Langflestir vilja að Katrín leiði næstu ríkisstjórn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. maí 2021 18:36 Hvítu tölurnar sýna fylgi í könnun Maskínu í desember og þær lituðu fylgi ráðherranna í könnun sem var gerð í maí. Grænar tölur benda til hækkandi fylgis og þær ræðu til lækkandi. Þátttakendur voru spurðir hvaða stjórnmálaleiðtogi ætti að verða forsætisráðherra eftir kosningar í haust. vísir Langflestir eða nærri helmingur aðspurðra í nýrri könnun Maskínu vilja Katrínu Jakobsdóttur sem næsta forsætisráðherra landsins. Stuðningur við formann Samfylkingarinnar helmingast á milli kannana. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunar vilja flestir og umtalsvert fleiri en í síðustu könnun að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, leiði næstu ríkisstjórn eftir kosningar. Í desember sögðust um þrjátíu prósent aðspurða vilja Katrínu sem forsætisráðherra næstu ríkisstjórnar, en nú um 46 prósent. Næstflestir vilja að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gegni forrystu í næstu ríkisstjórn. Stuðningur við hann minnkar þó á milli kannana og fer úr sextán í tólf prósent. Um fjórfalt fleiri vilja því Katrínu í ráðherrastólinn. Nærri helmingur aðspurða telur að Katrín eigi áfram að verma stól forsætisráðherra eftir kosningar í haust.vísir/Vilhelm Stuðningur við Loga Einarsson, formann Samfylkarinnar, dregst mest saman á milli kannana. Í desember sögðust um ellefu prósent vilja Loga sem næsta forsætisráðherra en nú ríflega fimm prósent. Stuðningur við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, minnkar aðeins á mili kannana, og fer úr ríflega tíu prósentum í átta og hálft prósent. Það dregur einnig úr stuðningi við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, sem fer úr átta prósentum í sex og hálft prósent. Í desember sögðust 11,1% telja að Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, ætti að verða næsti forsætisráðherra. Nú voru 5,4% á þeirri skoðun.vísir/Vilhelm Álíka margir vilja sjá Sigurð Inga Jóhannsson sem næsta forsætisráðherra nú og í síðustu könnun, eða um sex og hálft prósent. Ívið færri vilja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, leiði næstu ríkisstjórn, eða sex prósent. Fæstir vilja að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, verði næsti forsætisráðherra en stuðningurinn helst þó nokkuð stöðugur í ríflega þremur prósentum. Könnunin fór fram dagana 26. apríl til 4. maí og svarendur voru 878 talsins. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunar vilja flestir og umtalsvert fleiri en í síðustu könnun að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, leiði næstu ríkisstjórn eftir kosningar. Í desember sögðust um þrjátíu prósent aðspurða vilja Katrínu sem forsætisráðherra næstu ríkisstjórnar, en nú um 46 prósent. Næstflestir vilja að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gegni forrystu í næstu ríkisstjórn. Stuðningur við hann minnkar þó á milli kannana og fer úr sextán í tólf prósent. Um fjórfalt fleiri vilja því Katrínu í ráðherrastólinn. Nærri helmingur aðspurða telur að Katrín eigi áfram að verma stól forsætisráðherra eftir kosningar í haust.vísir/Vilhelm Stuðningur við Loga Einarsson, formann Samfylkarinnar, dregst mest saman á milli kannana. Í desember sögðust um ellefu prósent vilja Loga sem næsta forsætisráðherra en nú ríflega fimm prósent. Stuðningur við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, minnkar aðeins á mili kannana, og fer úr ríflega tíu prósentum í átta og hálft prósent. Það dregur einnig úr stuðningi við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, sem fer úr átta prósentum í sex og hálft prósent. Í desember sögðust 11,1% telja að Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, ætti að verða næsti forsætisráðherra. Nú voru 5,4% á þeirri skoðun.vísir/Vilhelm Álíka margir vilja sjá Sigurð Inga Jóhannsson sem næsta forsætisráðherra nú og í síðustu könnun, eða um sex og hálft prósent. Ívið færri vilja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, leiði næstu ríkisstjórn, eða sex prósent. Fæstir vilja að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, verði næsti forsætisráðherra en stuðningurinn helst þó nokkuð stöðugur í ríflega þremur prósentum. Könnunin fór fram dagana 26. apríl til 4. maí og svarendur voru 878 talsins.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira