Listamenn telja bæjarstjóra Hafnarfjarðar beita ritskoðun með því að fjarlægja listaverk tengt stjórnarskránni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. maí 2021 12:22 Hér má sjá listaverk Ólafs Ólafssonar og Libiu Castro á vegg Hafnarborgar áður en það var fjarlægt. Listamenn segja bæjarstjóra Hafnarfjarðar hafa gerst seka um ritskoðun þegar verk sem tengist nýju stjórnarskránni var fjarlægt af vegg Hafnarborgar í gær. Bæjarstjóri segir tilskilin leyfi ekki hafa verið fyrir hendi. Sýningin „Í leit að töfrum - tillaga að nýrri stjórnarskrá“ eftir myndlistartvíeykið Ólaf Ólafsson og Libiu Castro hefur verið í menningarhúsinu Hafnarborg í Hafnarfirði síðan í mars. Verkið hefur hlotið nokkra athygli og var hluti af Listahátíð Reykjavíkur í haust sem tvíeykið hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin fyrir. Á föstudag var eitt verk sýningarinnar flutt út á gafl Hafnarborgar en í gærmorgun var það tekið niður í óþökk listamannanna. „Við fáum símtal frá forstöðumanni Hafnarborgar í gærmorgun um að það hafi verið fram á það af bæjarstjóra Hafnarfjarðar og yfirmanni menningarmálasviðs að verk okkar yrði fjarlægt af sýningunni,“ segir Ólafur. Þegar þau fóru á svæðið eftir símtalið var verkið horfið af húsinu. Ólafur segist þá hafa hringt á lögreglu og tilkynnt um þjófnað á listaverki. „Vegna þess að þegar við mætum er verkið farið. Það er enginn á staðnum og við vitum ekki hvar það er,“ segir hann. „Lögreglan kom og talaði við okkur en skömmu áður kom bæjarstarfsmaður, skilaði verkinu og staðfesti að bæjarstjóri og yfirmaður menningarsviðs hefðu gefið tilskipun um að hann færi og tæki niður verkið.“ Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að tilskilin leyfi fyrir því að hafa verkið á útvegg hússins hafi ekki legið fyrir.Vísir/Egill Verkið tengist nýju stjórnarskránni og er stór grænn borði með stækkaðri mynd af einum af þeim miðum sem þátttakendur á fundi stjórnlagaráðs notuðu fyrir ábendingar. „Þessi miði var ábending til Alþingis og viðkomandi þátttakandi í þjóðfundinum hafði skrifað „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðu stjórnlagaþings“,“ segir Ólafur. Hann segir alltaf hafa staðið til að eitt verk sýningarinnar yrði fyrir utan safnið. Munnlegt leyfi fyrir því að flytja verkið hafi fengist frá starfsmönnum framkvæmdasviðs Hafnarfjarðar á fimmtudag, degi áður en það var strengt upp á húsið í samstarfi við starfsmenn Hafnarborgar. „Við vinnum út frá því að hleypa samfélaginu inn á söfnin og sýningar og um leið að hleypa listinni sem við erum að sýna út fyrir veggi safnsins. Þetta höfum við til dæmis gert á íslenska skála Fenyejartvíæringsins,“ segir Ólafur. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir hins vegar að tilskilin leyfi hafi ekki legið fyrir. Hún vildi ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu en sagði að það yrði skoðað nánar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verk sem tengist ákalli um nýja stjórnarskrá er fjarlægt. Í fyrra var veggur með áletrun þess efnis háþrýstiþveginn og hreinsaður. Ólafur telur þetta vera ritskoðun. „Þetta er í fyrsta sinn sem við upplifum það á okkar tuttugu og fjögurra ára ferli að verk er með þessum hætti er fjarlægt. Verk sem við höfum leyfi fyrir. Og aldrei nokkurn tímann hefur það gerst að bæjarstjóri fyrirskipi með þessum hætti að starfsmaður bæjarins sé sendur út að morgni sunnudags, áður en listasafnið opnar, að verk sé fjarlægt í óþökk listamanna og forstöðumanns safnsins.“ Stjórnarskrá Styttur og útilistaverk Hafnarfjörður Tjáningarfrelsi Menning Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Sýningin „Í leit að töfrum - tillaga að nýrri stjórnarskrá“ eftir myndlistartvíeykið Ólaf Ólafsson og Libiu Castro hefur verið í menningarhúsinu Hafnarborg í Hafnarfirði síðan í mars. Verkið hefur hlotið nokkra athygli og var hluti af Listahátíð Reykjavíkur í haust sem tvíeykið hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin fyrir. Á föstudag var eitt verk sýningarinnar flutt út á gafl Hafnarborgar en í gærmorgun var það tekið niður í óþökk listamannanna. „Við fáum símtal frá forstöðumanni Hafnarborgar í gærmorgun um að það hafi verið fram á það af bæjarstjóra Hafnarfjarðar og yfirmanni menningarmálasviðs að verk okkar yrði fjarlægt af sýningunni,“ segir Ólafur. Þegar þau fóru á svæðið eftir símtalið var verkið horfið af húsinu. Ólafur segist þá hafa hringt á lögreglu og tilkynnt um þjófnað á listaverki. „Vegna þess að þegar við mætum er verkið farið. Það er enginn á staðnum og við vitum ekki hvar það er,“ segir hann. „Lögreglan kom og talaði við okkur en skömmu áður kom bæjarstarfsmaður, skilaði verkinu og staðfesti að bæjarstjóri og yfirmaður menningarsviðs hefðu gefið tilskipun um að hann færi og tæki niður verkið.“ Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að tilskilin leyfi fyrir því að hafa verkið á útvegg hússins hafi ekki legið fyrir.Vísir/Egill Verkið tengist nýju stjórnarskránni og er stór grænn borði með stækkaðri mynd af einum af þeim miðum sem þátttakendur á fundi stjórnlagaráðs notuðu fyrir ábendingar. „Þessi miði var ábending til Alþingis og viðkomandi þátttakandi í þjóðfundinum hafði skrifað „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðu stjórnlagaþings“,“ segir Ólafur. Hann segir alltaf hafa staðið til að eitt verk sýningarinnar yrði fyrir utan safnið. Munnlegt leyfi fyrir því að flytja verkið hafi fengist frá starfsmönnum framkvæmdasviðs Hafnarfjarðar á fimmtudag, degi áður en það var strengt upp á húsið í samstarfi við starfsmenn Hafnarborgar. „Við vinnum út frá því að hleypa samfélaginu inn á söfnin og sýningar og um leið að hleypa listinni sem við erum að sýna út fyrir veggi safnsins. Þetta höfum við til dæmis gert á íslenska skála Fenyejartvíæringsins,“ segir Ólafur. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir hins vegar að tilskilin leyfi hafi ekki legið fyrir. Hún vildi ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu en sagði að það yrði skoðað nánar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verk sem tengist ákalli um nýja stjórnarskrá er fjarlægt. Í fyrra var veggur með áletrun þess efnis háþrýstiþveginn og hreinsaður. Ólafur telur þetta vera ritskoðun. „Þetta er í fyrsta sinn sem við upplifum það á okkar tuttugu og fjögurra ára ferli að verk er með þessum hætti er fjarlægt. Verk sem við höfum leyfi fyrir. Og aldrei nokkurn tímann hefur það gerst að bæjarstjóri fyrirskipi með þessum hætti að starfsmaður bæjarins sé sendur út að morgni sunnudags, áður en listasafnið opnar, að verk sé fjarlægt í óþökk listamanna og forstöðumanns safnsins.“
Stjórnarskrá Styttur og útilistaverk Hafnarfjörður Tjáningarfrelsi Menning Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira