Osaka dregur sig úr keppni á Opna franska og greinir frá glímu við þunglyndi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2021 07:31 Naomi Osaka í fyrsta og eina leik sínum á Opna franska meistaramótinu í tennis 2021. getty/Tim Clayton Naomi Osaka hefur dregið sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu í tennis eftir að hafa neitað að mæta á blaðamannafundi eftir leiki á mótinu. Osaka greindi frá ákvörðun sinni á Twitter í gær. Þar sagðist hún ekki vilja valda truflun, hún hafi glímt við þunglyndi og ætli að taka hlé frá tennis. Osaka mætti ekki á blaðamannafund eftir sigurinn á Patriciu Mariu Tig í 1. umferð Opna franska í fyrradag. Hún sagðist ekki ætla að mæta á blaðamannafundi eftir leiki á mótinu til að vernda andlega heilsu sína. Osaka fékk sekt frá mótshöldurum fyrir. Hin 23 ára Osaka tilkynnti svo í gær að hún myndi draga sig úr keppni á Opna franska, það væri best fyrir mótið, aðra keppendur og hana sjálfa svo allir gætu einbeitt sér að tennis að nýju. pic.twitter.com/LN2ANnoAYD— NaomiOsaka (@naomiosaka) May 31, 2021 Osaka segist hafa glímt við þunglyndi síðan hún vann Opna bandaríska meistaramótið 2018 og hún sé með félagskvíða. Það reynist henni því erfitt að mæta á blaðamannafundi og taka til máls á þeim. Osaka sagði að reglurnar, að tennisspilarar þyrftu að mæta á blaðamannafundi eftir leiki væru úreltar, og vildi vekja athygli á því. Japanska tenniskonan, sem er önnur á heimslistanum, lýkur færslu sinni á Twitter á því að segja að hún ætli að taka sér frí frá tennis. „Ég ætla að taka mér smá frí frá tennisvellinum núna en þegar tækifæri gefst er ég tilbúin að ræða við mótshaldara um hvernig er hægt að gera hlutina betur fyrir keppendur, fjölmiðla og áhorfendur,“ sagði Osaka. Tennis Geðheilbrigði Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Osaka greindi frá ákvörðun sinni á Twitter í gær. Þar sagðist hún ekki vilja valda truflun, hún hafi glímt við þunglyndi og ætli að taka hlé frá tennis. Osaka mætti ekki á blaðamannafund eftir sigurinn á Patriciu Mariu Tig í 1. umferð Opna franska í fyrradag. Hún sagðist ekki ætla að mæta á blaðamannafundi eftir leiki á mótinu til að vernda andlega heilsu sína. Osaka fékk sekt frá mótshöldurum fyrir. Hin 23 ára Osaka tilkynnti svo í gær að hún myndi draga sig úr keppni á Opna franska, það væri best fyrir mótið, aðra keppendur og hana sjálfa svo allir gætu einbeitt sér að tennis að nýju. pic.twitter.com/LN2ANnoAYD— NaomiOsaka (@naomiosaka) May 31, 2021 Osaka segist hafa glímt við þunglyndi síðan hún vann Opna bandaríska meistaramótið 2018 og hún sé með félagskvíða. Það reynist henni því erfitt að mæta á blaðamannafundi og taka til máls á þeim. Osaka sagði að reglurnar, að tennisspilarar þyrftu að mæta á blaðamannafundi eftir leiki væru úreltar, og vildi vekja athygli á því. Japanska tenniskonan, sem er önnur á heimslistanum, lýkur færslu sinni á Twitter á því að segja að hún ætli að taka sér frí frá tennis. „Ég ætla að taka mér smá frí frá tennisvellinum núna en þegar tækifæri gefst er ég tilbúin að ræða við mótshaldara um hvernig er hægt að gera hlutina betur fyrir keppendur, fjölmiðla og áhorfendur,“ sagði Osaka.
Tennis Geðheilbrigði Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira