Magnaður Mahrez skaut City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. maí 2021 20:55 Riyad Mahrez kemur Manchester City 1-0 yfir. Matt McNulty/Getty Images Manchester City vann 2-0 sigur á París-Saint Germain í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Man City vann einvígið þar með 4-1 og er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Athygli vakti að Kylian Mbappé hóf leikinn á varamannabekk París Saint-Germain en Frakkinn hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið og var því ekki tilbúinn í 90 mínútur í kvöld. Skömmu fyrir leik dundi haglél niður á Etihad-völlinn í Manchester og er leikur hófst hafði aðeins verið rétt skafað markteigum vallarins. Því mátti búast við að liðin yrðu í smá tíma að ná takti enda vilja bæði lið sem spila boltanum meðfram jörðinni. It's May pic.twitter.com/DGruzr81AS— Football on BT Sport (@btsportfootball) May 4, 2021 Það voru heimamenn sem voru fljótari að finna taktinn þó leikurinn hafi ekki verið nein flugeldasýning í upphafi. Þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar átti Manchester City góða skyndisókn sem hófst með því að Ederson sendi hárfínan bolta upp vinstri vænginn þar sem Oleksandr Zinchenko náði boltanum. Zinchenko renndi boltanum á Kevin De Bruyne sem átti skot rétt fyrir utan teig. Boltinn í varnarmann og til hægri þar sem Riyad Mahrez var fyrstur að átta sig og þrumaði honum í netið úr þröngu færi. Mögulega hefði Kaylor Navas átt að gera betur en heimamenn komnir 1-0 yfir og þar með 3-1 yfir í einvíginu. #UCL pic.twitter.com/aJkXgd7wQn— Goal (@goal) May 4, 2021 Fyrirliði Parísarliðsins, Marquinhos, komst næst því að jafna metin er hann skallaði fyrirgjöf frá vinstri hátt upp í loftið og boltinn endaði í þverslánni. Fyrir utan það voru heimamenn með allt á hreinu í fyrri hálfleik og staðan því enn 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur hófst líkt og sá fyrri. Mikið um stöðubaráttur og lítið í gangi. Það er þangað rúm klukkustund var liðin. De Bruyne og Phil Foden áttu þá stórbrotinn samleik upp vinstri vænginn. Foden var nánast kominn upp að endalínu þegar hann gaf fyrir á Mahrez - hvern annan? – sem negldi knettinum í netið. Annað mark Mahrez, annað mark Manchester City, staðan orðin 2-0 og sætið í úrslitum svo gott sem tryggt enda City komið 4-1 yfir í einvíginu. Á 69. mínútu fór PSG úr öskunni í eldinn en Angel Di Maria fékk þá beint rautt spjald fyrir að traðka á Fernandinho utan vallar. Í kjölfarið sauð allt upp úr og fékk Marco Veratti ásamt Zinchenko gult spjald. It s all falling apart for PSG. pic.twitter.com/2mWYBSoROV— B/R Football (@brfootball) May 4, 2021 Leikmenn PSG virtust missa hausinn í kjölfarið og heimamenn sóttu án afláts. Foden átti meðal annars skot í stöng sem og De Bruyne átti nokkrar tilraunir. Ekkert af þeim rataði í netið en það kom alls ekki að sök. Lokatölur á Etihad-vellinum 2-0 City í vil og lokatölur einvígisins 4-1 lærisveinum Pep Guardiola í vil. Manchester City þar með komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í sögunni. Á morgun kemur í ljós hvort Real Madrid eða Chelsea mæti þeim í úrslitaleiknum sem fram fer á Atatürk Olympic-vellinum í Tyrklandi þann 29. maí. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Fótbolti
Manchester City vann 2-0 sigur á París-Saint Germain í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Man City vann einvígið þar með 4-1 og er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Athygli vakti að Kylian Mbappé hóf leikinn á varamannabekk París Saint-Germain en Frakkinn hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið og var því ekki tilbúinn í 90 mínútur í kvöld. Skömmu fyrir leik dundi haglél niður á Etihad-völlinn í Manchester og er leikur hófst hafði aðeins verið rétt skafað markteigum vallarins. Því mátti búast við að liðin yrðu í smá tíma að ná takti enda vilja bæði lið sem spila boltanum meðfram jörðinni. It's May pic.twitter.com/DGruzr81AS— Football on BT Sport (@btsportfootball) May 4, 2021 Það voru heimamenn sem voru fljótari að finna taktinn þó leikurinn hafi ekki verið nein flugeldasýning í upphafi. Þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar átti Manchester City góða skyndisókn sem hófst með því að Ederson sendi hárfínan bolta upp vinstri vænginn þar sem Oleksandr Zinchenko náði boltanum. Zinchenko renndi boltanum á Kevin De Bruyne sem átti skot rétt fyrir utan teig. Boltinn í varnarmann og til hægri þar sem Riyad Mahrez var fyrstur að átta sig og þrumaði honum í netið úr þröngu færi. Mögulega hefði Kaylor Navas átt að gera betur en heimamenn komnir 1-0 yfir og þar með 3-1 yfir í einvíginu. #UCL pic.twitter.com/aJkXgd7wQn— Goal (@goal) May 4, 2021 Fyrirliði Parísarliðsins, Marquinhos, komst næst því að jafna metin er hann skallaði fyrirgjöf frá vinstri hátt upp í loftið og boltinn endaði í þverslánni. Fyrir utan það voru heimamenn með allt á hreinu í fyrri hálfleik og staðan því enn 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur hófst líkt og sá fyrri. Mikið um stöðubaráttur og lítið í gangi. Það er þangað rúm klukkustund var liðin. De Bruyne og Phil Foden áttu þá stórbrotinn samleik upp vinstri vænginn. Foden var nánast kominn upp að endalínu þegar hann gaf fyrir á Mahrez - hvern annan? – sem negldi knettinum í netið. Annað mark Mahrez, annað mark Manchester City, staðan orðin 2-0 og sætið í úrslitum svo gott sem tryggt enda City komið 4-1 yfir í einvíginu. Á 69. mínútu fór PSG úr öskunni í eldinn en Angel Di Maria fékk þá beint rautt spjald fyrir að traðka á Fernandinho utan vallar. Í kjölfarið sauð allt upp úr og fékk Marco Veratti ásamt Zinchenko gult spjald. It s all falling apart for PSG. pic.twitter.com/2mWYBSoROV— B/R Football (@brfootball) May 4, 2021 Leikmenn PSG virtust missa hausinn í kjölfarið og heimamenn sóttu án afláts. Foden átti meðal annars skot í stöng sem og De Bruyne átti nokkrar tilraunir. Ekkert af þeim rataði í netið en það kom alls ekki að sök. Lokatölur á Etihad-vellinum 2-0 City í vil og lokatölur einvígisins 4-1 lærisveinum Pep Guardiola í vil. Manchester City þar með komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í sögunni. Á morgun kemur í ljós hvort Real Madrid eða Chelsea mæti þeim í úrslitaleiknum sem fram fer á Atatürk Olympic-vellinum í Tyrklandi þann 29. maí. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti