Skoðun

Leiðtogi framtíðarinnar

Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar

Nú um helgina ganga sjálfstæðismenn í Reykjavík til kosninga og velja sér fulltrúa á framboðslista í næstu kosningum og þar vegur einna þyngst hver velst til forystu. Þetta val er gríðarlega mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn því sá einstaklingur sem leiðir listann þarf að hafa trúverðugleika og staðfestu til að koma málefnum flokksins á framfæri þannig að það höfði til kjósenda. Jafnframt þarf listinn að endurspegla tíðarandann og höfða til mismunandi kynslóða.

Það er enginn efi í mínum huga um að Áslaug Arna er sá leiðtogi sem mun ná bestum árangri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum. Hún hefur sýnt það og sannað í sínum verkum að hún er óhrædd við að taka ákvarðanir, er fylgin sér og staðföst. Þrátt fyrir að hafa staðið í ýmsum krefjandi verkefnum á kjörtímabilinu er hún vinsæl og nýtur mikils trausts.

Áslaug Arna hefur tekist á við mörg erfið verkefni á kjörtímabilinu, leyst þau með yfirveguðum og sanngjörnum hætti enda hefur hún komið mörgum framfaramálum í gegn.

Hún lætur verkin tala og er því óhrædd við að leggja verk sín í dóm flokksfélaga sinna og í framhaldinu í dóm kjósenda.

Veljum framtíðarleiðtoga, veljum heiðarleika, traust og umfram allt góða dómgreind. Veljum Áslaugu Örnu til að leiða lista okkar sjálfstæðismanna í Reykjavík.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×