„Þær munu koma dýrvitlausar í næsta leik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. maí 2021 17:15 Lovísa Thompson var ánægð með sigurinn en býst við hörkuleik næsta sunnudag. vísir/hulda margrét „Mér fannst við spila rosalega vel, allar sem ein, í vörn og sókn - þar fannst mér vörnin mjög góð í dag. Bara góður sigur.“ sagði Lovísa Thompson, skytta Vals, eftir 25-19 sigur liðsins á Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna á Hlíðarenda í dag. Valur náði sex marka forskoti í fyrri hálfleiknum en slappur lokakafli hleypti Haukakonum inn í leikinn. Haukar skoruðu fimm mörk gegn einu á síðustu tíu mínútum hálfleiksins sem þýddi að staðan í hléi var 13-11 fyrir Val. Lovísa var spurð hvað hafi verið lagað í leikhléinu. „Það þurfti bara að halda áfram að spila góða vörn, byrja þar, og láta það svo hjálpa okkur í sókninni og fá smá sjálfstraust. Mér fannst við einmitt missa smá einbeitingu á þessum kafla en svo var þetta miklu skárra í seinni hálfleik.“ segir Lovísa sem þakkar markverðinum, Sögu Sif Gísladóttur, einnig fyrir sigurinn. „Mér fannst Saga rosalega góð í dag og mér fannst vörnin ekki síðri. Þetta var góður pakki sem hjálpaðist að í dag og ég held það hafi skilað þessum sigri.“ Þá munaði þremur mörkum á liðunum á fimm mínútna markalausum kafla seint í leiknum áður en Valskonur gerðu út af við leikinn. Lovísa þakkar það Elínu Rósu Magnúsdóttur sem skoraði tvö af síðustu þremur mörkum liðsins. „Þetta var bara áræðni. Elín Rósa kom sterk inn þegar þær komu hærra á völlinn, þannig að hún náði að splundra upp vörnina sem mér fannst gera gæfumuninn í lokin.“ Fram undan er seinni leikur liðanna á Ásvöllum á sunnudag og ljóst að Val dugir sigur til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum. „Ég myndi segja að þetta sé bara 0-0 staða aftur, þær munu koma dýrvitlausar í næsta leik og það þýðir ekkert fyrir okkur að vera með einhverja værukærð. Þetta var hörkuleikur eins og sást á mörgum köflum, þær eru með mjög góða leikmenn. Það er bara nýr leikur og ég er spennt fyrir því.“ Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Valur náði sex marka forskoti í fyrri hálfleiknum en slappur lokakafli hleypti Haukakonum inn í leikinn. Haukar skoruðu fimm mörk gegn einu á síðustu tíu mínútum hálfleiksins sem þýddi að staðan í hléi var 13-11 fyrir Val. Lovísa var spurð hvað hafi verið lagað í leikhléinu. „Það þurfti bara að halda áfram að spila góða vörn, byrja þar, og láta það svo hjálpa okkur í sókninni og fá smá sjálfstraust. Mér fannst við einmitt missa smá einbeitingu á þessum kafla en svo var þetta miklu skárra í seinni hálfleik.“ segir Lovísa sem þakkar markverðinum, Sögu Sif Gísladóttur, einnig fyrir sigurinn. „Mér fannst Saga rosalega góð í dag og mér fannst vörnin ekki síðri. Þetta var góður pakki sem hjálpaðist að í dag og ég held það hafi skilað þessum sigri.“ Þá munaði þremur mörkum á liðunum á fimm mínútna markalausum kafla seint í leiknum áður en Valskonur gerðu út af við leikinn. Lovísa þakkar það Elínu Rósu Magnúsdóttur sem skoraði tvö af síðustu þremur mörkum liðsins. „Þetta var bara áræðni. Elín Rósa kom sterk inn þegar þær komu hærra á völlinn, þannig að hún náði að splundra upp vörnina sem mér fannst gera gæfumuninn í lokin.“ Fram undan er seinni leikur liðanna á Ásvöllum á sunnudag og ljóst að Val dugir sigur til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum. „Ég myndi segja að þetta sé bara 0-0 staða aftur, þær munu koma dýrvitlausar í næsta leik og það þýðir ekkert fyrir okkur að vera með einhverja værukærð. Þetta var hörkuleikur eins og sást á mörgum köflum, þær eru með mjög góða leikmenn. Það er bara nýr leikur og ég er spennt fyrir því.“
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira