Formaður ÍFF vill hvorki gefa upp nöfn stjórnarmanna né viðsemjenda Play Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. maí 2021 10:12 Það fer ekki mikið fyrir Íslenska flugstéttafélaginu og litlar upplýsingar að finna um það. Vísir/Vilhelm Litlar upplýsingar er að finna um Íslenska flugstéttafélagið á netinu og þá fæst ekki gefið upp hverjir sitja í stjórn né hverjir komu að samningaborðinu þegar gerður var kjarasamningur við flugfélagið Play. Vísir heyrði í Vigni Erni Garðarssyni, flugmanni og formann Íslenska flugstéttafélagsins, í morgun en hann vildi ekki gefa upp nöfnin á öðrum forsvarsmönnum félagsins. „Við erum ekki að ræða okkar mál opinberlega,“ svaraði Vignir þegar Vísir óskaði eftir upplýsingum um félagið. Hann vildi ekki gefa upp nöfn annarra stjórnarmanna en svaraði aðspurður að þeir væru þrír. Spurður að því hvort hann vildi ekki gefa upp nöfn hinna til að þeir gætu þá svarað því sjálfir hvort þeir vildu tjá sig sagði Vignir: „Þeir vilja ekki tjá sig um þetta.“ Vignir vísaði að öðru leyti til yfirlýsingar sem barst fjölmiðlum um helgina en hún er send frá Íslenska flugmannafélaginu, forvera Íslenska flugstéttafélagsins. Undir yfirlýsinguna ritar „stjórn“ en enginn er nafngreindur. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að ÍFF harmi og hafni „öllum þeim dylgum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ“. „Ásakanir um að ÍFF sé “gult stéttarfélag” eru særandi og móðgun við okkur og það sem við stöndum fyrir. Samingar okkar eru gerðir í góðri trú eftir þeim leikreglum sem mótast hafa gegnum tímann til að skapa tækifæri fyrir félagsmenn og alls ekki til höfuðs annarra félaga eða starfsbræðra og -systra.“ Spurður að því hverjir sömdu við Play fyrir hönd félagsins vísar Vignir aftur í yfirlýsinguna, þar sem fram kemur að „fyrrum flugliðar WOW“, sem Vignir segir „verðandi starfsmenn“ Play, hafi fengið umboð ÍFF til að semja fyrir flugliða. „Ég ætla ekki að gefa það upp að svo stöddu,“ segir Vignir, beðinn um nöfn umræddra einstaklinga. Vísir hefur kjarasamning Play við flugliða undir höndum en undir hann ritar Jónína Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, fyrir hönd Play. Enga aðra undirritun er að finna á samningnum. Play Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Vísir heyrði í Vigni Erni Garðarssyni, flugmanni og formann Íslenska flugstéttafélagsins, í morgun en hann vildi ekki gefa upp nöfnin á öðrum forsvarsmönnum félagsins. „Við erum ekki að ræða okkar mál opinberlega,“ svaraði Vignir þegar Vísir óskaði eftir upplýsingum um félagið. Hann vildi ekki gefa upp nöfn annarra stjórnarmanna en svaraði aðspurður að þeir væru þrír. Spurður að því hvort hann vildi ekki gefa upp nöfn hinna til að þeir gætu þá svarað því sjálfir hvort þeir vildu tjá sig sagði Vignir: „Þeir vilja ekki tjá sig um þetta.“ Vignir vísaði að öðru leyti til yfirlýsingar sem barst fjölmiðlum um helgina en hún er send frá Íslenska flugmannafélaginu, forvera Íslenska flugstéttafélagsins. Undir yfirlýsinguna ritar „stjórn“ en enginn er nafngreindur. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að ÍFF harmi og hafni „öllum þeim dylgum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ“. „Ásakanir um að ÍFF sé “gult stéttarfélag” eru særandi og móðgun við okkur og það sem við stöndum fyrir. Samingar okkar eru gerðir í góðri trú eftir þeim leikreglum sem mótast hafa gegnum tímann til að skapa tækifæri fyrir félagsmenn og alls ekki til höfuðs annarra félaga eða starfsbræðra og -systra.“ Spurður að því hverjir sömdu við Play fyrir hönd félagsins vísar Vignir aftur í yfirlýsinguna, þar sem fram kemur að „fyrrum flugliðar WOW“, sem Vignir segir „verðandi starfsmenn“ Play, hafi fengið umboð ÍFF til að semja fyrir flugliða. „Ég ætla ekki að gefa það upp að svo stöddu,“ segir Vignir, beðinn um nöfn umræddra einstaklinga. Vísir hefur kjarasamning Play við flugliða undir höndum en undir hann ritar Jónína Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, fyrir hönd Play. Enga aðra undirritun er að finna á samningnum.
Play Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira