Stjörnutorg Kringlunnar mun færa sig um set Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2021 07:39 Framkvæmdir munu standa yfir á svæðinu frá bílastæðunum austan megin við Kringluna við Borgarleikhúsið og að rúllustigunum við enda bíógangsins. Ævintýralandið mun meðal annars fá yfirhalningu. Vísir/Vilhelm Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir á þriðju hæð Kringlunnar sem munu meðal annars skila sér í nýrri mathöll, breyttu Ævintýralandi og svokölluðum búbblublómaskála. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hált til tvö ár. Frá þessu segir í Fréttablaðinu í morgun, en svæðið sem um ræðir er frá bílastæðunum austan megin við Kringluna við Borgarleikhúsið og að rúllustigunum við enda bíógangsins. Haft er eftir Sigurjóni Erni Þórssyni, framkvæmdastjóra Kringlunnar, að opnunartími þessa nýja svæðis verði lengri en hefðbundinn opnunartími verslunarmiðstöðvarinnar. Sigurjón Örn segir að Stjörnutorg, þar sem nú megi finna fjölda veitingastaða, muni flytjast til og þannig rýma fyrir nýju afþreyingasvæði. Hann segir sömuleiðis að þær verslanir sem fyrir eru á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði muni flytja á annan stað í húsinu. Að neðan má sjá myndir sem gefa mynd af því hvernig verður um að litast á svæðinu að framkvæmdum loknum. Kringlan Kringlan Kringlan Kringlan Tilkynning frá Kringlunni sem send var á fjölmiðla í morgun: Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja og breyta þriðju hæð Kringlunnar þannig að hún verði sem nýr áfangastaður fyrir fjölskyldur, pör og vinahópa. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hálft til tvö ár. Framkvæmdir við þriðju hæðina hefjast innan tíðar en á hæðinni mun verða boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta nýbreytni í afþreyingu og veitingum. Flestir munu geta fundið eitthvað við sitt hæfi í hlýlegu og notalegu umhverfi. Nýir afþreyingarmöguleikar, sem verða kynntir á næstunni, munu koma til viðbótar við Sambíóin og Borgarleikhúsið og auka þannig mannlíf á svæðinu og fjölbreytileika þess. Þriðja hæðin mun eftir endurskipulagningu hafa sitt eigið aðdráttarafl með lengdan opnunartíma en svæðið mun þó áfram þjóna gestum Kringlunnar á opnunartíma verslana. Ævintýralandið fær yfirhalningu og verður enn eftirsóknarverðara fyrir yngsta hópinn. Nú þegar má sjá breytingar á suðurenda Kringlunnar enda hefur þjónusta sem opin er lengur eflst á svæðinu. World Class opnaði nýverið og þjónustuver Kringlunnar, þar sem sækja má netpantanir úr verslunum utan opnunartíma eru innan svæðisins. Innan skamms opnar nýr veitingastaður,Finnsson Bistro, á svæðinu. Það er því til mikils að hlakka þegar þriðja hæðin verður komin á nýtt stig og tilbúin til að taka á móti þér og þínum með nýbreytni í veitingum og afþreyingu. Kringlan Reykjavík Verslun Veitingastaðir Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Frá þessu segir í Fréttablaðinu í morgun, en svæðið sem um ræðir er frá bílastæðunum austan megin við Kringluna við Borgarleikhúsið og að rúllustigunum við enda bíógangsins. Haft er eftir Sigurjóni Erni Þórssyni, framkvæmdastjóra Kringlunnar, að opnunartími þessa nýja svæðis verði lengri en hefðbundinn opnunartími verslunarmiðstöðvarinnar. Sigurjón Örn segir að Stjörnutorg, þar sem nú megi finna fjölda veitingastaða, muni flytjast til og þannig rýma fyrir nýju afþreyingasvæði. Hann segir sömuleiðis að þær verslanir sem fyrir eru á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði muni flytja á annan stað í húsinu. Að neðan má sjá myndir sem gefa mynd af því hvernig verður um að litast á svæðinu að framkvæmdum loknum. Kringlan Kringlan Kringlan Kringlan Tilkynning frá Kringlunni sem send var á fjölmiðla í morgun: Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja og breyta þriðju hæð Kringlunnar þannig að hún verði sem nýr áfangastaður fyrir fjölskyldur, pör og vinahópa. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hálft til tvö ár. Framkvæmdir við þriðju hæðina hefjast innan tíðar en á hæðinni mun verða boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta nýbreytni í afþreyingu og veitingum. Flestir munu geta fundið eitthvað við sitt hæfi í hlýlegu og notalegu umhverfi. Nýir afþreyingarmöguleikar, sem verða kynntir á næstunni, munu koma til viðbótar við Sambíóin og Borgarleikhúsið og auka þannig mannlíf á svæðinu og fjölbreytileika þess. Þriðja hæðin mun eftir endurskipulagningu hafa sitt eigið aðdráttarafl með lengdan opnunartíma en svæðið mun þó áfram þjóna gestum Kringlunnar á opnunartíma verslana. Ævintýralandið fær yfirhalningu og verður enn eftirsóknarverðara fyrir yngsta hópinn. Nú þegar má sjá breytingar á suðurenda Kringlunnar enda hefur þjónusta sem opin er lengur eflst á svæðinu. World Class opnaði nýverið og þjónustuver Kringlunnar, þar sem sækja má netpantanir úr verslunum utan opnunartíma eru innan svæðisins. Innan skamms opnar nýr veitingastaður,Finnsson Bistro, á svæðinu. Það er því til mikils að hlakka þegar þriðja hæðin verður komin á nýtt stig og tilbúin til að taka á móti þér og þínum með nýbreytni í veitingum og afþreyingu.
Tilkynning frá Kringlunni sem send var á fjölmiðla í morgun: Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja og breyta þriðju hæð Kringlunnar þannig að hún verði sem nýr áfangastaður fyrir fjölskyldur, pör og vinahópa. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hálft til tvö ár. Framkvæmdir við þriðju hæðina hefjast innan tíðar en á hæðinni mun verða boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta nýbreytni í afþreyingu og veitingum. Flestir munu geta fundið eitthvað við sitt hæfi í hlýlegu og notalegu umhverfi. Nýir afþreyingarmöguleikar, sem verða kynntir á næstunni, munu koma til viðbótar við Sambíóin og Borgarleikhúsið og auka þannig mannlíf á svæðinu og fjölbreytileika þess. Þriðja hæðin mun eftir endurskipulagningu hafa sitt eigið aðdráttarafl með lengdan opnunartíma en svæðið mun þó áfram þjóna gestum Kringlunnar á opnunartíma verslana. Ævintýralandið fær yfirhalningu og verður enn eftirsóknarverðara fyrir yngsta hópinn. Nú þegar má sjá breytingar á suðurenda Kringlunnar enda hefur þjónusta sem opin er lengur eflst á svæðinu. World Class opnaði nýverið og þjónustuver Kringlunnar, þar sem sækja má netpantanir úr verslunum utan opnunartíma eru innan svæðisins. Innan skamms opnar nýr veitingastaður,Finnsson Bistro, á svæðinu. Það er því til mikils að hlakka þegar þriðja hæðin verður komin á nýtt stig og tilbúin til að taka á móti þér og þínum með nýbreytni í veitingum og afþreyingu.
Kringlan Reykjavík Verslun Veitingastaðir Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira