Fengu viðurkenningu fyrir tíu milljón streymi á Spotify Ritstjórn Albúmm.is skrifar 6. maí 2021 14:31 Elva Bjartey Aðalsteinsdóttir og Tómas Welding. Tónlistarfólkið Tómas Welding og ELVA (Elva Bjartey Aðalsteinsdóttir) fengu afhenda platínuplötu frá útgáfufélaginu Öldu Music fyrir 10 milljón streymi á Spotify á laginu Lifeline. Áður hefur tónlistarfólk fengið gull- og platínuplötur sem Félag hljómplötuframleiðanda gefur sem virðingarvott fyrir framúrskarandi sölu á plötum. Nú þegar neysla á tónlist hefur tekið breytingum undanfarin ár þótti Öldu Music viðeigandi að aðlaga þetta með tilliti til streymisveitna. En í þessum töluðu orðum hefur lagið verið spilað ríflega tólf milljón sinnum á Spotify. watch on YouTube Nýtt lag Út er komið nýtt lag frá Tómasi sem ber heitið Here They Come, sem hann vann í samstarfi með Pálma Ragnari. Tómas og Pálmi halda samstarfi sínu áfram en þeir hafa unnið saman að síðustu lögum Tómasar, Cop Car, Go The Distance og Lifeline. Tómas Welding er ungur leikstjóri sem dvaldi löngum stundum bakvið myndavélina og tók upp tónlistarmyndbönd þangað til hann ákvað sjálfur að prófa að stíga inn í rammann og fara að semja tónlist. Hann hefur nú þegar gefið út nokkur lög sem hafa verið vinsæl á streymisveitum, má þar nefna Goodbye sem hann gerði ásamt September og eins og áður kom fram, Cop Car, Go The Distance og Lifeline sem hann vann með Pálma Ragnari Ásgeirssyni úr StopWaitGo. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected]. Tónlist Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist
Áður hefur tónlistarfólk fengið gull- og platínuplötur sem Félag hljómplötuframleiðanda gefur sem virðingarvott fyrir framúrskarandi sölu á plötum. Nú þegar neysla á tónlist hefur tekið breytingum undanfarin ár þótti Öldu Music viðeigandi að aðlaga þetta með tilliti til streymisveitna. En í þessum töluðu orðum hefur lagið verið spilað ríflega tólf milljón sinnum á Spotify. watch on YouTube Nýtt lag Út er komið nýtt lag frá Tómasi sem ber heitið Here They Come, sem hann vann í samstarfi með Pálma Ragnari. Tómas og Pálmi halda samstarfi sínu áfram en þeir hafa unnið saman að síðustu lögum Tómasar, Cop Car, Go The Distance og Lifeline. Tómas Welding er ungur leikstjóri sem dvaldi löngum stundum bakvið myndavélina og tók upp tónlistarmyndbönd þangað til hann ákvað sjálfur að prófa að stíga inn í rammann og fara að semja tónlist. Hann hefur nú þegar gefið út nokkur lög sem hafa verið vinsæl á streymisveitum, má þar nefna Goodbye sem hann gerði ásamt September og eins og áður kom fram, Cop Car, Go The Distance og Lifeline sem hann vann með Pálma Ragnari Ásgeirssyni úr StopWaitGo. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected].
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected].
Tónlist Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist