Hlutafjárútboð hafið og markaðsvirði Íslandsbanka áætlað 150 milljarðar króna Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2021 09:07 Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi. Vísir/Egill Bankasýsla ríkisins, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, og Íslandsbanki hf., hafa birt lýsingu og tilkynnt stærð fyrirhugaðs hlutafjárútboðs í bankanum og leiðbeinandi verðbil þess. Selja á rúmlega 636 milljón hluti en útboðshlutirnir, og valréttarhlutirnir, nema að hámarki 35 prósentum af heildarhlutafé bankans. Þetta kemur fram á heimasíðu bankans en útboðið hefst klukkan níu í dag og á því að ljúka 15. júní næstkomandi. Leiðbeinandi verð er á bilinu 71 til 79 krónur á útboðshlut. Áætlað markaðsvirði Íslandsbanka í kjölfar útboðsins er 150 milljarðar króna, að því gefnu að verð á útboðshlut verði miðpunktur leiðbeinandi verðbils í útboðinu. Útboðið fer fram annars vegar með almennu útboði á hlutabréfum til fagfjárfesta og almennra fjárfesta á Íslandi og hins vegar lokuðu útboði til tiltekinna fagfjárfesta í ýmsum öðrum lögsögum. Í tilkynningunni segir að til að mæta umframeftirspurn í útboðinu, hafi seljandi veitt söluráðgjöfum rétt til að kaupa 63.636.363 hluti, sem eru ígildi 10 prósentum af útboðshlutunum („valréttarhlutir“). „Sjóðir í stýringu hjá Capital World Investors, RWC Asset Management LLP, Gildi-lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sem hornsteinsfjárfestar, hafa hver um sig skuldbundið sig til að kaupa 76.923.077, 30.769.231, 46.153.846 og 46.153.846 hluti á endanlegu útboðsgengi (og á sérhverju gengi sem er innan leiðbeinandi verðbils). Útboðið stendur yfir frá kl. 9:00, mánudaginn 7. júní 2021 og er áformað að því ljúki kl. 12:00, þriðjudaginn 15. júní 2021. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur samþykkt lýsingu vegna útboðsins. Stjórn bankans mun óska eftir því að allt hlutafé bankans verði tekið til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Allt söluandvirðið úr útboðinu mun renna til seljanda. Sem stendur fer Ríkissjóður Íslands, beint og óbeint, með 100% af útgefnu og útistandandi hlutafé bankans og má ætla að í lok útboðsins verði hlutur seljanda í bankanum að lágmarki 65% af heildarhlutafé. Seljandi skuldbindur sig til að selja ekki frekari hluti í bankanum í 180 daga eftir fyrsta viðskiptadag hlutabréfanna á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland, með fyrirvara um ákveðnar undantekningar sem eru í samræmi við viðteknar venjur á markaði. Citigroup Global Markets Europe AG, Íslandsbanki hf. og J.P. Morgan AG hafa sameiginlega umsjón með útboðinu og eru leiðandi söluráðgjafar ásamt Barclays Bank Ireland PLC, HSBC Continental Europe, Fossum mörkuðum hf. og Landsbankanum hf. Arion banki hf. og Kvika banki hf. eru leiðandi söluaðilar ásamt Arctica Finance hf., Íslenskum fjárfestum hf. og Íslenskum verðbréfum hf.,“ segir í tilkynningunni. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Verðmeta Íslandsbanka á 155 til 242 milljarða króna Fossar markaðir, sem er á meðal ráðgjafa vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, áætlar að virði bankans sé á bilinu 222 til 242 milljarðar króna. Sjálfstæði greiningaraðilinn Jakobsson Capital metur bankann á 155 til 218 milljarða króna. 2. júní 2021 11:14 Bjarni segir stefnt á sölu á allt að 35% hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð Fjármálaráðherra segir stefnt að sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð. Leitað verður til erlendra fjárfesta en ráðherra vonar að almenningur taki virkan þátt í útboðinu og geti keypt hlut fyrir allt niður í fimmtíu þúsund krónur. 27. maí 2021 17:30 Áforma hlutafjárútboð og skráningu Íslandsbanka í Kauphöll Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa nú staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð og í framhaldinu skráningu hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkað Nasdaq Iceland. 27. maí 2021 08:26 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þetta kemur fram á heimasíðu bankans en útboðið hefst klukkan níu í dag og á því að ljúka 15. júní næstkomandi. Leiðbeinandi verð er á bilinu 71 til 79 krónur á útboðshlut. Áætlað markaðsvirði Íslandsbanka í kjölfar útboðsins er 150 milljarðar króna, að því gefnu að verð á útboðshlut verði miðpunktur leiðbeinandi verðbils í útboðinu. Útboðið fer fram annars vegar með almennu útboði á hlutabréfum til fagfjárfesta og almennra fjárfesta á Íslandi og hins vegar lokuðu útboði til tiltekinna fagfjárfesta í ýmsum öðrum lögsögum. Í tilkynningunni segir að til að mæta umframeftirspurn í útboðinu, hafi seljandi veitt söluráðgjöfum rétt til að kaupa 63.636.363 hluti, sem eru ígildi 10 prósentum af útboðshlutunum („valréttarhlutir“). „Sjóðir í stýringu hjá Capital World Investors, RWC Asset Management LLP, Gildi-lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sem hornsteinsfjárfestar, hafa hver um sig skuldbundið sig til að kaupa 76.923.077, 30.769.231, 46.153.846 og 46.153.846 hluti á endanlegu útboðsgengi (og á sérhverju gengi sem er innan leiðbeinandi verðbils). Útboðið stendur yfir frá kl. 9:00, mánudaginn 7. júní 2021 og er áformað að því ljúki kl. 12:00, þriðjudaginn 15. júní 2021. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur samþykkt lýsingu vegna útboðsins. Stjórn bankans mun óska eftir því að allt hlutafé bankans verði tekið til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Allt söluandvirðið úr útboðinu mun renna til seljanda. Sem stendur fer Ríkissjóður Íslands, beint og óbeint, með 100% af útgefnu og útistandandi hlutafé bankans og má ætla að í lok útboðsins verði hlutur seljanda í bankanum að lágmarki 65% af heildarhlutafé. Seljandi skuldbindur sig til að selja ekki frekari hluti í bankanum í 180 daga eftir fyrsta viðskiptadag hlutabréfanna á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland, með fyrirvara um ákveðnar undantekningar sem eru í samræmi við viðteknar venjur á markaði. Citigroup Global Markets Europe AG, Íslandsbanki hf. og J.P. Morgan AG hafa sameiginlega umsjón með útboðinu og eru leiðandi söluráðgjafar ásamt Barclays Bank Ireland PLC, HSBC Continental Europe, Fossum mörkuðum hf. og Landsbankanum hf. Arion banki hf. og Kvika banki hf. eru leiðandi söluaðilar ásamt Arctica Finance hf., Íslenskum fjárfestum hf. og Íslenskum verðbréfum hf.,“ segir í tilkynningunni.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Verðmeta Íslandsbanka á 155 til 242 milljarða króna Fossar markaðir, sem er á meðal ráðgjafa vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, áætlar að virði bankans sé á bilinu 222 til 242 milljarðar króna. Sjálfstæði greiningaraðilinn Jakobsson Capital metur bankann á 155 til 218 milljarða króna. 2. júní 2021 11:14 Bjarni segir stefnt á sölu á allt að 35% hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð Fjármálaráðherra segir stefnt að sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð. Leitað verður til erlendra fjárfesta en ráðherra vonar að almenningur taki virkan þátt í útboðinu og geti keypt hlut fyrir allt niður í fimmtíu þúsund krónur. 27. maí 2021 17:30 Áforma hlutafjárútboð og skráningu Íslandsbanka í Kauphöll Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa nú staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð og í framhaldinu skráningu hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkað Nasdaq Iceland. 27. maí 2021 08:26 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Verðmeta Íslandsbanka á 155 til 242 milljarða króna Fossar markaðir, sem er á meðal ráðgjafa vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, áætlar að virði bankans sé á bilinu 222 til 242 milljarðar króna. Sjálfstæði greiningaraðilinn Jakobsson Capital metur bankann á 155 til 218 milljarða króna. 2. júní 2021 11:14
Bjarni segir stefnt á sölu á allt að 35% hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð Fjármálaráðherra segir stefnt að sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð. Leitað verður til erlendra fjárfesta en ráðherra vonar að almenningur taki virkan þátt í útboðinu og geti keypt hlut fyrir allt niður í fimmtíu þúsund krónur. 27. maí 2021 17:30
Áforma hlutafjárútboð og skráningu Íslandsbanka í Kauphöll Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa nú staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð og í framhaldinu skráningu hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkað Nasdaq Iceland. 27. maí 2021 08:26