„Ég skall í gólfið, froðufelldi og missti meðvitund“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. maí 2021 13:30 Jón Gnarr var gestur í hlaðvarpinu 24/7. „Af því að ég er með ADHD og er ofvirkur, get ég verið ótrúlega duglegur. Ég get unnið að verkefnum án þess að hvíla mig, jafn vel dögum saman,“ segir Jón Gnarr. Þegar hann var 19 eða 20 ára tók hann hvíldarlítið tímabil og varð hann alveg búinn á því sem hafði töluverðar afleiðingar í för með sér. „Það var svo gaman, það var svo mikið að gerast og svo margt í gangi. Ég hafði bara engan tíma til að sofa. Þannig að ég svaf eiginlega ekki neitt allt sumarið og þetta endaði með því að ég fékk flogakast um miðjan dag, var að horfa á sjónvarpið á miðjum sunnudegi. Það er það síðasta sem ég man.“ Endurræsti lífið Listamaðurinn, grínistinn, leikarinn og fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur er nýjasti viðmælandinn í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs. Þar ræddi hann flogakastið sem endurræsti lífið hans. „Ég skall í gólfið, froðufelldi og missti meðvitund og allt og var fluttur í sjúkrabíl og rankaði svo við mér og mundi ekkert eftir þessu. Síðasta sem ég mundi var að ég var að horfa á þátt.“ Jón var þá staddur á setustofu geðdeildarinnar sem hann starfaði á. „Þegar ég vaknaði eftir þetta þá var eins svo mikið af einhverju uppsöfnuðu dóti í sálinni og hausnum á mér sem var farið. Ég rifja þetta alltaf upp þegar ég er að endurræsa tölvu eða síma, mér finnst þetta svo svipað. Oft þegar ég er með eitthvað bögg í einhverju tæki, þá get ég bara endurræst það eða bara sett það upp á nýtt og oft þá hverfur eitthvað af sjálfu sér. Mér finnst einhvern veginn að svolítið sama gerðist fyrir mig. Þetta var mjög persónulegt og gat ekki útskýrt fyrir neinum.“ View this post on Instagram A post shared by Jón Gnarr (@jongnarr) Öðruvísi tilgangur Jón segir að þetta flogakast hafi á vissan hátt verið ákveðin endurfæðing. „Ég fór þá eftir það með einhverskonar ný markmið. Það var svo margt sem ég hafði verið að gera eða hafði verið upptekinn af sem ég hafði ekki lengur og mér fannst bara gott að losna við það og fá nýtt í staðinn.“ Þetta hafði líka áhrif á hans forgangsröðun í lífinu. Hann var ekki lengur upptekinn af öllu sem var dinglandi fyrir framan hann heldur fór hann að reyna horfa lengra og sjá eitthvað annað og stærra og merkilegra en það. „Svona öðruvísi tilgangur. Oft verður fólk svo hugfangið að einhverju sem það er að gera að það missir sjónar á svo mörgu öðru. Svo er það ekki bara fyrr en fólk skellur á vegg eða eitthvað að það áttar sig á því að það er búið að vera eyða rosa miklum tíma og orku í eitthvað sem kannski skiptir kannski ekkert neitt stóru máli.Fólk verður oft áfram í einhverri fullvissu um að það sé að gera eitthvað sem er algjörlega stórkostlegt og það skiptir engu máli hvað aðrir segja.“ Hvað skiptir máli? Jón líkir þessu við fíkn. Það er talað um í fíknum að fólk geti ekki hætt fyrr en það finnur botninn sinn. „Það er svolítið þetta. Að vera kominn á botninn eða skella á vegg. Stundum er það bara þannig að áföll og slys til dæmis geta haft afgerandi áhrif á það hvernig við sjáum lífið. Margt fólk lendir í einhverjum slysum og áföllum og kemur bara breytt út úr því. Það er eitthvað farið en það er eitthvað annað komið í staðinn.“ Margir geri á þessum tímapunkti einhvers konar verðmætamat. Hvað er það sem skiptir máli? „Það verður oft augljósara í svona aðstæðum.“ Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Jón ræðir líka um leikarastarfið, sem hann segir að geti oft á tíðum verið „drullu erfitt“ og margt við það leiðinlegt eins og fundir, að læra texta og þess háttar. „Þegar ég var að leika Georg Bjarnfreðarson var svo mikill texti og þegar ég var búinn að leika, því hann er karakter sem er alltaf á fullu blasti og við erum kannski að taka tíu klukkutíma á dag. Frá níu á morgni til níu að kvöldi og ég er gjörsamlega búinn, búinn að vera öskrandi og þarf að taka þetta aftur og aftur. Öskrandi, hlaupandi eitthvað og síðan þegar þetta búið þá hendir maður í sig samloku og síðan þarf ég að fara læra textann fyrir næsta dag.“ Hann segir líka að það að láta ekki utanaðkomandi hluti hafa áhrif á sig geti oft verið erfitt. „Af því að sem leikari þarftu að varpa af þér alls konar utanaðkomandi hlutum sem eru kannski bara sem eru virkilega þrúgandi, þú getur verið að rífast við makann þinn og farið síðan beint í senu að leika rosa kátur. Eða veikindi þín og annarra og þetta getur verið drullu erfitt.“ Jón Gnarr fór á kostum í hlutverki sínu í þáttunum Eurogarðurinn.Mynd/Ísland í dag Langar tökunætur í frostinu Jón segir að það sé líka stundum hægt að fá útrás í leiklistinni fyrir ákveðnar tilfinningar. Hann nefnir líka annan galla við það að vera leikari á Íslandi, það sé alltaf svo ógeðslega kalt hérna. „60 prósent af góðu veðri er gluggaveður. Lúkkar rosa næs en er það ekki. Ég hef svo margoft verið rúmliggjandi veikur eftir að hafa leikið einhverjar útisenur þar sem ég er á léttri skyrtu og það er kannski þriggja stiga hiti og það þarf að gera þetta aftur og aftur. Ég man sérstaklega eftir þessu þegar við vorum að taka Næturvaktina.“ Á milli þess sem Jón tók upp senur sat hann fyrir framan hitablásara. „Þetta var tekið í febrúar og þetta var einstakur frostavetur. Það var tíu, fimmtán stiga frost og þetta var tekið á nóttunni. Viku eftir viku. Georg Bjarnfreðarson var í einhverri vinnuskyrtu, jafnvel með uppbrettar ermar með ekkert hár, það var búið að raka af mér allt hárið. Svo átti ég bara að vera úti. Þetta var martröð.“ Í þættum ræðir Jón um upprisuna sína í lífinu eftir erfiða æsku, hvernig grínið er kjarni í hver hann er, harkið sem fylgir því að vera leikari, trúleysi, kærleika, muninn á að segja og gera, umhverfismál, mikilvægi íslenskunnar og margt margt fleira. Þú getur séð þáttinn í fullri lengd í spilaranum hér ofar í fréttinni eða undir nafninu 24/7 á Spotify, Youtube og helstu hlaðvarpsveitum. Menning Bíó og sjónvarp 24/7 með Begga Ólafs Tengdar fréttir Útskúfunin hættulegri þessum einstaklingum en fitan „Ég er komin á þann stað, að ef þú ætlar ekki að fræða þig og ef þú ætlar ekki að gera betur, nennirðu að sleppa því að tala. Bara plís,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir um fitufordóma. 29. apríl 2021 08:30 „Vond uppskrift af hamingju í lífinu að biðja um að það sé allt öðruvísi“ „Lífið er erfitt og ég nota þetta oft á börnin mín að það sé of mikið að gera í skólanum eða prófið hafi verið ósanngjarnt eða hvað sem það kann að vera,“ segir Bjarni Ben er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. 27. apríl 2021 16:31 „Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum“ Ábyrgðin sem börn og unglingar bera í dag er rosalega takmörkuð, að mati söngvarans Friðriks Dórs Jónssonar. Sjálfur er hann faðir og telur að á ákveðnum sviðum séum við komin í algjöra þvælu. 21. apríl 2021 13:31 „Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Þegar hann var 19 eða 20 ára tók hann hvíldarlítið tímabil og varð hann alveg búinn á því sem hafði töluverðar afleiðingar í för með sér. „Það var svo gaman, það var svo mikið að gerast og svo margt í gangi. Ég hafði bara engan tíma til að sofa. Þannig að ég svaf eiginlega ekki neitt allt sumarið og þetta endaði með því að ég fékk flogakast um miðjan dag, var að horfa á sjónvarpið á miðjum sunnudegi. Það er það síðasta sem ég man.“ Endurræsti lífið Listamaðurinn, grínistinn, leikarinn og fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur er nýjasti viðmælandinn í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs. Þar ræddi hann flogakastið sem endurræsti lífið hans. „Ég skall í gólfið, froðufelldi og missti meðvitund og allt og var fluttur í sjúkrabíl og rankaði svo við mér og mundi ekkert eftir þessu. Síðasta sem ég mundi var að ég var að horfa á þátt.“ Jón var þá staddur á setustofu geðdeildarinnar sem hann starfaði á. „Þegar ég vaknaði eftir þetta þá var eins svo mikið af einhverju uppsöfnuðu dóti í sálinni og hausnum á mér sem var farið. Ég rifja þetta alltaf upp þegar ég er að endurræsa tölvu eða síma, mér finnst þetta svo svipað. Oft þegar ég er með eitthvað bögg í einhverju tæki, þá get ég bara endurræst það eða bara sett það upp á nýtt og oft þá hverfur eitthvað af sjálfu sér. Mér finnst einhvern veginn að svolítið sama gerðist fyrir mig. Þetta var mjög persónulegt og gat ekki útskýrt fyrir neinum.“ View this post on Instagram A post shared by Jón Gnarr (@jongnarr) Öðruvísi tilgangur Jón segir að þetta flogakast hafi á vissan hátt verið ákveðin endurfæðing. „Ég fór þá eftir það með einhverskonar ný markmið. Það var svo margt sem ég hafði verið að gera eða hafði verið upptekinn af sem ég hafði ekki lengur og mér fannst bara gott að losna við það og fá nýtt í staðinn.“ Þetta hafði líka áhrif á hans forgangsröðun í lífinu. Hann var ekki lengur upptekinn af öllu sem var dinglandi fyrir framan hann heldur fór hann að reyna horfa lengra og sjá eitthvað annað og stærra og merkilegra en það. „Svona öðruvísi tilgangur. Oft verður fólk svo hugfangið að einhverju sem það er að gera að það missir sjónar á svo mörgu öðru. Svo er það ekki bara fyrr en fólk skellur á vegg eða eitthvað að það áttar sig á því að það er búið að vera eyða rosa miklum tíma og orku í eitthvað sem kannski skiptir kannski ekkert neitt stóru máli.Fólk verður oft áfram í einhverri fullvissu um að það sé að gera eitthvað sem er algjörlega stórkostlegt og það skiptir engu máli hvað aðrir segja.“ Hvað skiptir máli? Jón líkir þessu við fíkn. Það er talað um í fíknum að fólk geti ekki hætt fyrr en það finnur botninn sinn. „Það er svolítið þetta. Að vera kominn á botninn eða skella á vegg. Stundum er það bara þannig að áföll og slys til dæmis geta haft afgerandi áhrif á það hvernig við sjáum lífið. Margt fólk lendir í einhverjum slysum og áföllum og kemur bara breytt út úr því. Það er eitthvað farið en það er eitthvað annað komið í staðinn.“ Margir geri á þessum tímapunkti einhvers konar verðmætamat. Hvað er það sem skiptir máli? „Það verður oft augljósara í svona aðstæðum.“ Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Jón ræðir líka um leikarastarfið, sem hann segir að geti oft á tíðum verið „drullu erfitt“ og margt við það leiðinlegt eins og fundir, að læra texta og þess háttar. „Þegar ég var að leika Georg Bjarnfreðarson var svo mikill texti og þegar ég var búinn að leika, því hann er karakter sem er alltaf á fullu blasti og við erum kannski að taka tíu klukkutíma á dag. Frá níu á morgni til níu að kvöldi og ég er gjörsamlega búinn, búinn að vera öskrandi og þarf að taka þetta aftur og aftur. Öskrandi, hlaupandi eitthvað og síðan þegar þetta búið þá hendir maður í sig samloku og síðan þarf ég að fara læra textann fyrir næsta dag.“ Hann segir líka að það að láta ekki utanaðkomandi hluti hafa áhrif á sig geti oft verið erfitt. „Af því að sem leikari þarftu að varpa af þér alls konar utanaðkomandi hlutum sem eru kannski bara sem eru virkilega þrúgandi, þú getur verið að rífast við makann þinn og farið síðan beint í senu að leika rosa kátur. Eða veikindi þín og annarra og þetta getur verið drullu erfitt.“ Jón Gnarr fór á kostum í hlutverki sínu í þáttunum Eurogarðurinn.Mynd/Ísland í dag Langar tökunætur í frostinu Jón segir að það sé líka stundum hægt að fá útrás í leiklistinni fyrir ákveðnar tilfinningar. Hann nefnir líka annan galla við það að vera leikari á Íslandi, það sé alltaf svo ógeðslega kalt hérna. „60 prósent af góðu veðri er gluggaveður. Lúkkar rosa næs en er það ekki. Ég hef svo margoft verið rúmliggjandi veikur eftir að hafa leikið einhverjar útisenur þar sem ég er á léttri skyrtu og það er kannski þriggja stiga hiti og það þarf að gera þetta aftur og aftur. Ég man sérstaklega eftir þessu þegar við vorum að taka Næturvaktina.“ Á milli þess sem Jón tók upp senur sat hann fyrir framan hitablásara. „Þetta var tekið í febrúar og þetta var einstakur frostavetur. Það var tíu, fimmtán stiga frost og þetta var tekið á nóttunni. Viku eftir viku. Georg Bjarnfreðarson var í einhverri vinnuskyrtu, jafnvel með uppbrettar ermar með ekkert hár, það var búið að raka af mér allt hárið. Svo átti ég bara að vera úti. Þetta var martröð.“ Í þættum ræðir Jón um upprisuna sína í lífinu eftir erfiða æsku, hvernig grínið er kjarni í hver hann er, harkið sem fylgir því að vera leikari, trúleysi, kærleika, muninn á að segja og gera, umhverfismál, mikilvægi íslenskunnar og margt margt fleira. Þú getur séð þáttinn í fullri lengd í spilaranum hér ofar í fréttinni eða undir nafninu 24/7 á Spotify, Youtube og helstu hlaðvarpsveitum.
Menning Bíó og sjónvarp 24/7 með Begga Ólafs Tengdar fréttir Útskúfunin hættulegri þessum einstaklingum en fitan „Ég er komin á þann stað, að ef þú ætlar ekki að fræða þig og ef þú ætlar ekki að gera betur, nennirðu að sleppa því að tala. Bara plís,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir um fitufordóma. 29. apríl 2021 08:30 „Vond uppskrift af hamingju í lífinu að biðja um að það sé allt öðruvísi“ „Lífið er erfitt og ég nota þetta oft á börnin mín að það sé of mikið að gera í skólanum eða prófið hafi verið ósanngjarnt eða hvað sem það kann að vera,“ segir Bjarni Ben er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. 27. apríl 2021 16:31 „Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum“ Ábyrgðin sem börn og unglingar bera í dag er rosalega takmörkuð, að mati söngvarans Friðriks Dórs Jónssonar. Sjálfur er hann faðir og telur að á ákveðnum sviðum séum við komin í algjöra þvælu. 21. apríl 2021 13:31 „Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Útskúfunin hættulegri þessum einstaklingum en fitan „Ég er komin á þann stað, að ef þú ætlar ekki að fræða þig og ef þú ætlar ekki að gera betur, nennirðu að sleppa því að tala. Bara plís,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir um fitufordóma. 29. apríl 2021 08:30
„Vond uppskrift af hamingju í lífinu að biðja um að það sé allt öðruvísi“ „Lífið er erfitt og ég nota þetta oft á börnin mín að það sé of mikið að gera í skólanum eða prófið hafi verið ósanngjarnt eða hvað sem það kann að vera,“ segir Bjarni Ben er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. 27. apríl 2021 16:31
„Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum“ Ábyrgðin sem börn og unglingar bera í dag er rosalega takmörkuð, að mati söngvarans Friðriks Dórs Jónssonar. Sjálfur er hann faðir og telur að á ákveðnum sviðum séum við komin í algjöra þvælu. 21. apríl 2021 13:31
„Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið