Bæði lið eiga mikið inni en eru samt á góðum stað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2021 12:30 Úr leik Vals og Breiðabliks síðasta haust sem var hálfgerður úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. Blikar unnu leikinn, 0-1, með marki Öglu Maríu Albertsdóttur sem sést á myndinni í baráttu við Elísu Viðarsdóttur. vísir/hulda margrét Margrét Lára Viðarsdóttir segir erfitt að geta sér til um að hvað gerist í stærsta leik tímabilsins í Pepsi Max-deildar kvenna til þessa, milli Vals og Breiðabliks í kvöld. Þessi tvö lið háðu einvígi um Íslandsmeistaratitilinn 2019 og 2020 og flestir búast við því að sú verði raunin í sumar. Selfoss er reyndar á öðru máli og er á toppi Pepsi Max-deildarinnar eftir að hafa unnið alla fjóra leiki sína í sumar. „Þessi deild hefur komið manni á óvart og úrslitin hafa verið óvæntari en maður bjóst við fyrir fram. Maður bjóst við að Valur og Breiðablik yrðu í sérflokki og ekkert annað lið ætti roð í þau en annað hefur komið á daginn,“ sagði Margrét Lára í samtali við Vísi. Bæði lið misstigu sig í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar þar sem Valur gerði markalaust jafntefli við Þrótt á meðan Breiðablik tapaði fyrir ÍBV, 4-2. Annars hafa Valur og Breiðablik unnið alla sína leiki. „Það er alltaf mikið undir í leikjum þessara liða og þau hljóta bæði að spila til sigurs. Þrjú stig gefa öðru liðinu svolítið forskot, sérstaklega Valskonum ef þær vinna,“ sagði Margrét Lára. Sandra Sigurðardóttir teygir á samherja sínum, Mist Edvarsdóttur.vísir/vilhelm Henni finnst eins og bæði lið eigi talsvert inni og geti orðið enn betri. „Þau hafa átt sína mjög góðu kafla þar sem maður kannast við þau; mikill og blússandi sóknarleikur. En þau hafa bæði tapað stigum og það ekki gegn hvoru öðru,“ sagði Margrét Lára. Blikar sakna Sonnýar en Valskonur þurfa fleiri mörk Breiðablik hefur fengið á sig fimm mörk það sem af er tímabili en fékk aðeins þrjú mörk á sig í fyrra. Margrét Lára segir að Blikar sakni Sonnýar Láru Þráinsdóttir sem hætti eftir síðasta tímabil. „Hún hefur verið einn þeirra besti leikmaður undanfarin ár og bundið Blikavörnina saman,“ sagði Margrét Lára. Á meðan finnst henni sóknarleikur Vals ekki jafn öflugur og síðustu ár. „Það hefur ekki alveg legið fyrir þeim að skora mörk en eiga sína aðalmarkaskorara inni. Og fyrir mér er bara tímaspursmál hvenær þær hrökkva í gang. En það vita allir að það hefur verið smá hökt á sóknarleik Vals.“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fór til Bayern München í vetur. Hún náði því ekki að spila undir stjórn föður síns, Vilhjálms Kára Haraldssonar, sem tók við Breiðabliki eftir síðasta tímabil.vísir/vilhelm Auk Sonnýar missti Breiðablik landsliðskonurnar Sveindísi Jane Jónsdóttur, Alexöndru Jóhannsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur eftir síðasta tímabil. Þá hætti Þorsteinn Halldórsson með Blika og við tók Vilhjálmur Kári Haraldsson. „Það var ekki öfundsverð staða fyrir Villa að taka við liðinu og missa alla þessa stóru og mikilvægu leikmenn. Það er að myndast nýtt lið í Kópavoginum og mér finnst það bara ganga þrusuvel þótt þær hafi misstigið sig í Eyjum,“ sagði Margrét Lára. „Mér finnst Blikar vera á góðri vegferð og eiga mikilvæga leikmenn inni sem eru að koma inn eftir meiðsli. Þegar það losnar um pláss í liðinu koma bara aðrar í staðinn. Og Blikar eru snillingar í að framleiða efnilega leikmenn.“ Sóknarmenn þurfa að vera í fíling Elín Metta Jensen, aðalmarkaskorari Vals undanfarin tímabil, er ekki enn búin að skora í sumar sem þykir fréttnæmt á þeim bænum. Margrét Lára segir að mörkin komi fyrr en seinna hjá sínum gamla samherja í Val og landsliðinu. „Þetta er bara tímaspursmál. Hún hefur fengið urmul af færum í sumar. Sóknarmenn þurfa að vera í fíling og stundum þarf þetta að detta fyrir mann. Það er bara spurning hvenær þetta dettur fyrir hana þetta tímabilið. Hún hefur margsannað að hún er frábær markaskorari,“ sagði Margrét Lára. Elín Metta Jensen bíður enn eftir sínu fyrsta marki á tímabilinu.vísir/vilhelm Hún segir afar erfitt að meta hvort liðið sé sigurstranglegra í leiknum í kvöld. „Mér finnst þetta ofboðslega jafn þegar maður lítur á þetta fyrirfram. Bæði lið hafa misstigið sig í upphafi móts en eru líka að slípast saman. Það er mikið undir í þessum leikjum og við vitum að Valsliðið er reyndara á pappírnum og það getur oft skipt sköpum í þessum stóru leikjum,“ sagði Margrét Lára. „Það sem skiptir miklu er hvaða lið skorar fyrsta markið og verður ofan á í upphafi því það getur oft farið með mann ansi langt. Ég býst hörkuleik, jöfnum og spennandi.“ Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 18:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fimmta umferð Pepsi Max-deildarinnar verður svo gerð upp í Pepsi Max mörkunum klukkan 22:00 á Stöð 2 Sport 4. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Þessi tvö lið háðu einvígi um Íslandsmeistaratitilinn 2019 og 2020 og flestir búast við því að sú verði raunin í sumar. Selfoss er reyndar á öðru máli og er á toppi Pepsi Max-deildarinnar eftir að hafa unnið alla fjóra leiki sína í sumar. „Þessi deild hefur komið manni á óvart og úrslitin hafa verið óvæntari en maður bjóst við fyrir fram. Maður bjóst við að Valur og Breiðablik yrðu í sérflokki og ekkert annað lið ætti roð í þau en annað hefur komið á daginn,“ sagði Margrét Lára í samtali við Vísi. Bæði lið misstigu sig í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar þar sem Valur gerði markalaust jafntefli við Þrótt á meðan Breiðablik tapaði fyrir ÍBV, 4-2. Annars hafa Valur og Breiðablik unnið alla sína leiki. „Það er alltaf mikið undir í leikjum þessara liða og þau hljóta bæði að spila til sigurs. Þrjú stig gefa öðru liðinu svolítið forskot, sérstaklega Valskonum ef þær vinna,“ sagði Margrét Lára. Sandra Sigurðardóttir teygir á samherja sínum, Mist Edvarsdóttur.vísir/vilhelm Henni finnst eins og bæði lið eigi talsvert inni og geti orðið enn betri. „Þau hafa átt sína mjög góðu kafla þar sem maður kannast við þau; mikill og blússandi sóknarleikur. En þau hafa bæði tapað stigum og það ekki gegn hvoru öðru,“ sagði Margrét Lára. Blikar sakna Sonnýar en Valskonur þurfa fleiri mörk Breiðablik hefur fengið á sig fimm mörk það sem af er tímabili en fékk aðeins þrjú mörk á sig í fyrra. Margrét Lára segir að Blikar sakni Sonnýar Láru Þráinsdóttir sem hætti eftir síðasta tímabil. „Hún hefur verið einn þeirra besti leikmaður undanfarin ár og bundið Blikavörnina saman,“ sagði Margrét Lára. Á meðan finnst henni sóknarleikur Vals ekki jafn öflugur og síðustu ár. „Það hefur ekki alveg legið fyrir þeim að skora mörk en eiga sína aðalmarkaskorara inni. Og fyrir mér er bara tímaspursmál hvenær þær hrökkva í gang. En það vita allir að það hefur verið smá hökt á sóknarleik Vals.“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fór til Bayern München í vetur. Hún náði því ekki að spila undir stjórn föður síns, Vilhjálms Kára Haraldssonar, sem tók við Breiðabliki eftir síðasta tímabil.vísir/vilhelm Auk Sonnýar missti Breiðablik landsliðskonurnar Sveindísi Jane Jónsdóttur, Alexöndru Jóhannsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur eftir síðasta tímabil. Þá hætti Þorsteinn Halldórsson með Blika og við tók Vilhjálmur Kári Haraldsson. „Það var ekki öfundsverð staða fyrir Villa að taka við liðinu og missa alla þessa stóru og mikilvægu leikmenn. Það er að myndast nýtt lið í Kópavoginum og mér finnst það bara ganga þrusuvel þótt þær hafi misstigið sig í Eyjum,“ sagði Margrét Lára. „Mér finnst Blikar vera á góðri vegferð og eiga mikilvæga leikmenn inni sem eru að koma inn eftir meiðsli. Þegar það losnar um pláss í liðinu koma bara aðrar í staðinn. Og Blikar eru snillingar í að framleiða efnilega leikmenn.“ Sóknarmenn þurfa að vera í fíling Elín Metta Jensen, aðalmarkaskorari Vals undanfarin tímabil, er ekki enn búin að skora í sumar sem þykir fréttnæmt á þeim bænum. Margrét Lára segir að mörkin komi fyrr en seinna hjá sínum gamla samherja í Val og landsliðinu. „Þetta er bara tímaspursmál. Hún hefur fengið urmul af færum í sumar. Sóknarmenn þurfa að vera í fíling og stundum þarf þetta að detta fyrir mann. Það er bara spurning hvenær þetta dettur fyrir hana þetta tímabilið. Hún hefur margsannað að hún er frábær markaskorari,“ sagði Margrét Lára. Elín Metta Jensen bíður enn eftir sínu fyrsta marki á tímabilinu.vísir/vilhelm Hún segir afar erfitt að meta hvort liðið sé sigurstranglegra í leiknum í kvöld. „Mér finnst þetta ofboðslega jafn þegar maður lítur á þetta fyrirfram. Bæði lið hafa misstigið sig í upphafi móts en eru líka að slípast saman. Það er mikið undir í þessum leikjum og við vitum að Valsliðið er reyndara á pappírnum og það getur oft skipt sköpum í þessum stóru leikjum,“ sagði Margrét Lára. „Það sem skiptir miklu er hvaða lið skorar fyrsta markið og verður ofan á í upphafi því það getur oft farið með mann ansi langt. Ég býst hörkuleik, jöfnum og spennandi.“ Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 18:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fimmta umferð Pepsi Max-deildarinnar verður svo gerð upp í Pepsi Max mörkunum klukkan 22:00 á Stöð 2 Sport 4. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira