Sjálfstæðið krefst sjálfstrausts Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 4. júní 2021 08:01 Í dag og á morgun fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ég gef kost á mér og óska eftir stuðningi í 3. sæti. Ég hef metnað til þess að vera málsvari þeirra verðmætu gilda og sjónarmiða sjálfstæðisstefnunnar sem reynst hafa íslensku þjóðinni heilladrýgst í gegnum tíðina. Í mínum huga felst ákveðinn kjarni hennar í nafni flokksins, sem hefur skírskotun til sjálfstæðis landsins en getur líka mjög hæglega átt við sjálfstæði okkar allra sem frjálsra einstaklinga. Sjálfstætt land Rétt eins og önnur ríki treystir Ísland ákaflega mikið á gott og sanngjarnt samstarf á alþjóðlegum vettvangi. Sem aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hef ég tekið þátt í því mikilvæga verkefni að standa vörð um hagsmuni Íslands, ásamt því að láta gott leiða af þátttöku okkar í margvíslegu samstarfi á alþjóðlegum vettvangi. Sjálfstæði Íslands, sem er meðal annars undirstrikað með því að hafa ekki aðild að Evrópusambandinu, gefur okkur umtalsvert meiri slagkraft en íbúafjöldi okkar segir til um. Við getum komið fram af sjálfstrausti og haft bæði hagsmuni okkar og mikilvægar hugsjónir í hávegum. Ég gef kost á mér til þess að standa vörð um þetta sjálfstæði. Sjálfstæðir einstaklingar Öll þau verðmæti sem til verða í samfélaginu eiga upptök sín í framtakssemi einstaklinga. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að stjórnmálmenn séu mjög meðvitaðir um að allar ákvarðanir þeirra geta haft þau áhrif að ýmist styðja við eða draga úr athafnaþreki og frumkvæði í samfélaginu. Að mínum dómi er um þessar mundir sérstaklega mikilvægt að stjórnmálamenn standi vörð um rétt einstaklinga til þess að skapa verðmæti fyrir sjálfa sig og samfélagið. Of frekleg skattheimta, þunglamalegt regluverk og íþyngjandi afskipti af jafnvel smæstu fyrirtækjum geta smám saman dregið þróttinn úr framtakssömu fólki í atvinnurekstri. Sjálfstæðir einstaklingar sem hafa frelsi til athafna og sjálfstraust til að láta reyna á nýjar hugmyndir eru grundvöllur verðmætasköpunar í samfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina staðið með stolti vörð um möguleika einstaklinga til þess að ná árangri á eigin verðleikum, ekki síst vegna þess að á þeim grundvelli getum við áfram boðið upp á hið góða og mannvænlega velferðarsamfélag sem breið pólitísk sátt ríkir um hér á landi. Frelsið þarfnast málsvara Ég óska eftir stuðningi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins því ég tel að mín kynslóð þurfi að axla ábyrgð á því að standa vörð um þau gildi sem sjálfstæðisstefnan byggist á. Ég vil að börnin mín njóti ekki síðri lífsgæða og tækifæra heldur en ég hef gert, og ég veit að til þess að kynslóð foreldra minna fái notið verðskuldaðs öryggis og góðrar þjónustu í framtíðinni þarf að standa vörð um sjálfstæði bæði þjóðarinnar og frelsi einstaklingsins. Ég vonast eftir tækifæri til að leggja mitt af mörkunum í þeirri baráttu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Í dag og á morgun fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ég gef kost á mér og óska eftir stuðningi í 3. sæti. Ég hef metnað til þess að vera málsvari þeirra verðmætu gilda og sjónarmiða sjálfstæðisstefnunnar sem reynst hafa íslensku þjóðinni heilladrýgst í gegnum tíðina. Í mínum huga felst ákveðinn kjarni hennar í nafni flokksins, sem hefur skírskotun til sjálfstæðis landsins en getur líka mjög hæglega átt við sjálfstæði okkar allra sem frjálsra einstaklinga. Sjálfstætt land Rétt eins og önnur ríki treystir Ísland ákaflega mikið á gott og sanngjarnt samstarf á alþjóðlegum vettvangi. Sem aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hef ég tekið þátt í því mikilvæga verkefni að standa vörð um hagsmuni Íslands, ásamt því að láta gott leiða af þátttöku okkar í margvíslegu samstarfi á alþjóðlegum vettvangi. Sjálfstæði Íslands, sem er meðal annars undirstrikað með því að hafa ekki aðild að Evrópusambandinu, gefur okkur umtalsvert meiri slagkraft en íbúafjöldi okkar segir til um. Við getum komið fram af sjálfstrausti og haft bæði hagsmuni okkar og mikilvægar hugsjónir í hávegum. Ég gef kost á mér til þess að standa vörð um þetta sjálfstæði. Sjálfstæðir einstaklingar Öll þau verðmæti sem til verða í samfélaginu eiga upptök sín í framtakssemi einstaklinga. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að stjórnmálmenn séu mjög meðvitaðir um að allar ákvarðanir þeirra geta haft þau áhrif að ýmist styðja við eða draga úr athafnaþreki og frumkvæði í samfélaginu. Að mínum dómi er um þessar mundir sérstaklega mikilvægt að stjórnmálamenn standi vörð um rétt einstaklinga til þess að skapa verðmæti fyrir sjálfa sig og samfélagið. Of frekleg skattheimta, þunglamalegt regluverk og íþyngjandi afskipti af jafnvel smæstu fyrirtækjum geta smám saman dregið þróttinn úr framtakssömu fólki í atvinnurekstri. Sjálfstæðir einstaklingar sem hafa frelsi til athafna og sjálfstraust til að láta reyna á nýjar hugmyndir eru grundvöllur verðmætasköpunar í samfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina staðið með stolti vörð um möguleika einstaklinga til þess að ná árangri á eigin verðleikum, ekki síst vegna þess að á þeim grundvelli getum við áfram boðið upp á hið góða og mannvænlega velferðarsamfélag sem breið pólitísk sátt ríkir um hér á landi. Frelsið þarfnast málsvara Ég óska eftir stuðningi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins því ég tel að mín kynslóð þurfi að axla ábyrgð á því að standa vörð um þau gildi sem sjálfstæðisstefnan byggist á. Ég vil að börnin mín njóti ekki síðri lífsgæða og tækifæra heldur en ég hef gert, og ég veit að til þess að kynslóð foreldra minna fái notið verðskuldaðs öryggis og góðrar þjónustu í framtíðinni þarf að standa vörð um sjálfstæði bæði þjóðarinnar og frelsi einstaklingsins. Ég vonast eftir tækifæri til að leggja mitt af mörkunum í þeirri baráttu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar