Boða rúmlega hundrað manns á námskeið Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2021 12:13 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/vilhelm Á annað hundrað manns, flestir flugfreyjur, hafa verið ráðnir til starfa hjá flugfélaginu Play. Starfsmannanámskeið hefjast á næstu dögum. Forstjóri Play segir engar athugasemdir hafa verið gerðar við kjarasamninga félagsins af hálfu starfsmanna. Kjaramál hjá Play hafa verið í eldlínunni síðustu daga. Forsaga málsins er sú að Drífa Snædal forseti ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem félagið bjóði starfsmönnum hálfgerð þrælakjör. Vafi er uppi um þá fullyrðingu og hefur Birgir Jónsson forstjóri PLAY sagt framferði ASÍ óboðlegt. Það sé rangt að grunnlaun séu 260 þúsund krónur eins og ASÍ heldur fram, heldur séu þau 350 þúsund. Nú síðast í gærkvöldi sagðist Drífa í samtali við Vísi standa við fullyrðingar sínar um grunnlaunin. Einn mánuður upp á dag er nú í fyrsta flug Play. Á annað hundrað manns hafa verið ráðnir til starfa, þar af eru flestir flugfreyjur. Birgir Jónsson forstjóri Play segir að frá og með 3. ágúst, þegar þrjár flugvélar verða komnar í notkun, verði allir þessir starfsmenn byrjaðir að vinna. Sérstök námskeið eru hafin fyrir tiltekna starfsmannahópa en almenn flugliðanámskeið hefjast innan skamms. „Við erum að kalla inn fólk á þjálfunarnámskeið sem er fólk sem mun síðan hefja störf í framhaldinu og þetta eru í þessum fasa rétt rúmlega hundrað manns. Það verða um tvö hundruð manns sem vinna hjá Play fyrir lok árs og þetta eru allt störf sem eru ný af nálinni, allt störf sem við erum að skapa,“ segir Birgir. „Á næsta ári þegar við erum með sex til átta flugvélar þá verðum við komin með fjögur, fimmhundruð manns í vinnu.“ Birgir segir að engar athugasemdir hafi verið gerðar við kjarasamninginn af hálfu starfsmanna Play. Íslenska flugstéttafélagið semur fyrir hönd þeirra. „Allir þeir ég held um fjögur hundruð manns sem tóku kynningar á sínum tíma þegar sótt var um störfin og valið úr ákveðinn hópur af fólki, þá var kjarasamningurinn kynntur fyrir þeim í smáatriðum og engar athugasemdir hafa borist. Enda hafa þær heldur ekki borist þegar það er búið að vera að hringja í þessa einstaklinga,“ segir Birgir, og vísar þá til þess þegar hringt er til að bjóða fólki ráðningu. Kjaramál Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Íslenska flugstéttarfélagið hafnar „dylgjum og rangfærslum“ ASÍ Íslenska flugstéttafélagið eða ÍFF furðar sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu og viðsemjanda þess, flugfélagsins Play. Þá harmar félagið og hafnar „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ,“ segir í yfirlýsingu sem félagið sendi á fjölmiðla nú fyrir skömmu. 23. maí 2021 16:28 Tókust harkalega á um kjaramál í Sprengisandi Forstjóri flugfélagsins Play og forseti ASÍ tókust vægast sagt harkalega á vegna launakjara í Sprengisandi í morgun þegar kjaramál starfsmanna flugfélagsins voru til umræðu. Forstjórinn segir framferði ASÍ óboðlegt og rangt að grunnlaun séu um 260 þúsund. 23. maí 2021 13:07 Play seldi fjárfestum hugmynd um lægri laun en hjá WOW Flugfélagið Play undirbjó á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. 21. maí 2021 06:27 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Kjaramál hjá Play hafa verið í eldlínunni síðustu daga. Forsaga málsins er sú að Drífa Snædal forseti ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem félagið bjóði starfsmönnum hálfgerð þrælakjör. Vafi er uppi um þá fullyrðingu og hefur Birgir Jónsson forstjóri PLAY sagt framferði ASÍ óboðlegt. Það sé rangt að grunnlaun séu 260 þúsund krónur eins og ASÍ heldur fram, heldur séu þau 350 þúsund. Nú síðast í gærkvöldi sagðist Drífa í samtali við Vísi standa við fullyrðingar sínar um grunnlaunin. Einn mánuður upp á dag er nú í fyrsta flug Play. Á annað hundrað manns hafa verið ráðnir til starfa, þar af eru flestir flugfreyjur. Birgir Jónsson forstjóri Play segir að frá og með 3. ágúst, þegar þrjár flugvélar verða komnar í notkun, verði allir þessir starfsmenn byrjaðir að vinna. Sérstök námskeið eru hafin fyrir tiltekna starfsmannahópa en almenn flugliðanámskeið hefjast innan skamms. „Við erum að kalla inn fólk á þjálfunarnámskeið sem er fólk sem mun síðan hefja störf í framhaldinu og þetta eru í þessum fasa rétt rúmlega hundrað manns. Það verða um tvö hundruð manns sem vinna hjá Play fyrir lok árs og þetta eru allt störf sem eru ný af nálinni, allt störf sem við erum að skapa,“ segir Birgir. „Á næsta ári þegar við erum með sex til átta flugvélar þá verðum við komin með fjögur, fimmhundruð manns í vinnu.“ Birgir segir að engar athugasemdir hafi verið gerðar við kjarasamninginn af hálfu starfsmanna Play. Íslenska flugstéttafélagið semur fyrir hönd þeirra. „Allir þeir ég held um fjögur hundruð manns sem tóku kynningar á sínum tíma þegar sótt var um störfin og valið úr ákveðinn hópur af fólki, þá var kjarasamningurinn kynntur fyrir þeim í smáatriðum og engar athugasemdir hafa borist. Enda hafa þær heldur ekki borist þegar það er búið að vera að hringja í þessa einstaklinga,“ segir Birgir, og vísar þá til þess þegar hringt er til að bjóða fólki ráðningu.
Kjaramál Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Íslenska flugstéttarfélagið hafnar „dylgjum og rangfærslum“ ASÍ Íslenska flugstéttafélagið eða ÍFF furðar sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu og viðsemjanda þess, flugfélagsins Play. Þá harmar félagið og hafnar „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ,“ segir í yfirlýsingu sem félagið sendi á fjölmiðla nú fyrir skömmu. 23. maí 2021 16:28 Tókust harkalega á um kjaramál í Sprengisandi Forstjóri flugfélagsins Play og forseti ASÍ tókust vægast sagt harkalega á vegna launakjara í Sprengisandi í morgun þegar kjaramál starfsmanna flugfélagsins voru til umræðu. Forstjórinn segir framferði ASÍ óboðlegt og rangt að grunnlaun séu um 260 þúsund. 23. maí 2021 13:07 Play seldi fjárfestum hugmynd um lægri laun en hjá WOW Flugfélagið Play undirbjó á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. 21. maí 2021 06:27 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Íslenska flugstéttarfélagið hafnar „dylgjum og rangfærslum“ ASÍ Íslenska flugstéttafélagið eða ÍFF furðar sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu og viðsemjanda þess, flugfélagsins Play. Þá harmar félagið og hafnar „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ,“ segir í yfirlýsingu sem félagið sendi á fjölmiðla nú fyrir skömmu. 23. maí 2021 16:28
Tókust harkalega á um kjaramál í Sprengisandi Forstjóri flugfélagsins Play og forseti ASÍ tókust vægast sagt harkalega á vegna launakjara í Sprengisandi í morgun þegar kjaramál starfsmanna flugfélagsins voru til umræðu. Forstjórinn segir framferði ASÍ óboðlegt og rangt að grunnlaun séu um 260 þúsund. 23. maí 2021 13:07
Play seldi fjárfestum hugmynd um lægri laun en hjá WOW Flugfélagið Play undirbjó á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. 21. maí 2021 06:27