Borgin að baki heimsfaraldurs Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 7. maí 2021 07:30 Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman er einn af fjölmörgum pistlahöfundum sem hefur gert framtíð borga að efnistökum í pistlaskrifum að undanförnu en víða má lesa dómsdagsspár um borgarsamfélög í ljósi heimsfaraldursins og tækniframfara sem gera fólki kleift að sinna störfum sínum óháð staðsetningu. Í nýlegum pistli í New York Times rifjar Krugman upp svipaða umræðu um dauða bókarinnar og bókabúða frá síðasta áratug þegar rafbókaformið var að ryðja sér til rúms. Nú mörgum árum síðar lifir bókin góðu lífi og sölutölur sýna svart á hvítu að rafbókasala er aðeins brot af heildarsölu bóka á heimsvísu. Ljóst er að fólk vill ennþá handleika bækur og lesa texta af blaði frekar en skjá þrátt fyrir öra tækniþróun og sífellt fullkomnari spjaldtölvur og snjallsíma. Á sama tíma hefur hinsvegar bóksalan sjálf tekið miklum breytingum, stórar bókabúðarkeðjur hafa skroppið saman og jafnvel endað í gjaldþroti á meðan Amazon og aðrir vefrisar tröllríða markaðnum með algrímið að vopni og straumlínulagaðar heimsendingar. Hagræðið af því að panta bók af netinu og fá hana senda upp að dyrum á næstu 24 klukkustundum er óumdeilanlegt en vekur jafnframt upp spurningar um afhverju lesandinn vill þá ekki frekar hlaða bókinni niður á 24 sekúndum í stað þess að bíða eftir bókinni sjálfri yfir höfuð? Ofan á þetta allt saman bendir síðan margt til þess að sjálfstæðar bókabúðir lifi enn góðu lífi þrátt fyrir tilkomu tæknirisanna og fall stóru keðjanna. Krugman, líkt og fleiri veltir fyrir sér hvað veldur þessari þróun sem um margt virðist einkennast af talsverðum þversögnum. Sjálfur telur hann svarið felast í forvitni mannsins til að sjá og upplifa eitthvað nýtt. Hver kannast ekki við að slysast inn í litla og heillandi bókabúð og enda á að kaupa bók sem einhvern veginn kallaði á mann þrátt fyrir að maður hefði aldrei heyrt hennar eða höfundar hennar getið áður? Það er eitthvað sjarmerandi og ævinlega spennandi við að finna eitthvað sem maður var ekki að leita að. Nú þegar margir spá endalokum fjölmennra vinnustaða og og iðandi stórborga er ekki úr vegi að leiða hugann að dómsdagsspám fyrri tíma. Á endanum virðist mannlegt eðli hafa vinninginn, allt þetta órökrétta og óáþreifanlega sem gerir okkur að manneskjum sem sækja í upplifanir, samveru og allskyns áreiti og örvun sem tölvuskjáir og tæknilausnir koma aldrei í staðinn fyrir. Við munum sjá þetta ljóslifandi um leið og veisluhald verður leyft á ný. Einhvern veginn, þrátt fyrir ólíkar aðstæður og húsakynni, er alltaf besta stemningin í eldhúsinu jafnvel þótt þar séu mestu þrengslin, háværasta og skoðanaglaðasta fólkið sem allt virðist við það að leysa lífsgátuna fyrir alla aðra en sjálfa sig. Galdurinn verður til við návígið sem fangar fjölbreytileikann og dregur fram ný sjónarhorn sem erfitt er að horfa framhjá þegar mute takkinn er ekki við höndina. Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Skipulag Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman er einn af fjölmörgum pistlahöfundum sem hefur gert framtíð borga að efnistökum í pistlaskrifum að undanförnu en víða má lesa dómsdagsspár um borgarsamfélög í ljósi heimsfaraldursins og tækniframfara sem gera fólki kleift að sinna störfum sínum óháð staðsetningu. Í nýlegum pistli í New York Times rifjar Krugman upp svipaða umræðu um dauða bókarinnar og bókabúða frá síðasta áratug þegar rafbókaformið var að ryðja sér til rúms. Nú mörgum árum síðar lifir bókin góðu lífi og sölutölur sýna svart á hvítu að rafbókasala er aðeins brot af heildarsölu bóka á heimsvísu. Ljóst er að fólk vill ennþá handleika bækur og lesa texta af blaði frekar en skjá þrátt fyrir öra tækniþróun og sífellt fullkomnari spjaldtölvur og snjallsíma. Á sama tíma hefur hinsvegar bóksalan sjálf tekið miklum breytingum, stórar bókabúðarkeðjur hafa skroppið saman og jafnvel endað í gjaldþroti á meðan Amazon og aðrir vefrisar tröllríða markaðnum með algrímið að vopni og straumlínulagaðar heimsendingar. Hagræðið af því að panta bók af netinu og fá hana senda upp að dyrum á næstu 24 klukkustundum er óumdeilanlegt en vekur jafnframt upp spurningar um afhverju lesandinn vill þá ekki frekar hlaða bókinni niður á 24 sekúndum í stað þess að bíða eftir bókinni sjálfri yfir höfuð? Ofan á þetta allt saman bendir síðan margt til þess að sjálfstæðar bókabúðir lifi enn góðu lífi þrátt fyrir tilkomu tæknirisanna og fall stóru keðjanna. Krugman, líkt og fleiri veltir fyrir sér hvað veldur þessari þróun sem um margt virðist einkennast af talsverðum þversögnum. Sjálfur telur hann svarið felast í forvitni mannsins til að sjá og upplifa eitthvað nýtt. Hver kannast ekki við að slysast inn í litla og heillandi bókabúð og enda á að kaupa bók sem einhvern veginn kallaði á mann þrátt fyrir að maður hefði aldrei heyrt hennar eða höfundar hennar getið áður? Það er eitthvað sjarmerandi og ævinlega spennandi við að finna eitthvað sem maður var ekki að leita að. Nú þegar margir spá endalokum fjölmennra vinnustaða og og iðandi stórborga er ekki úr vegi að leiða hugann að dómsdagsspám fyrri tíma. Á endanum virðist mannlegt eðli hafa vinninginn, allt þetta órökrétta og óáþreifanlega sem gerir okkur að manneskjum sem sækja í upplifanir, samveru og allskyns áreiti og örvun sem tölvuskjáir og tæknilausnir koma aldrei í staðinn fyrir. Við munum sjá þetta ljóslifandi um leið og veisluhald verður leyft á ný. Einhvern veginn, þrátt fyrir ólíkar aðstæður og húsakynni, er alltaf besta stemningin í eldhúsinu jafnvel þótt þar séu mestu þrengslin, háværasta og skoðanaglaðasta fólkið sem allt virðist við það að leysa lífsgátuna fyrir alla aðra en sjálfa sig. Galdurinn verður til við návígið sem fangar fjölbreytileikann og dregur fram ný sjónarhorn sem erfitt er að horfa framhjá þegar mute takkinn er ekki við höndina. Höfundur er skipulagsfræðingur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun