Umfjöllun: Tindastóll - Þróttur 1-1 | Úrvalsdeildarævintýrið hófst á grátlegu jafntefli Valur Páll Eiríksson skrifar 5. maí 2021 20:00 Þróttur náði í stig í uppbótartíma. Tindastóll og Þróttur Reykjavík skildu jöfn, 1-1, í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Tindastóll komst grátlega nálægt sigri í sínum fyrsta leik í efstu deild en aukaspyrnumark í uppbótartíma bjargaði stigi fyrir Þrótt. Mikill kraftur var í báðum liðum frá upphafi í dag en Þróttur var sterkara liðið úti á velli. Liðið hafði skapað sér góðar stöður og ágætis færi, það besta dauðafæri Katherine Cousins eftir 27 mínútna leik þegar Amber Kristin Michel sá við henni. Tindastólsliðið var heldur sundurslitið en mikil hætta var þó af Jacqueline Altschuld þegar hún fékk svæði á vallarhelmingi Þróttara. Fyrsta marktilraun Tindastóls kom ekki fyrr en eftir rúmlega hálftíma leik frá Murielle Tiernan sem var varin í horn. Hornspyrnuna tók Laufey Harpa Halldórsdóttir og áttu Þróttarar í vandræðum með að koma boltanum frá. Hann fell fyrir Hugrúnu Pálsdóttur sem kom Tindastóli yfir með marki af stuttu færi. Þróttur fékk fín færi til að jafna fyrir hléið en Tindastóll leiddi 1-0. Samskonar sögu var að segja af síðari hálfleiknum. Tindastóll lá til baka og Þróttur stýrði ferðinni úti á velli. Gestunum tókst hins vegar bölvanlega að skapa sér færi gegn sterkri vörn Tindastóls og þegar það tókst var Amber ávallt vandanum vaxin í markinu. Það dró ekki til tíðinda fyrr en í uppbótartíma þegar Katherine Cousins tókst að jafna leikinn fyrir Þrótt með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu af um 20 metra færi. Eftir yfir tug markvarsla í leiknum kom Amber engum vörnum við þrumuskotinu. Það dugði Þrótturum til 1-1 jafnteflis í hörkuleik. Leikmenn Tindastóls grátlega nálægt sigri í sínum fyrsta leik í efstu deild og gengu niðurlútar af velli eftir frábæra varnarframmistöðu. Bæði lið eru því með eitt stig eftir fyrstu umferðina. Af hverju var jafnt? Katherine Cousins tryggði Þrótti stig á ögurstundu eftir frábæra varnarframmistöðu Tindastóls í síðari hálfleik. Hverjar stóðu upp úr? Amber Kristin Michel var frábær í marki Tindastóls. Varði ekki einungis úr færum Þróttar í fyrri hálfleik heldur komst vel frá öllum aðgerðum, greip oft vel inn í fyrirgjafir og átti teiginn. Óheppin að fá á sig markið undir lokin. Katherine Cousins fór fyrir sóknarleik Þróttar og skapaði ávallt hættu með góðum hlaupum sínum með bolta á miðjunni. Skorar frábært jöfnunarmark að auki. Hvað gekk illa? Shaelan Murison, nýr framherji Þróttar, átti sínar rispur en ákvarðanataka hennar í teig Tindastóls var ekki til fyrirmyndar. Fór oftar en einu sinni illa með góðar stöður og átti ekki sinn besta dag fyrir framan markið. Sóknarleikur Þróttar almennt, í síðari hálfleik, gekk ekki vel. Vörn Tindastóls var góð og föst fyrir en sendingar á síðasta þriðjungi, sem og ákvarðanataka, var ábótavant. Murielle Tiernan, sem skoraði 49 mörk á síðustu tveimur tímabilum Tindastóls í næst efstu deild, sýndi mikla baráttu í framlínu þeirra en fátt annað kom út úr henni. Hún vonast eflaust til að geta skrefið upp í efstu deild til fulls. Hvað gerist næst? Þróttur mætir Íslandsmeistaraefnum Vals í Laugardal á mánudagskvöld en Tindastóll spilar við Fylki í Árbæ á þriðjudagskvöld. Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Þróttur Reykjavík
Tindastóll og Þróttur Reykjavík skildu jöfn, 1-1, í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Tindastóll komst grátlega nálægt sigri í sínum fyrsta leik í efstu deild en aukaspyrnumark í uppbótartíma bjargaði stigi fyrir Þrótt. Mikill kraftur var í báðum liðum frá upphafi í dag en Þróttur var sterkara liðið úti á velli. Liðið hafði skapað sér góðar stöður og ágætis færi, það besta dauðafæri Katherine Cousins eftir 27 mínútna leik þegar Amber Kristin Michel sá við henni. Tindastólsliðið var heldur sundurslitið en mikil hætta var þó af Jacqueline Altschuld þegar hún fékk svæði á vallarhelmingi Þróttara. Fyrsta marktilraun Tindastóls kom ekki fyrr en eftir rúmlega hálftíma leik frá Murielle Tiernan sem var varin í horn. Hornspyrnuna tók Laufey Harpa Halldórsdóttir og áttu Þróttarar í vandræðum með að koma boltanum frá. Hann fell fyrir Hugrúnu Pálsdóttur sem kom Tindastóli yfir með marki af stuttu færi. Þróttur fékk fín færi til að jafna fyrir hléið en Tindastóll leiddi 1-0. Samskonar sögu var að segja af síðari hálfleiknum. Tindastóll lá til baka og Þróttur stýrði ferðinni úti á velli. Gestunum tókst hins vegar bölvanlega að skapa sér færi gegn sterkri vörn Tindastóls og þegar það tókst var Amber ávallt vandanum vaxin í markinu. Það dró ekki til tíðinda fyrr en í uppbótartíma þegar Katherine Cousins tókst að jafna leikinn fyrir Þrótt með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu af um 20 metra færi. Eftir yfir tug markvarsla í leiknum kom Amber engum vörnum við þrumuskotinu. Það dugði Þrótturum til 1-1 jafnteflis í hörkuleik. Leikmenn Tindastóls grátlega nálægt sigri í sínum fyrsta leik í efstu deild og gengu niðurlútar af velli eftir frábæra varnarframmistöðu. Bæði lið eru því með eitt stig eftir fyrstu umferðina. Af hverju var jafnt? Katherine Cousins tryggði Þrótti stig á ögurstundu eftir frábæra varnarframmistöðu Tindastóls í síðari hálfleik. Hverjar stóðu upp úr? Amber Kristin Michel var frábær í marki Tindastóls. Varði ekki einungis úr færum Þróttar í fyrri hálfleik heldur komst vel frá öllum aðgerðum, greip oft vel inn í fyrirgjafir og átti teiginn. Óheppin að fá á sig markið undir lokin. Katherine Cousins fór fyrir sóknarleik Þróttar og skapaði ávallt hættu með góðum hlaupum sínum með bolta á miðjunni. Skorar frábært jöfnunarmark að auki. Hvað gekk illa? Shaelan Murison, nýr framherji Þróttar, átti sínar rispur en ákvarðanataka hennar í teig Tindastóls var ekki til fyrirmyndar. Fór oftar en einu sinni illa með góðar stöður og átti ekki sinn besta dag fyrir framan markið. Sóknarleikur Þróttar almennt, í síðari hálfleik, gekk ekki vel. Vörn Tindastóls var góð og föst fyrir en sendingar á síðasta þriðjungi, sem og ákvarðanataka, var ábótavant. Murielle Tiernan, sem skoraði 49 mörk á síðustu tveimur tímabilum Tindastóls í næst efstu deild, sýndi mikla baráttu í framlínu þeirra en fátt annað kom út úr henni. Hún vonast eflaust til að geta skrefið upp í efstu deild til fulls. Hvað gerist næst? Þróttur mætir Íslandsmeistaraefnum Vals í Laugardal á mánudagskvöld en Tindastóll spilar við Fylki í Árbæ á þriðjudagskvöld.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti