Eldræða Arnars um leikbann Hlyns: Misgáfulegir sófasérfræðingar væla út leikbann á samfélagsmiðlum Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2021 23:10 Arnar hafði ýmislegt að segja um leikbann Hlyns Bæringssonar. Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var ósáttur með tapið gegn Grindvíkingum í kvöld. Hann hafði sitt að segja um leikbannið sem Hlynur Bæringsson var dæmdur í og gagnrýndi vinnubrögð Körfuknattleikssambandsins harðlega. „Grindvíkingar komu út mjög ákveðnir strax í upphafi. Þeir voru með gott sóknarplan í dag og fengu auðveldar körfur í byrjun. Við vorum kærulausir og fengum körfur í bakið. Við erum að elta og náum aldrei neinum tökum á þeim það sem eftir er.“ Eins og flestir vita var Hlynur Bæringsson dæmdur í leikbann í dag eftir atvik í fyrsta leik liðanna á laugardaginn. Arnar var mjög gagnrýninn á vinnubrögðin í kringum það mál. „Númer eitt er ég ósammála dómnum. Þarna eru tveir menn á fleygiferð og hann lemur hann ekki í höfuðið. Númer tvö þá er þetta kerfi okkar ekki gott. Loksins fengu Grindvíkingar kannski að vera réttu megin í þessum sirkus. Í fyrra þá var Seth LeDay dæmdur í bann þremur leikjum eftir á í staðinn fyrir að það væri gert strax sem eru eðlileg vinnubrögð.“ „Einhver formgalli gerði það til dæmis að verkum að Glenn Robinson, sem er á Hornafirði núna, spilaði á móti Grindavík þegar hann hefði átt að vera í banni. Mér finnst vinnubrögðin ekki góð. Við fengum að vita klukkan tólf í dag að Hlynur yrði í banni.“ „Þetta er séríslenskt dæmi“ Arnar vill að kerfið sé lagfært.Vísir / Vilhelm Arnar vill meina að uppfæra þurfi reglurnar á Íslandi sem snúa að því hversu mikið þarf til að menn séu dæmdir í leikbann. „Bandaríkjamaðurinn hjá Þór Akureyri fær tæknivillu í annað skiptið og fer í bann hér á Íslandi, það er séríslenskt dæmi. Það er ekki búið að uppfæra reglurnar því þegar reglurnar voru settar varðandi það þegar menn eru reknir út úr húsi þá sé viðvörun og í annað skipti er leikbann, þá var ekki til taktísk villa. Þá var ekki gefin tæknivilla á leikaraskap heldur. Það er ekki búið að laga þetta í samræmi við leikinn.“ „Menn annars staðar í Evrópu skilja ekki að þetta sé svona. Ég talaði við kollega mína í Svíþjóð þegar ég fór í bann og þeir áttu ekki orð yfir því að maður færi í bann fyrir að vera hent út úr húsi. Hvað þá þegar ég sagði þeim frá þessu með leikmann Þórs frá Akureyri. Fyrri villan hans var í sjöttu umferð og það var bara vondur dómur gegn okkur. Það er ekki hægt að skoða það en íþróttir eru farnar að vera skrýtnar þegar hægt er að frysta og skoða eitt einstakt tilvik.“ Atvikið á laugardaginn var á milli Hlyns og Dags Kár Jónssonar sem var nýkominn til baka eftir höfuðmeiðsli en Hlynur fékk bannið fyrir að gefa Degi höfuðhögg. „Guði sé lof að Dagur hefur það gott eftir þetta, það er ekki það sem þetta snýst um. Ég er ósáttur með dóminn og ég er ósáttur með vinnubrögðin. Ég ætla ekkert að fara ofan af því, mér finnst þetta bara lélegt.“ „Þeir hljóta að geta hringt í Keflvíkinginn sem talaði í tíu mínútur í sjónvarpinu" Hlynur í baráttu við Grindvíkinga í fyrsta leik liðanna í einvíginu.Vísir / Bára Ársþing KKÍ hefur völdin þegar kemur að því að breyta lögum og reglugerðum sambandsins og sagðist Arnar hafa reynt að koma skilaboðum áleiðis um að kerfið væri gallað. „Ég sendi inn einhvern tölvupóst en ég kann ekki að búa til reglugerðir eða annað slíkt en ég var búinn að benda á að þetta væri hálfgalið. Ég kann ekki lögfræði, þeir hljóta að geta hringt í Keflvíkinginn sem talaði um þetta í tíu mínútur í sjónvarpsþættinum. Hann allavega náði að gera þetta vel,“ bætti Arnar við og á þá væntanlega við Sævar Sævarsson, sérfræðing í Domino´s körfuboltakvöldi. „Það kemur ekkert fyrr en einhver spjallsíða á Facebook, sem ég er ekki hluti af en ég fékk að heyra hvað gekk þar á, fer á fullt. Þar er gasað út í eitt og þá er bara kallað á einhver viðbrögð. Við erum farin að láta einhverja misgáfulega sófasérfræðinga væla út leikbönn á samfélagsmiðlum. Ég veit ekki hvað mér finnst um það.“ „Eða þá einhverja lögfræðimenntaða sérfræðinga úr Keflavík sem taka einhverja ræðu í sjónvarpinu þar sem allt er stoppað og myndin fryst. Við erum bara að vera komnir í mjög leiðinlegt samfélag finnst mér.“ Arnar sagðist hafa áhyggjur af því að lykilmenn hans yrðu frá vegna meiðsla eftir leikinn í kvöld. Mirza Sarajlija og Gunnar Ólafsson fóru báðir meiddir af velli, Mirza hélt um hnéð en Gunnar síðuna. „Ég veit ekki ennþá hvað það er en ég er smeykur. Við þurfum að skoða þetta og finna af hverju við létum fara svona illa með okkur. Við þurfum líka að fylla í götin þar sem það á við, það er alveg á hreinu.“ Arnar sagði að fjarvera Hlyns Bæringssonar hefði skipt miklu en hann verður mættur aftur í slaginn í þriðja leik liðanna á laugardag. „Það breytir öllu. Hann er okkar leiðtogi og við söknuðum hans í dag, það gaf auga leið. Það vantaði hann í kvöld.“ Stjarnan UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 101-89 | Grindavík jafnaði metin Grindavík jafnaði metin gegn Stjörnunni í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í kvöld. Stjarnan lék án Hlyns Bæringssonar og þrátt fyrir stjörnuleik Ægis Þórs Steinarssonar sáu Garðbæingar aldrei til sólar, lokatölur 101-89. 18. maí 2021 22:00 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
„Grindvíkingar komu út mjög ákveðnir strax í upphafi. Þeir voru með gott sóknarplan í dag og fengu auðveldar körfur í byrjun. Við vorum kærulausir og fengum körfur í bakið. Við erum að elta og náum aldrei neinum tökum á þeim það sem eftir er.“ Eins og flestir vita var Hlynur Bæringsson dæmdur í leikbann í dag eftir atvik í fyrsta leik liðanna á laugardaginn. Arnar var mjög gagnrýninn á vinnubrögðin í kringum það mál. „Númer eitt er ég ósammála dómnum. Þarna eru tveir menn á fleygiferð og hann lemur hann ekki í höfuðið. Númer tvö þá er þetta kerfi okkar ekki gott. Loksins fengu Grindvíkingar kannski að vera réttu megin í þessum sirkus. Í fyrra þá var Seth LeDay dæmdur í bann þremur leikjum eftir á í staðinn fyrir að það væri gert strax sem eru eðlileg vinnubrögð.“ „Einhver formgalli gerði það til dæmis að verkum að Glenn Robinson, sem er á Hornafirði núna, spilaði á móti Grindavík þegar hann hefði átt að vera í banni. Mér finnst vinnubrögðin ekki góð. Við fengum að vita klukkan tólf í dag að Hlynur yrði í banni.“ „Þetta er séríslenskt dæmi“ Arnar vill að kerfið sé lagfært.Vísir / Vilhelm Arnar vill meina að uppfæra þurfi reglurnar á Íslandi sem snúa að því hversu mikið þarf til að menn séu dæmdir í leikbann. „Bandaríkjamaðurinn hjá Þór Akureyri fær tæknivillu í annað skiptið og fer í bann hér á Íslandi, það er séríslenskt dæmi. Það er ekki búið að uppfæra reglurnar því þegar reglurnar voru settar varðandi það þegar menn eru reknir út úr húsi þá sé viðvörun og í annað skipti er leikbann, þá var ekki til taktísk villa. Þá var ekki gefin tæknivilla á leikaraskap heldur. Það er ekki búið að laga þetta í samræmi við leikinn.“ „Menn annars staðar í Evrópu skilja ekki að þetta sé svona. Ég talaði við kollega mína í Svíþjóð þegar ég fór í bann og þeir áttu ekki orð yfir því að maður færi í bann fyrir að vera hent út úr húsi. Hvað þá þegar ég sagði þeim frá þessu með leikmann Þórs frá Akureyri. Fyrri villan hans var í sjöttu umferð og það var bara vondur dómur gegn okkur. Það er ekki hægt að skoða það en íþróttir eru farnar að vera skrýtnar þegar hægt er að frysta og skoða eitt einstakt tilvik.“ Atvikið á laugardaginn var á milli Hlyns og Dags Kár Jónssonar sem var nýkominn til baka eftir höfuðmeiðsli en Hlynur fékk bannið fyrir að gefa Degi höfuðhögg. „Guði sé lof að Dagur hefur það gott eftir þetta, það er ekki það sem þetta snýst um. Ég er ósáttur með dóminn og ég er ósáttur með vinnubrögðin. Ég ætla ekkert að fara ofan af því, mér finnst þetta bara lélegt.“ „Þeir hljóta að geta hringt í Keflvíkinginn sem talaði í tíu mínútur í sjónvarpinu" Hlynur í baráttu við Grindvíkinga í fyrsta leik liðanna í einvíginu.Vísir / Bára Ársþing KKÍ hefur völdin þegar kemur að því að breyta lögum og reglugerðum sambandsins og sagðist Arnar hafa reynt að koma skilaboðum áleiðis um að kerfið væri gallað. „Ég sendi inn einhvern tölvupóst en ég kann ekki að búa til reglugerðir eða annað slíkt en ég var búinn að benda á að þetta væri hálfgalið. Ég kann ekki lögfræði, þeir hljóta að geta hringt í Keflvíkinginn sem talaði um þetta í tíu mínútur í sjónvarpsþættinum. Hann allavega náði að gera þetta vel,“ bætti Arnar við og á þá væntanlega við Sævar Sævarsson, sérfræðing í Domino´s körfuboltakvöldi. „Það kemur ekkert fyrr en einhver spjallsíða á Facebook, sem ég er ekki hluti af en ég fékk að heyra hvað gekk þar á, fer á fullt. Þar er gasað út í eitt og þá er bara kallað á einhver viðbrögð. Við erum farin að láta einhverja misgáfulega sófasérfræðinga væla út leikbönn á samfélagsmiðlum. Ég veit ekki hvað mér finnst um það.“ „Eða þá einhverja lögfræðimenntaða sérfræðinga úr Keflavík sem taka einhverja ræðu í sjónvarpinu þar sem allt er stoppað og myndin fryst. Við erum bara að vera komnir í mjög leiðinlegt samfélag finnst mér.“ Arnar sagðist hafa áhyggjur af því að lykilmenn hans yrðu frá vegna meiðsla eftir leikinn í kvöld. Mirza Sarajlija og Gunnar Ólafsson fóru báðir meiddir af velli, Mirza hélt um hnéð en Gunnar síðuna. „Ég veit ekki ennþá hvað það er en ég er smeykur. Við þurfum að skoða þetta og finna af hverju við létum fara svona illa með okkur. Við þurfum líka að fylla í götin þar sem það á við, það er alveg á hreinu.“ Arnar sagði að fjarvera Hlyns Bæringssonar hefði skipt miklu en hann verður mættur aftur í slaginn í þriðja leik liðanna á laugardag. „Það breytir öllu. Hann er okkar leiðtogi og við söknuðum hans í dag, það gaf auga leið. Það vantaði hann í kvöld.“
Stjarnan UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 101-89 | Grindavík jafnaði metin Grindavík jafnaði metin gegn Stjörnunni í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í kvöld. Stjarnan lék án Hlyns Bæringssonar og þrátt fyrir stjörnuleik Ægis Þórs Steinarssonar sáu Garðbæingar aldrei til sólar, lokatölur 101-89. 18. maí 2021 22:00 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 101-89 | Grindavík jafnaði metin Grindavík jafnaði metin gegn Stjörnunni í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í kvöld. Stjarnan lék án Hlyns Bæringssonar og þrátt fyrir stjörnuleik Ægis Þórs Steinarssonar sáu Garðbæingar aldrei til sólar, lokatölur 101-89. 18. maí 2021 22:00