Trudeau fordæmir huglausa morðárás á múslimska fjölskyldu Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2021 18:31 Forsætisráðherra Kanada segir morðárás á þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldu í London-Ontario á sunnudag hafa verið grófa og huglausa. Grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að hatursglæpur sem þessi endurtaki sig. Hinn tvítugi Nathaniel Veltman íbúi í bænum London í Ontario ríki í Kanada er í haldi lögreglu eftir að hafa ekið á palbíl á fimm fjölskyldumeðlimi í miðbænum á sunnudag. Þau sem létust voru Salman Afzal, Madiha eiginkona hans, Yumna 15 dóttir þeirra og sjötíu og fjögurra ára amma hennar sem ekki hefur verið nafngreind. Ungur drengur sem nefndur hefur verið Fayez slasaðist lífshættulega og er á sjúkrahúsi. Justin Trudeau forsætisráðherra segir Kanadamenn aldrei mega venjast hatursglæpum.Abdulhamid Hosbas/Anadolu Agency via Getty Images Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada ávarpaði neðri deild kanadíska þingsins í dag vegna málsins. „Þau voru myrt með grimmlegum, huglausum og svívirðilegum hætti. Þessi morð voru ekki tilviljun heldur hryðjuverkaárás framin á grunni haturs og heiftar í hjarta eins af samfélögum okkar,“ sagði Trudeau. Fjöldi fólks sótti minningarathöfn í bænum London í gær um þau sem féllu í morðárásinni í bænum á sunnudag.Brett Gundlock/Anadolu Agency via Getty Images Hin myrtu voru muslimatrúar og sagði Trudeau kanadísku þjóðina aldrei mega venjast hatursglæpum sem þessum. Ekki væri nóg að segja að nú væri nóg komið, heldur þyrfti að grípa til aðgerða. Morðinginn í London væri ekki fulltrúi kanadísku þjóðarinnar sem vissi að styrk væri að finna í friði en ekki hatri. „En við vitum líka að við verðum að horfast í augu við sannleikann. Hatur og ofbeldi fyrirfinnst í landi okkar hvort sem það er á götum úti, á Netinu eða annars staðar. Á meðan það þrífst höfum við verk að vinna,“ sagði Justin Trudeau. Kanada Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Hinn tvítugi Nathaniel Veltman íbúi í bænum London í Ontario ríki í Kanada er í haldi lögreglu eftir að hafa ekið á palbíl á fimm fjölskyldumeðlimi í miðbænum á sunnudag. Þau sem létust voru Salman Afzal, Madiha eiginkona hans, Yumna 15 dóttir þeirra og sjötíu og fjögurra ára amma hennar sem ekki hefur verið nafngreind. Ungur drengur sem nefndur hefur verið Fayez slasaðist lífshættulega og er á sjúkrahúsi. Justin Trudeau forsætisráðherra segir Kanadamenn aldrei mega venjast hatursglæpum.Abdulhamid Hosbas/Anadolu Agency via Getty Images Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada ávarpaði neðri deild kanadíska þingsins í dag vegna málsins. „Þau voru myrt með grimmlegum, huglausum og svívirðilegum hætti. Þessi morð voru ekki tilviljun heldur hryðjuverkaárás framin á grunni haturs og heiftar í hjarta eins af samfélögum okkar,“ sagði Trudeau. Fjöldi fólks sótti minningarathöfn í bænum London í gær um þau sem féllu í morðárásinni í bænum á sunnudag.Brett Gundlock/Anadolu Agency via Getty Images Hin myrtu voru muslimatrúar og sagði Trudeau kanadísku þjóðina aldrei mega venjast hatursglæpum sem þessum. Ekki væri nóg að segja að nú væri nóg komið, heldur þyrfti að grípa til aðgerða. Morðinginn í London væri ekki fulltrúi kanadísku þjóðarinnar sem vissi að styrk væri að finna í friði en ekki hatri. „En við vitum líka að við verðum að horfast í augu við sannleikann. Hatur og ofbeldi fyrirfinnst í landi okkar hvort sem það er á götum úti, á Netinu eða annars staðar. Á meðan það þrífst höfum við verk að vinna,“ sagði Justin Trudeau.
Kanada Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira