Heiðruðu minningu Maradona með mikilli ljósasýningu í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 11:30 Diego Maradona fagnar með HM bikarinn eftir sigur Argentínu á HM í Mexíkó 1986. Getty/Peter Robinson Suðurameríkukeppnin í fótbolta, Copa America, er farin af stað og í nótt spilaði Argentína sinn fyrsta leik í keppninni. Þetta er fyrsta Copa America síðan að Diego Armando Maradona lést og fyrir leikinn var þessi argentínska knattspyrnugoðsögn heiðruð með eftirminnilegum hætti. Tölvutæknin vat nýtt til hins ítrasta þegar myndum frá ferli Maradona var varpað á leikvanginn og úr varð rosaleg ljósasýning. Maradona lést í nóvember síðastliðnum en hann er einn af allra bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Hápunkturinn var þegar hann nánast upp á sitt einsdæmi færði Argentínu heimsmeistaratitilinn á HM í Mexíkó 1986 þegar kappinn var með fimm mörk og fimm stoðsendingar í sjö leikjum. watch on YouTube Maradona náði aldrei að vinna Suðurameríkukeppnina en hann var ekki með argentínska landsliðið þegar liðið vann Copa America 1991 og 1993. Þá var annar Diego í tíunni eða sjálfur Diego Simeone, núverandi knattspyrnustjóri Atlético Madrid. Messi skoraði glæsimark úr aukaspyrnu í leiknum á móti Síle sem endaði með 1-1 jafntefli. Messi er búinn að skora meira en tvöfalt fleiri mörk en Maradona fyrir argentínska landsliðið en á enn eftir að vinna titil með þjóð sinni. Meðal þess sem var varpað á völlinn var glæsilegasta mark Maradona á ferlinum sem hann skoraði eftir mikinn einleik á móti Englendingum á HM 1986 en þar sást hann líka halda boltanum á lofti í búningum liðanna sem hann lék með. Það þurfti alvöru sýningu til að heiðra jafnlitríkan mann og Maradona var. Það var ekki mikið hægt að kvarta yfir ljóssýningunni sem boðið var upp á en það má sjá þessa glæsilegu ljósasýningu hér fyrir ofan. HM 2022 í Katar Andlát Diegos Maradona Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Þetta er fyrsta Copa America síðan að Diego Armando Maradona lést og fyrir leikinn var þessi argentínska knattspyrnugoðsögn heiðruð með eftirminnilegum hætti. Tölvutæknin vat nýtt til hins ítrasta þegar myndum frá ferli Maradona var varpað á leikvanginn og úr varð rosaleg ljósasýning. Maradona lést í nóvember síðastliðnum en hann er einn af allra bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Hápunkturinn var þegar hann nánast upp á sitt einsdæmi færði Argentínu heimsmeistaratitilinn á HM í Mexíkó 1986 þegar kappinn var með fimm mörk og fimm stoðsendingar í sjö leikjum. watch on YouTube Maradona náði aldrei að vinna Suðurameríkukeppnina en hann var ekki með argentínska landsliðið þegar liðið vann Copa America 1991 og 1993. Þá var annar Diego í tíunni eða sjálfur Diego Simeone, núverandi knattspyrnustjóri Atlético Madrid. Messi skoraði glæsimark úr aukaspyrnu í leiknum á móti Síle sem endaði með 1-1 jafntefli. Messi er búinn að skora meira en tvöfalt fleiri mörk en Maradona fyrir argentínska landsliðið en á enn eftir að vinna titil með þjóð sinni. Meðal þess sem var varpað á völlinn var glæsilegasta mark Maradona á ferlinum sem hann skoraði eftir mikinn einleik á móti Englendingum á HM 1986 en þar sást hann líka halda boltanum á lofti í búningum liðanna sem hann lék með. Það þurfti alvöru sýningu til að heiðra jafnlitríkan mann og Maradona var. Það var ekki mikið hægt að kvarta yfir ljóssýningunni sem boðið var upp á en það má sjá þessa glæsilegu ljósasýningu hér fyrir ofan.
HM 2022 í Katar Andlát Diegos Maradona Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira