Gerir ekki kröfu um að Kolbeinn segi af sér eða fari í leyfi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. maí 2021 17:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna, telur Kolbein Óttarson Proppé hafa tekið rétta ákvörðun með því að draga framboð sitt til baka. vísir/samsett Formaður Vinstri grænna telur að Kolbeinn Óttarsson Proppé hafi tekið rétta ákvörðun með því að draga til baka framboð sitt í prófkjöri flokksins eftir að kvartað var undan hegðun hans til fagráðs flokksins. Hún telur þó ekki ástæðu til þess að hann fari í leyfi eða segi af sér þingmennsku. Í yfirlýsingu sem Kolbeinn birti á Facebook í gær rekur hann sögu framkomu sinnar gagnvart konum og greinir frá því að kvartað hafi verið undan hegðuninni til fagráðs Vinstri Grænna. Engu að síður hafi hann ákveðið að gefa kost á sér í forvali flokksins í Reykjavík. Umræðan undanfarið hafi leitt hann til endurskoðunar á því og hefur hann nú dregið framboð sitt til baka. Formaður Vinstri Grænna styður ákvörðunina. „Ég virði þá ákvörðun og tel að hann hafi tekið rétta ákvörðun,“ segir Katrín. Í svörum frá framkvæmdastjóra flokksins segir að ekki sé grunur um refsivert athæfi í málinu. Þetta sé jafnframt eina málið sem borist hafi fagráðinu frá því að það tók til starfa árið 2019. Katrín segir kvörtunina hafa borist á vormánuðum. „Og ég fékk upplýsingar um hana skömmu síðar. En fyrirkomulagið er þannig að fagráðið er bundið trúnaði gagnvart aðilum. Þannig að í raun og veru er fyrirkomulagið þannig að formaður er bara upplýstur um að það sé mál til skoðunar,“ segir Katrín. Hún hafi ekki gert athugasemdir við framboð Kolbeins þar sem málið væri í réttum farvegi. Hún segir agavirðurlög ekki fylgja meðferð fagráðsins. „Heldur snýst þetta um að fólk fari yfir sín mál og skoði þau og geri breytingar til úrbóta.“ Hún telur ekki tilefni til þess að hann fari í leyfi eða segi af sér þingmennsku. „Ég geri ekki kröfu um það. Hann hefur tekið ákvörðun um að sækjast ekki eftir þingmennsku aftur og ég lít svo á að hann sé þá að axla ábyrgð.“ Alþingi MeToo Vinstri græn Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Í yfirlýsingu sem Kolbeinn birti á Facebook í gær rekur hann sögu framkomu sinnar gagnvart konum og greinir frá því að kvartað hafi verið undan hegðuninni til fagráðs Vinstri Grænna. Engu að síður hafi hann ákveðið að gefa kost á sér í forvali flokksins í Reykjavík. Umræðan undanfarið hafi leitt hann til endurskoðunar á því og hefur hann nú dregið framboð sitt til baka. Formaður Vinstri Grænna styður ákvörðunina. „Ég virði þá ákvörðun og tel að hann hafi tekið rétta ákvörðun,“ segir Katrín. Í svörum frá framkvæmdastjóra flokksins segir að ekki sé grunur um refsivert athæfi í málinu. Þetta sé jafnframt eina málið sem borist hafi fagráðinu frá því að það tók til starfa árið 2019. Katrín segir kvörtunina hafa borist á vormánuðum. „Og ég fékk upplýsingar um hana skömmu síðar. En fyrirkomulagið er þannig að fagráðið er bundið trúnaði gagnvart aðilum. Þannig að í raun og veru er fyrirkomulagið þannig að formaður er bara upplýstur um að það sé mál til skoðunar,“ segir Katrín. Hún hafi ekki gert athugasemdir við framboð Kolbeins þar sem málið væri í réttum farvegi. Hún segir agavirðurlög ekki fylgja meðferð fagráðsins. „Heldur snýst þetta um að fólk fari yfir sín mál og skoði þau og geri breytingar til úrbóta.“ Hún telur ekki tilefni til þess að hann fari í leyfi eða segi af sér þingmennsku. „Ég geri ekki kröfu um það. Hann hefur tekið ákvörðun um að sækjast ekki eftir þingmennsku aftur og ég lít svo á að hann sé þá að axla ábyrgð.“
Alþingi MeToo Vinstri græn Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira