Uppgjör rafhlaðbakanna Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. maí 2021 07:01 ID.3 Undanfarið hafa birst hér á Vísi umfjallanir um rafhlaðbakana Nissan Leaf, Peugeot e-208, Mini Cooper SE, Honda e, Volkswagen ID.3 og Kia e-Soul. Þeir verða bornir saman hér með það markmið að gera upp á milli þeirra og ákveða hver er bestur. Ofanritaður er meðvitaður um að mörk hlaðbaka og stallbaka eru oft og tíðum óljós og það er á gráu svæði að kalla e-Soul hlaðbak, en hann er klárlega ekki stallbakur og hann er ekki jepplingur að mati blaðamanns, það er ekki nógu hátt undir hann. Hann er því settur í flokk hlaðbaka þar sem SUV (Sport Utility Vehicle)flokkur hefur ekki eignast almennilegt heimili á íslenskri tungu, allar tillögur vel þegnar. Peugeot e-208 er reffilegur að framan með mjúkar hliðarlínur. Samanburður Mikill lúðrablástur var þegar ID.3 var kynntur til leiks, ef hann er besti mögulegi rafhlaðbakur sem Volkswagen getur smíðað þá þarf Volkswagen að hafa áhyggjur af „litlu“ leikmönnunum. Ekki það að Nissan sé lítill en Leaf hefur yfirhöndina yfir ID.3 að næstum öllu leyti. Kia e-Soul er góður bíll og það er afar, afar gott að ganga um hann en skottið er ekki stórt og fyrir bíl sem státar af hinum mikið notaða SUV stimpli þá ætti hann að vera með meira skottrými. Honda e í hleðslu. Cooper SE, e-208 og Honda e eru nær hvorum öðrum í stærð en hinum þremur. Þeir eru samt ekki síðri, þeir eru minni. Cooper SE er einn skemmtilegasti bíll sem ofanritaður hefur ekið. Honda e og e-208 eru frábærir og skemmtilegir bílar, þeir eru 5 dyra á meðan Cooper SE er þriggja dyra. Notagildið rýkur upp við það eitt að hafa afturhurðar. Mini Cooper SE Á heildina litið er Cooper SE skemmtilgasti bíllinn í þessum flokki, e-Soul bestur að setjast inn í og ganga um, Honda e er tæknivæddastur og afþreyingarkerfið er skemmtilegast í honum. Kia e-Soul á hlið. Reynsla Nissan em ákveðin brautryðjandi í fjöldaframleiðslu og sölu rafbíla hefur skilað sér í frábærum bíl, Nissan Leaf er bestur í þessum flokki og hann stendur upp úr þvögunni. Fyrstur á markað, í þessum hópi hið minnsta, skilar sér ávallt, svo lengi sem enginn annar kemur inn með byltingarkenndan bíl. Það hefur ekki gerst, nema þá auðvitað uppfærslan á Leaf sem hefur átt sér stað. Nissan Leaf.Kristinn Ásgeir Gylfason Niðurstaða og verð Niðurstaðan er einföld, Leaf er ekki með flottasta afþreyingarkerfið, hann var ekki tilkynntur með óþarfa pompi og prakt né heldur er hann að rembast við að vera eitthvað sem hann er ekki. Leaf er einfaldlega gegnheill og hann virkar sem fólksbíllinn sem hann þarf að vera og ætti að vera. Nissan hefur verið lengur í leiknum en flestir og reynslan skilar sér. Það er ástæða fyrir vinsældunum. Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent
Ofanritaður er meðvitaður um að mörk hlaðbaka og stallbaka eru oft og tíðum óljós og það er á gráu svæði að kalla e-Soul hlaðbak, en hann er klárlega ekki stallbakur og hann er ekki jepplingur að mati blaðamanns, það er ekki nógu hátt undir hann. Hann er því settur í flokk hlaðbaka þar sem SUV (Sport Utility Vehicle)flokkur hefur ekki eignast almennilegt heimili á íslenskri tungu, allar tillögur vel þegnar. Peugeot e-208 er reffilegur að framan með mjúkar hliðarlínur. Samanburður Mikill lúðrablástur var þegar ID.3 var kynntur til leiks, ef hann er besti mögulegi rafhlaðbakur sem Volkswagen getur smíðað þá þarf Volkswagen að hafa áhyggjur af „litlu“ leikmönnunum. Ekki það að Nissan sé lítill en Leaf hefur yfirhöndina yfir ID.3 að næstum öllu leyti. Kia e-Soul er góður bíll og það er afar, afar gott að ganga um hann en skottið er ekki stórt og fyrir bíl sem státar af hinum mikið notaða SUV stimpli þá ætti hann að vera með meira skottrými. Honda e í hleðslu. Cooper SE, e-208 og Honda e eru nær hvorum öðrum í stærð en hinum þremur. Þeir eru samt ekki síðri, þeir eru minni. Cooper SE er einn skemmtilegasti bíll sem ofanritaður hefur ekið. Honda e og e-208 eru frábærir og skemmtilegir bílar, þeir eru 5 dyra á meðan Cooper SE er þriggja dyra. Notagildið rýkur upp við það eitt að hafa afturhurðar. Mini Cooper SE Á heildina litið er Cooper SE skemmtilgasti bíllinn í þessum flokki, e-Soul bestur að setjast inn í og ganga um, Honda e er tæknivæddastur og afþreyingarkerfið er skemmtilegast í honum. Kia e-Soul á hlið. Reynsla Nissan em ákveðin brautryðjandi í fjöldaframleiðslu og sölu rafbíla hefur skilað sér í frábærum bíl, Nissan Leaf er bestur í þessum flokki og hann stendur upp úr þvögunni. Fyrstur á markað, í þessum hópi hið minnsta, skilar sér ávallt, svo lengi sem enginn annar kemur inn með byltingarkenndan bíl. Það hefur ekki gerst, nema þá auðvitað uppfærslan á Leaf sem hefur átt sér stað. Nissan Leaf.Kristinn Ásgeir Gylfason Niðurstaða og verð Niðurstaðan er einföld, Leaf er ekki með flottasta afþreyingarkerfið, hann var ekki tilkynntur með óþarfa pompi og prakt né heldur er hann að rembast við að vera eitthvað sem hann er ekki. Leaf er einfaldlega gegnheill og hann virkar sem fólksbíllinn sem hann þarf að vera og ætti að vera. Nissan hefur verið lengur í leiknum en flestir og reynslan skilar sér. Það er ástæða fyrir vinsældunum.
Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent