Arnar Þór á mikið erindi á Alþingi Haraldur Ólafsson skrifar 11. júní 2021 08:01 Ófæran Á ferðalagi er mikilvægt að ná næstu beygju og komast í gegnum þá skafla sem fyrir verða. Það er líka mikilvægt að vita hvert er haldið og hvaða leið er valin. Jafnvel þótt einhverjar hugmyndir séu uppi um áfangastað dugir það ekki ef ökumaðurinn velur leið með sífellt krappari beygjum, þrengri slóða og stærri sköflum, leið sem endar í ófæru. Sú leið að fela öðrum en þeim, sem þiggja umboð sitt frá fólkinu í landinu, að setja fleiri og fleiri lög á ótal sviðum er ófæra. Uppruninn og lesturinn Sífellt fleiri lög á Íslandi eiga rætur í tilskipunum sem berast með pósti frá útlöndum. Þær reglur sem samdar eru með þarfir erlendra stjórþjóða í huga geta orðið til mikillar óþurftar á Íslandi. Þær geta þjónað hagsmunum stórþjóðanna, eða þeirra sem þar ráða, á kostnað hagsmuna Íslendinga með beinum og skýrum hætti, en þær geta líka verið verulega kostnaðarsamar og íþyngjandi fyrir íslensk samfélag, án þess að öðrum þjóðum sé nokkur hagur af því. Eflaust eru margar af þessum erlendu reglum ágætar og til bóta fyrir landsmenn. Þær má þá taka upp í íslensk lög, höfundunum í útlöndum fullkomlega að meinalausu.Mönnum eins og Arnari Þór Jónssyni er öðrum fremur treystandi í slíkt verkefni. Ekki spillir svo að Arnar Þór er afar hallur undir að ungt fólk nái góðri færni í að lesa, skrifa og reikna. Taumlaus velsæld og gleði Arnar Þór er hlynntur frelsi til orðs og æðis í framtíðarsamfélagi þar sem allir tútna út af velsæld, gleði, réttsýni og þekkingu. Það eru reyndar flestir aðrir á sömu línu svo það eitt dugir ekki þegar velja þarf fólk til að smíða lög. Það þarf kraft, yfirvegun og glöggskyggni. Á það allt við um Arnar Þór. Það þarf kraft til að rífa sig úr þægilegri innivinnu, starfi sem tekið hefur áratugi að koma sér í og mun fleiri vilja, en fá. Arnar Þór Jónsson hafði kraft til að koma sér í það starf og sýnir nú að hann hefur kraft til að hætta því og takast á við að vinna hugsjónum brautargengi. Það er erfitt að snúa svoleiðis menn niður. Arnar Þór hefur mjög mikla þekkingu á þeim sviðum sem til þarf og hann ber líka í sér atorku, skynsemi og þá glöggskyggni sem svo nauðsynleg er fyrir þá sem taka að sér að smíða Íslendingum lög. Svo er hann svo háttvís menn hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggja í hann. Niðurstaðan Niðurstaðan eru sú að það er verulega góð hugmynd að styðja Arnar Þór Jónsson í yfirstandandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Haraldur Ólafsson Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Sjá meira
Ófæran Á ferðalagi er mikilvægt að ná næstu beygju og komast í gegnum þá skafla sem fyrir verða. Það er líka mikilvægt að vita hvert er haldið og hvaða leið er valin. Jafnvel þótt einhverjar hugmyndir séu uppi um áfangastað dugir það ekki ef ökumaðurinn velur leið með sífellt krappari beygjum, þrengri slóða og stærri sköflum, leið sem endar í ófæru. Sú leið að fela öðrum en þeim, sem þiggja umboð sitt frá fólkinu í landinu, að setja fleiri og fleiri lög á ótal sviðum er ófæra. Uppruninn og lesturinn Sífellt fleiri lög á Íslandi eiga rætur í tilskipunum sem berast með pósti frá útlöndum. Þær reglur sem samdar eru með þarfir erlendra stjórþjóða í huga geta orðið til mikillar óþurftar á Íslandi. Þær geta þjónað hagsmunum stórþjóðanna, eða þeirra sem þar ráða, á kostnað hagsmuna Íslendinga með beinum og skýrum hætti, en þær geta líka verið verulega kostnaðarsamar og íþyngjandi fyrir íslensk samfélag, án þess að öðrum þjóðum sé nokkur hagur af því. Eflaust eru margar af þessum erlendu reglum ágætar og til bóta fyrir landsmenn. Þær má þá taka upp í íslensk lög, höfundunum í útlöndum fullkomlega að meinalausu.Mönnum eins og Arnari Þór Jónssyni er öðrum fremur treystandi í slíkt verkefni. Ekki spillir svo að Arnar Þór er afar hallur undir að ungt fólk nái góðri færni í að lesa, skrifa og reikna. Taumlaus velsæld og gleði Arnar Þór er hlynntur frelsi til orðs og æðis í framtíðarsamfélagi þar sem allir tútna út af velsæld, gleði, réttsýni og þekkingu. Það eru reyndar flestir aðrir á sömu línu svo það eitt dugir ekki þegar velja þarf fólk til að smíða lög. Það þarf kraft, yfirvegun og glöggskyggni. Á það allt við um Arnar Þór. Það þarf kraft til að rífa sig úr þægilegri innivinnu, starfi sem tekið hefur áratugi að koma sér í og mun fleiri vilja, en fá. Arnar Þór Jónsson hafði kraft til að koma sér í það starf og sýnir nú að hann hefur kraft til að hætta því og takast á við að vinna hugsjónum brautargengi. Það er erfitt að snúa svoleiðis menn niður. Arnar Þór hefur mjög mikla þekkingu á þeim sviðum sem til þarf og hann ber líka í sér atorku, skynsemi og þá glöggskyggni sem svo nauðsynleg er fyrir þá sem taka að sér að smíða Íslendingum lög. Svo er hann svo háttvís menn hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggja í hann. Niðurstaðan Niðurstaðan eru sú að það er verulega góð hugmynd að styðja Arnar Þór Jónsson í yfirstandandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar