig við rök á borð við fjárskort og það vill svo vel til að Mannréttindadómstóll Evrópu er sammála mér. Svona að lokum langar mig að benda á það að þetta snýst ekki eingöngu um barnið. Vanlíðan barnsins hefur áhrif á önnur börn í skólanum. Það hefur áhrif á foreldra. Í mörgum tilfellum geta foreldrar ekki verið útivinnandi. Það hefur áhrif á önnur systkini. Barnið lendir í allskyns aðstæðum sem hafa langvarandi áhrif á sálræna líðan. Þegar skortur er á utanumhaldi er hætt við því að við missum þessi börn í rugl þegar kemur á unglingsárin. Til að draga þetta saman í eina góða setningu: Ef við leggjum ekki nægjanlegt fjármagn í þetta kerfi þá borgum við það margfalt til baka….bara síðar. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Réttindi barna Alma Björk Ástþórsdóttir Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Í siðmenntuðu samfélagi er vanræksla barna ekki liðin. Samkvæmt lögum ber að tilkynna grun um slíkt til barnaverndar. Hvernig stendur þá á því að yfirvöld megi vanrækja barnið mitt? Ég á barn með sérþarfir og yfirvöld eru að vanrækja það með stefnunni „skóli án aðgreiningar“. Þessi pistill er nokkuð stórt ákall á hjálp. Þið hafið kastað barninu mínu út í djúpu laugina…hvenær ætlið þið að láta það fá kútinn? Eftir umfjöllun um skóla án aðgreiningar á Alþingi sendi ég öllum þingmönnum sem tóku þátt í umræðunni tölvupóst. Tveir tóku sér tíma til þess að svara mér (Karl og Þorbjörg). Hinum virtist nákvæmlega sama hvað ég ”foreldri barns með sérþarfir sem þarf að lifa við þetta kerfi” hafði að segja. Ég ætla því að kasta boltanum áfram út í samfélagið og gera mitt besta til þess að honum sé haldið á lofti, enda málefnið afar brýnt. Þið ágæta fólk sem eruð á þingi í umboði fólksins, ráðherrar sem og aðrir sem starfa við stjórn í menntakerfinu. Mig langar til að biðja ykkur að hlusta á þetta viðtal. Þetta er raunveruleikinn. Þetta er raunverulega það sem er að gerast hjá börnum með sérþarfir í svokölluðu skólakerfi án aðgreiningar. Þetta er veruleiki margra fjölskyldna. Ég óska þess auðvitað að þið gefið ykkur tíma til þess að hlusta á allt viðtalið en bið ykkur a.m.k. að hlusta á umfjöllun sem byrjar á 20 mín um skóla án aðgreiningar og dómsmál vegna barns með sérþarfir. Þetta mál er í heildina mjög lýsandi fyrir stöðu þessara barna í íslensku skólakerfi. Mig að biðja ykkur að ígrunda hversu siðferðislega rétt þið teljið það vera að ríkið komi með þessa stefnu „skóli án aðgreiningar“ en foreldrar eiga svo að bera ábyrgð á að þörfum barnsins sé mætt í skólanum? Og hversu siðferðislega rétt það er að yfirvöld dembi börnum með fjölþættan vanda inn í almenna skóla og fríi sig svo allri ábyrgð þegar þessi börn ráða ekki við aðstæðurnar? Það er augljóslega margt sem fór úrskeiðis í málsvörninni. En hvernig má það vera að þessi litla stúlka hafi í fyrsta lagi getað orðið aðili að þessu máli? Hvers vegna hélt kerfið ekki betur utan um hana? Ætlum við að bíða eftir að svona mál komi upp aftur eða ætlum við að breyta einhverju í kerfinu? Síðastliðið haust vannst stórsigur í réttindabaráttu þessara barna þegar Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í máli barns með sérþarfir, þar sem ítalska ríkinu hafði láðst að veita viðeigandi stuðning í skóla án aðgreiningar. Það er því ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær fyrsta málið af þessum toga kemur upp hér á landi. Þessi börn eiga ákveðin réttindi skv. lögum og barnasáttmálanum og það er sorglegt ef það þarf að draga yfirvöld fyrir dómstóla svo að þau fái notið þeirra réttinda. Ég vil frekar trúa því að vandinn liggi raunverulega í skilningsleysi. Að okkar ágæta fólk geri sér hreinlega ekki grein fyrir stöðunni og því lagalega tómarúmi sem til dæmis ADHD börnin okkar eru stödd í. Það er því einlæg ósk mín að með opinni samfélagsumræðu muni eitthvað breytast. Í umræðunni á Alþingi er þeirri spurningu velt upp hvort við höfum ratað í miklar ógöngur og tafarlausra úrbóta sé þörf. Svo sannarlega er það raunin. Ég sem foreldri barns með sérþarfir lít á málið eins og fyrr segir sem vanrækslu á háu stigi af hálfu yfirvalda. Fjárskortur er ekki afsökun að mati Mannréttindadómstóls Evrópu Spurt er hvar vandinn liggur og hvar yfirvöld eru að bregðast. Svarið er einfalt. Þessi fallega stefna „skóli án aðgreiningar“ er innleidd án þess að henni sé fylgt eftir með sérfræðingum og fjármagni. Þar af leiðandi vinnur stefnan gegn sjálfri sér. Þetta er rót vandans. Í svona stefnu ættu að sjálfsögðu allir skólar að vera með viðeigandi sérfræðinga. Það hljóta allir að sjá það að þegar barn með fjölþættan vanda er sett inn í skólastofu með öðrum börnum þá er ekki nóg að efla kennaramenntun og fjölga kennurum. Það þarf að fá sérfræðinga að borðinu. Þá er einnig spurt hvort það sé ekki sett nægilegt fjármagn inn í kerfið? Nei, það er ekki gert. Það lítur út fyrir að litið sé á skóla án aðgreiningar sem eitthvert sparnaðarúrræði. Að það væri hægt að draga úr áherslum á sérskóla og demba þessum börnum inn í almennt skólakerfi án þess að sú sérfræðiaðstoð sem þau þurfa fylgi með. Það til dæmis starfa ekki þroskaþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafar eða iðjuþjálfar í öllum skólum. Hvernig samræmist það skóla án aðgreiningar? Afar illa. Þegar kemur að velferð barnsins míns þá get ég ekki sætt mig við rök á borð við fjárskort og það vill svo vel til að Mannréttindadómstóll Evrópu er sammála mér. Svona að lokum langar mig að benda á það að þetta snýst ekki eingöngu um barnið. Vanlíðan barnsins hefur áhrif á önnur börn í skólanum. Það hefur áhrif á foreldra. Í mörgum tilfellum geta foreldrar ekki verið útivinnandi. Það hefur áhrif á önnur systkini. Barnið lendir í allskyns aðstæðum sem hafa langvarandi áhrif á sálræna líðan. Þegar skortur er á utanumhaldi er hætt við því að við missum þessi börn í rugl þegar kemur á unglingsárin. Til að draga þetta saman í eina góða setningu: Ef við leggjum ekki nægjanlegt fjármagn í þetta kerfi þá borgum við það margfalt til baka….bara síðar. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun