Peningarnir á EM Björn Berg Gunnarsson skrifar 16. júní 2021 08:00 Evrópumótið í fótbolta er að því leyti frábrugðið stórmótum undanfarinna ára að gríðarlegar fjárhagslegar byrðar eru ekki lagðar á gestgjafana með ströngum kröfum hvað leikvanga varðar. Kostnaður vegna leikvanga síðasta stórmóts karla, HM í Rússlandi, var um 150% umfram áætlanir og þurfti rússneska ríkið að grípa inn í með afgerandi hætti til að allt gengi upp. Með því að halda mótið víðsvegar um álfuna má hins vegar nýta þá glæsilegu velli sem þegar eru til staðar og er það hið besta mál. Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt hefði verið fyrir eitt land að hýsa EM þetta árið. Áhyggjur af lítilli stemningu vegna fjarlægðar milli leikstaða eru auk þess ástæðulausar þar sem lítið er um áhorfendur vegna fjöldatakmarkana. Ekki verður leikið í Dublin, Brussel og Bilbao eins og til stóð en þeir 11 leikvangar sem leikið verður á eru af öllum stærðum og gerðum, jafnt splúnkunýir sem börn síns tíma. Þegar litið er til kostnaðar við byggingu vallanna og síðustu umtalsverðu endurbóta er breiddin einnig mikil. Wembley er þeirra langdýrastur en svo virðist sem Parken í Danmörku sé ódýrastur. Tekjur og hagnaður UEFA Árið og ríflega það hefur heldur betur verið hart í Evrópuboltanum og sjaldan hafa aðildarsambönd evrópska knattspyrnusambandsins UEFA haft meiri þörf fyrir sinn skerf af myljandi hagnaði sambandsins undanfarin ár. Knattspyrnusamband Íslands fékk þannig kærkominn 680 milljónir króna styrk vegna COVID fyrir rúmu árin síðan. Raunar eru öll mót og öll starfsemi UEFA almennt rekin með bullandi tapi ef frá eru talin tvær keppnir; Evrópumót karla og Meistaradeild karla. Hagnaður af þeim mótum greiðir fyrir allt hitt, meðal annars COVID styrkina og til að það módel gangi upp er mikilvægt að fjárhagshlið Evrópumótsins gangi vel. Nú þegar áhorfendur snúa aftur í stúkurnar eru vandræði félaga út um alla álfu aldeilis ekki úr sögunni og ekki er loku fyrir það skotið að þrýst verði á enn frekari styrki frá heildarsamtökunum. Það er því eðlilegt að við spyrjum okkur hvað verði upp úr mótinu sem nú stendur sem hæst að hafa. Hagnaðurinn af EM Stutta svarið er að við vitum það varla. Fjárhagsupplýsingar UEFA eru langt í frá þær óaðgengilegustu í bransanum en lítið hefur verið gefið upp um væntingar til einstakra tekjuþátta og kostnaðar í tengslum við Evrópumótið í ár. Það er þó ljóst að sá hagnaður sem reiknað var með að sambandið tæki með sér heim frá mótinu fyrir COVID verður umtalsvert, jafnvel um þriðjungi, lægri. Ástæðu minni hagnaðar má meðal annars rekja til færri áhorfenda og seinkunar mótsins um heilt ár. Hvað tekjur mótsins varðar lítur út fyrir að þær verði ekki þeir 370 milljarðar króna sem vænst var heldur nær 300 milljörðum. Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á dugar sú tala til að mótið verði tekjuhæsta Evrópumót sem nokkru sinni hefur verið haldið. Munar þar væntanlega mest um stóra sjónvarpssamninga. Rétt eins og annars staðar þar sem fótbolti er leikinn í hæsta gæðaflokki snýst nær allt um sjónvarpið. Himinháar fjárhæðir eru greiddar fyrir réttinn til að senda leikina út og umfangsmeiri umfjöllun og útsendingar hækka verð auglýsingasamninga. Þó svo við höfum verið rækilega minnt á mikilvægi áhorfenda undanfarið ár er fjárhagslegt mikilvægi þeirra í helstu deildum Evrópu og á stórmótum sáralítið. Það er af sem áður var þegar um 44% allra tekna UEFA af Evrópumótinu á Englandi fengust í formi miðasölu og slíkir tímar koma væntanlega aldrei aftur. Þrátt fyrir COVID verður hagnaður UEFA af Evrópumótinu heilmikill og kemur til með að nýtast vel við framkvæmd fjölmargra móta sambandsins og fjárhagslegan stuðning við lamaða knattspyrnuhreyfingu sem nú reynir að rétta úr sér eftir eitt mesta áfall í sögu íþróttarinnar. Við getum sannarlega fussað og sveiað yfir öllum íburðinum, spillingunni, kröfunum og sóuninni sem landlæg hefur verið í yfirstjórn knattspyrnunnar en við ættum á sama tíma að vonast til þess að fjárhagslega gangi starfsemin sem best, ekki síst í ár. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Evrópumótið í fótbolta er að því leyti frábrugðið stórmótum undanfarinna ára að gríðarlegar fjárhagslegar byrðar eru ekki lagðar á gestgjafana með ströngum kröfum hvað leikvanga varðar. Kostnaður vegna leikvanga síðasta stórmóts karla, HM í Rússlandi, var um 150% umfram áætlanir og þurfti rússneska ríkið að grípa inn í með afgerandi hætti til að allt gengi upp. Með því að halda mótið víðsvegar um álfuna má hins vegar nýta þá glæsilegu velli sem þegar eru til staðar og er það hið besta mál. Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt hefði verið fyrir eitt land að hýsa EM þetta árið. Áhyggjur af lítilli stemningu vegna fjarlægðar milli leikstaða eru auk þess ástæðulausar þar sem lítið er um áhorfendur vegna fjöldatakmarkana. Ekki verður leikið í Dublin, Brussel og Bilbao eins og til stóð en þeir 11 leikvangar sem leikið verður á eru af öllum stærðum og gerðum, jafnt splúnkunýir sem börn síns tíma. Þegar litið er til kostnaðar við byggingu vallanna og síðustu umtalsverðu endurbóta er breiddin einnig mikil. Wembley er þeirra langdýrastur en svo virðist sem Parken í Danmörku sé ódýrastur. Tekjur og hagnaður UEFA Árið og ríflega það hefur heldur betur verið hart í Evrópuboltanum og sjaldan hafa aðildarsambönd evrópska knattspyrnusambandsins UEFA haft meiri þörf fyrir sinn skerf af myljandi hagnaði sambandsins undanfarin ár. Knattspyrnusamband Íslands fékk þannig kærkominn 680 milljónir króna styrk vegna COVID fyrir rúmu árin síðan. Raunar eru öll mót og öll starfsemi UEFA almennt rekin með bullandi tapi ef frá eru talin tvær keppnir; Evrópumót karla og Meistaradeild karla. Hagnaður af þeim mótum greiðir fyrir allt hitt, meðal annars COVID styrkina og til að það módel gangi upp er mikilvægt að fjárhagshlið Evrópumótsins gangi vel. Nú þegar áhorfendur snúa aftur í stúkurnar eru vandræði félaga út um alla álfu aldeilis ekki úr sögunni og ekki er loku fyrir það skotið að þrýst verði á enn frekari styrki frá heildarsamtökunum. Það er því eðlilegt að við spyrjum okkur hvað verði upp úr mótinu sem nú stendur sem hæst að hafa. Hagnaðurinn af EM Stutta svarið er að við vitum það varla. Fjárhagsupplýsingar UEFA eru langt í frá þær óaðgengilegustu í bransanum en lítið hefur verið gefið upp um væntingar til einstakra tekjuþátta og kostnaðar í tengslum við Evrópumótið í ár. Það er þó ljóst að sá hagnaður sem reiknað var með að sambandið tæki með sér heim frá mótinu fyrir COVID verður umtalsvert, jafnvel um þriðjungi, lægri. Ástæðu minni hagnaðar má meðal annars rekja til færri áhorfenda og seinkunar mótsins um heilt ár. Hvað tekjur mótsins varðar lítur út fyrir að þær verði ekki þeir 370 milljarðar króna sem vænst var heldur nær 300 milljörðum. Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á dugar sú tala til að mótið verði tekjuhæsta Evrópumót sem nokkru sinni hefur verið haldið. Munar þar væntanlega mest um stóra sjónvarpssamninga. Rétt eins og annars staðar þar sem fótbolti er leikinn í hæsta gæðaflokki snýst nær allt um sjónvarpið. Himinháar fjárhæðir eru greiddar fyrir réttinn til að senda leikina út og umfangsmeiri umfjöllun og útsendingar hækka verð auglýsingasamninga. Þó svo við höfum verið rækilega minnt á mikilvægi áhorfenda undanfarið ár er fjárhagslegt mikilvægi þeirra í helstu deildum Evrópu og á stórmótum sáralítið. Það er af sem áður var þegar um 44% allra tekna UEFA af Evrópumótinu á Englandi fengust í formi miðasölu og slíkir tímar koma væntanlega aldrei aftur. Þrátt fyrir COVID verður hagnaður UEFA af Evrópumótinu heilmikill og kemur til með að nýtast vel við framkvæmd fjölmargra móta sambandsins og fjárhagslegan stuðning við lamaða knattspyrnuhreyfingu sem nú reynir að rétta úr sér eftir eitt mesta áfall í sögu íþróttarinnar. Við getum sannarlega fussað og sveiað yfir öllum íburðinum, spillingunni, kröfunum og sóuninni sem landlæg hefur verið í yfirstjórn knattspyrnunnar en við ættum á sama tíma að vonast til þess að fjárhagslega gangi starfsemin sem best, ekki síst í ár. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun