Milljóna tjón vegna myglu Una María Óskarsdóttir skrifar 9. júní 2021 09:31 Á undanförnum árum hefur tilfellum vegna raka- og mygluskemmda í húsum fjölgað. Stór vandamál hafa komið upp vegna þessa, m.a. í skólum, á heimilum og vinnustöðum með tilheyrandi kostnaði og áhrifum á fólk og fyrirtæki. Flest verjum við stærstum hluta æfi okkar innanhúss og því skiptir það miklu að loftgæði séu góð og þau skaði ekki heilsu okkar. Óheilnæmt innloft getur t.d. valdið höfuðverk, þreytu, þurrki í augum, sviða í hálsi og nefi og aukið á ofnæmiseinkenni og öndunarfærasjúkdóma. Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar um inniloft, raka og myglu í híbýlum þar sem almenningur getur kynnt sér leiðir til þess að koma í veg fyrir óheilnæmt loft innandyra. Eitt er að almenningur geti kynnt sér leiðir til þess að koma í veg fyrir óhollt inniloft og annað það að hönnun og bygging húsa sé með þeim hætti að það sá hrein ávísun á myglu. Í nýgengnum dómi héraðsdóms Reykjanes er fjallað um myglu og baráttu húseigenda við hönnuði, tryggingafélag og bæjarfélag við bót sinna mála. Niðurstaða dómsins er sú að húseignandinn var talinn eiga 4,5 milljón króna kröfu á hendur vátryggingafélagi hönnuðar hússins vegna myglu sem leiddi af galla í einangrun hússins (kuldabrúar). Ásamt þingmönnum Miðflokksins var sú sem þetta ritar fyrsti flutningsmaður þingsályktunar um gerð leiðbeininga um úttektir og mat á rakaskemmdum og myglu og heilsukvillum af þeirra völdum sem lögð var fram á 49. löggjafarþingi 2018–2019. Í ljósi þess að stöðugt berast fréttir af raka og myglu í húsum er brýnt að sem fyrst verði brugðist við og þar með reynt að koma í veg fyrir fjár- og heilsutjón og fólks sem verður veikt sökum ólofts, raka og myglu. Þeir sem koma að hönnun, byggingu og eftirliti húsbygginga þurfa að vanda vinnu sína og stöðva framleiðslu gallaðs húsnæðis. Höfundur er lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur tilfellum vegna raka- og mygluskemmda í húsum fjölgað. Stór vandamál hafa komið upp vegna þessa, m.a. í skólum, á heimilum og vinnustöðum með tilheyrandi kostnaði og áhrifum á fólk og fyrirtæki. Flest verjum við stærstum hluta æfi okkar innanhúss og því skiptir það miklu að loftgæði séu góð og þau skaði ekki heilsu okkar. Óheilnæmt innloft getur t.d. valdið höfuðverk, þreytu, þurrki í augum, sviða í hálsi og nefi og aukið á ofnæmiseinkenni og öndunarfærasjúkdóma. Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar um inniloft, raka og myglu í híbýlum þar sem almenningur getur kynnt sér leiðir til þess að koma í veg fyrir óheilnæmt loft innandyra. Eitt er að almenningur geti kynnt sér leiðir til þess að koma í veg fyrir óhollt inniloft og annað það að hönnun og bygging húsa sé með þeim hætti að það sá hrein ávísun á myglu. Í nýgengnum dómi héraðsdóms Reykjanes er fjallað um myglu og baráttu húseigenda við hönnuði, tryggingafélag og bæjarfélag við bót sinna mála. Niðurstaða dómsins er sú að húseignandinn var talinn eiga 4,5 milljón króna kröfu á hendur vátryggingafélagi hönnuðar hússins vegna myglu sem leiddi af galla í einangrun hússins (kuldabrúar). Ásamt þingmönnum Miðflokksins var sú sem þetta ritar fyrsti flutningsmaður þingsályktunar um gerð leiðbeininga um úttektir og mat á rakaskemmdum og myglu og heilsukvillum af þeirra völdum sem lögð var fram á 49. löggjafarþingi 2018–2019. Í ljósi þess að stöðugt berast fréttir af raka og myglu í húsum er brýnt að sem fyrst verði brugðist við og þar með reynt að koma í veg fyrir fjár- og heilsutjón og fólks sem verður veikt sökum ólofts, raka og myglu. Þeir sem koma að hönnun, byggingu og eftirliti húsbygginga þurfa að vanda vinnu sína og stöðva framleiðslu gallaðs húsnæðis. Höfundur er lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar