Írska heilbrigðisþjónustan á hnjánum vegna tölvuvíruss Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. maí 2021 11:58 Rotunda-fæðingarsjúkrahúsið er meðal þeirra heilbrigðisstofnana sem hafa þurft að skerða þjónustu sína. Stjórnendur opinberu heilbrigðisþjónustunnar á Írlandi hafa lokað öllum tölvukerfum og afbókað fjölda læknisheimsókna í kjölfar netárásar. Paul Reid, framkvæmdastjóri HSE, segir um að ræða tilraun til að ná í gögn sem voru geymd á netþjónum, líklega til að óska lausnargjalds. Engin krafa um lausnargjald hefði borist enn sem komið er og nú væri unnið að því að „einangra“ vandann. Reid sagði að unnið væri að því með lögreglu og netöryggissérfræðingum en um væri að ræða „alþjóðlega glæpaaðgerð“. Hann bað sjúklinga og almenning afsökunar á þeim afleiðingum sem árásin kynni að hafa. Hún mun ekki hafa áhrif á bólusetningar vegna Covid-19 né þjónustu sjúkrabifreiða. Stjórnendur nokkurra spítala frestuðu göngudeildarheimsóknum eða biðluðu til sjúklinga um að mæta ekki í bókaða tíma. Stjórnendur Rotunda-fæðingasjúkrahússins í Dublin lýsti yfir neyðarástandi og frestaði öllum tímum, nema þeirra kvenna sem komnar eru 35 vikur eða lengra á leið. Framkvæmdastjóri Rotunda sagði að vart hefði orðið óvenjulegrar „umferðar“ í tölvukerfunum kl. 2 í nótt og í kjölfarið hefði fundist vírus. Allir sjúklingar væru öruggir og árásin hefði ekki haft áhrif á lífsnauðsynlegan búnað. Starfsemin á krabbameinsdeildinni í Cork er sögð „lömuð“ og þá eru öll tölvukerfi barna- og fjölskylduþjónustunnar Tusla óvirk, að því er Guardian greinir frá. Írland Heilbrigðismál Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Paul Reid, framkvæmdastjóri HSE, segir um að ræða tilraun til að ná í gögn sem voru geymd á netþjónum, líklega til að óska lausnargjalds. Engin krafa um lausnargjald hefði borist enn sem komið er og nú væri unnið að því að „einangra“ vandann. Reid sagði að unnið væri að því með lögreglu og netöryggissérfræðingum en um væri að ræða „alþjóðlega glæpaaðgerð“. Hann bað sjúklinga og almenning afsökunar á þeim afleiðingum sem árásin kynni að hafa. Hún mun ekki hafa áhrif á bólusetningar vegna Covid-19 né þjónustu sjúkrabifreiða. Stjórnendur nokkurra spítala frestuðu göngudeildarheimsóknum eða biðluðu til sjúklinga um að mæta ekki í bókaða tíma. Stjórnendur Rotunda-fæðingasjúkrahússins í Dublin lýsti yfir neyðarástandi og frestaði öllum tímum, nema þeirra kvenna sem komnar eru 35 vikur eða lengra á leið. Framkvæmdastjóri Rotunda sagði að vart hefði orðið óvenjulegrar „umferðar“ í tölvukerfunum kl. 2 í nótt og í kjölfarið hefði fundist vírus. Allir sjúklingar væru öruggir og árásin hefði ekki haft áhrif á lífsnauðsynlegan búnað. Starfsemin á krabbameinsdeildinni í Cork er sögð „lömuð“ og þá eru öll tölvukerfi barna- og fjölskylduþjónustunnar Tusla óvirk, að því er Guardian greinir frá.
Írland Heilbrigðismál Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira