Fólk, fyrirtæki og húsnæðiskostnaður Guðný Hjaltadóttir skrifar 19. maí 2021 15:01 Samkvæmt nýlegum könnunum á fjórðungur launafólks innan ASÍ og BSRB erfitt með að ná endum saman og 5-7.000 manns búa í ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Þessi staða hluta launafólks endurspeglaðist í erfiðum kjaraviðræðum aðila vinnumarkaðarins árið 2019 þar sem verkalýðshreyfingin gerði kröfu um umtalsverðar launahækkanir þvert á hinn almenna vinnumarkað. Krafan byggði á því að laun starfsfólks eigi að duga til að ná endum saman sem er eðlileg krafa enda hafa ábyrg fyrirtæki ekki hagsmuni af því að starfsfólk þeirra standi illa fjárhagslega. Þau verðmæti sem fyrirtæki skapa eru þó ekki óþrjótandi og kemur það sér því mjög illa fyrir þau þegar fyrir hendi er utankomandi breyta sem étur upp laun starfsfólks. Húsnæðiskostnaður. Fasteignaverð er breyta sem langflest fyrirtæki landsins hafa enga möguleika til að hafa áhrif á. Engu að síður borga þau fyrir hækkanir á fasteignamörkuðunum, hvort sem það er í formi launahækkana, leigu eða fasteignagjalda (sem sveitarfélögin hafa lítið lækkað þrátt fyrir mikla hækkun fasteignamats). Síhækkandi fasteignaverð íbúðar- og atvinnuhúsnæðis hefur haft neikvæð áhrif á flest fyrirtæki landsins. Hátt fasteignaverð á landinu má rekja til nokkurra samverkandi þátta. Þar hefur framboðsskortur verið fyrirferðarmestur sem sökudólgur undanfarið en þó virðist vera ágreiningur um þann skort sökum þess að rauntímagögn skortir og því ljóst að fleira kemur til. Hafa enda m.a. engar hömlur verið settar við því að fjársterkir aðilar geti safnað að sér íbúðarhúsnæði og spennt upp verð á markaðnum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er hætt við að framboð nýrra eigna dragist saman á næstu árum vegna samdráttar í byggingariðnaði og óuppfyllt íbúðaþörf muni aukast. Kjaraviðræðurnar 2019 leystust ekki fyrr en stjórnvöld – sem töldu fram að því húsnæðismarkaðinn og áhrif hans á kjaraviðræður vart koma sér við - komu með aðgerðapakka í húsnæðismálum. Sá aðgerðapakki, ásamt vaxtalækkunum Seðlabanka Íslands (vegna COVID-19), hefur þó haft þau áhrif að fasteignaverð hefur haldið áfram að hækka eða samkvæmt nýjustu tölum ca. 14% á sl. ári enda hafa aðgerðir helst haft áhrif á eftirspurnarhlið markaðarins. Þó aðgerðapakki stjórnvalda og vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið sér vel fyrir einhverja er ljóst að síhækkandi fasteignaverð hefur mjög neikvæð áhrif á hluta launþega sem enn er fastur á leigumarkaði þar sem leiga er of hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum þeirra. Þá er skuldsetning heimilanna orðin varhugaverð. Á meðan húsnæðiskostnaður er of hátt hlutfall launa munu fyrirtæki landsins þurfa að greiða í formi launahækkana - sem hefur mest áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki. Þetta er vítahringur sem gengur ekki til framtíðar. Fyrirtæki landsins eru þeir aðilar sem standa undir verðmætasköpun. Ef þeim á að vegna vel verða þau að geta treyst á að starfa í umhverfi þar sem launakostnaður verður ekki of hátt hlutfall af þeim verðmætum sem þau geta skapað. Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga við að tryggja stöðugleika á fasteignamarkaði, fullnægjandi framboð og húsnæði á viðráðanlegu verði er mikil og þar hafa þau einfaldlega brugðist. Það hefur ekki einungis haft í för með sér mikinn kostnað fyrir flest fyrirtæki í landinu heldur hefur hún í för með sér félagslegan óstöðugleika, aukinn ójöfnuð, fjárhagsáhyggjur og streitu sem bitnar iðulega á börnum. Stjórnvöld og sveitarfélög verða að fara að axla ábyrgð sína í húsnæðismálum. Það er sameiginlegt hagsmunamál fólks og (flestra) fyrirtækja á landinu að húsnæðiskostnaður sé viðráðanlegur. Greinahöfundur er lögfræðingur Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýlegum könnunum á fjórðungur launafólks innan ASÍ og BSRB erfitt með að ná endum saman og 5-7.000 manns búa í ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Þessi staða hluta launafólks endurspeglaðist í erfiðum kjaraviðræðum aðila vinnumarkaðarins árið 2019 þar sem verkalýðshreyfingin gerði kröfu um umtalsverðar launahækkanir þvert á hinn almenna vinnumarkað. Krafan byggði á því að laun starfsfólks eigi að duga til að ná endum saman sem er eðlileg krafa enda hafa ábyrg fyrirtæki ekki hagsmuni af því að starfsfólk þeirra standi illa fjárhagslega. Þau verðmæti sem fyrirtæki skapa eru þó ekki óþrjótandi og kemur það sér því mjög illa fyrir þau þegar fyrir hendi er utankomandi breyta sem étur upp laun starfsfólks. Húsnæðiskostnaður. Fasteignaverð er breyta sem langflest fyrirtæki landsins hafa enga möguleika til að hafa áhrif á. Engu að síður borga þau fyrir hækkanir á fasteignamörkuðunum, hvort sem það er í formi launahækkana, leigu eða fasteignagjalda (sem sveitarfélögin hafa lítið lækkað þrátt fyrir mikla hækkun fasteignamats). Síhækkandi fasteignaverð íbúðar- og atvinnuhúsnæðis hefur haft neikvæð áhrif á flest fyrirtæki landsins. Hátt fasteignaverð á landinu má rekja til nokkurra samverkandi þátta. Þar hefur framboðsskortur verið fyrirferðarmestur sem sökudólgur undanfarið en þó virðist vera ágreiningur um þann skort sökum þess að rauntímagögn skortir og því ljóst að fleira kemur til. Hafa enda m.a. engar hömlur verið settar við því að fjársterkir aðilar geti safnað að sér íbúðarhúsnæði og spennt upp verð á markaðnum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er hætt við að framboð nýrra eigna dragist saman á næstu árum vegna samdráttar í byggingariðnaði og óuppfyllt íbúðaþörf muni aukast. Kjaraviðræðurnar 2019 leystust ekki fyrr en stjórnvöld – sem töldu fram að því húsnæðismarkaðinn og áhrif hans á kjaraviðræður vart koma sér við - komu með aðgerðapakka í húsnæðismálum. Sá aðgerðapakki, ásamt vaxtalækkunum Seðlabanka Íslands (vegna COVID-19), hefur þó haft þau áhrif að fasteignaverð hefur haldið áfram að hækka eða samkvæmt nýjustu tölum ca. 14% á sl. ári enda hafa aðgerðir helst haft áhrif á eftirspurnarhlið markaðarins. Þó aðgerðapakki stjórnvalda og vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið sér vel fyrir einhverja er ljóst að síhækkandi fasteignaverð hefur mjög neikvæð áhrif á hluta launþega sem enn er fastur á leigumarkaði þar sem leiga er of hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum þeirra. Þá er skuldsetning heimilanna orðin varhugaverð. Á meðan húsnæðiskostnaður er of hátt hlutfall launa munu fyrirtæki landsins þurfa að greiða í formi launahækkana - sem hefur mest áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki. Þetta er vítahringur sem gengur ekki til framtíðar. Fyrirtæki landsins eru þeir aðilar sem standa undir verðmætasköpun. Ef þeim á að vegna vel verða þau að geta treyst á að starfa í umhverfi þar sem launakostnaður verður ekki of hátt hlutfall af þeim verðmætum sem þau geta skapað. Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga við að tryggja stöðugleika á fasteignamarkaði, fullnægjandi framboð og húsnæði á viðráðanlegu verði er mikil og þar hafa þau einfaldlega brugðist. Það hefur ekki einungis haft í för með sér mikinn kostnað fyrir flest fyrirtæki í landinu heldur hefur hún í för með sér félagslegan óstöðugleika, aukinn ójöfnuð, fjárhagsáhyggjur og streitu sem bitnar iðulega á börnum. Stjórnvöld og sveitarfélög verða að fara að axla ábyrgð sína í húsnæðismálum. Það er sameiginlegt hagsmunamál fólks og (flestra) fyrirtækja á landinu að húsnæðiskostnaður sé viðráðanlegur. Greinahöfundur er lögfræðingur Félags atvinnurekenda.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun