Sjötíu ára ráðgáta leyst um endanlegan hvíldarstað Tojo Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júní 2021 08:01 Tojo í fullum skrúða fyrir utan japanska þingið. AP/Charles Gorry Japanskur prófessor hefur fundið lausnina við 70 ára ráðgátu; hvíldarstað jarðneskra leifa Hideki Tojo, forsætisráðherra Japans í seinni heimstyrjöldinni. Samkvæmt gögnum í bandaríska þjóðskjalasafninu var ösku hans dreift á Kyrrahafinu að lokinni aftöku. Tojo var hengdur fyrir stríðsglæpi í desember 1948 en á meðan hann var við völd létust milljónir almennra borgara og stríðsfanga sökum næringarskorts, þrælkunarvinnu og hryllilegra tilrauna. Eftir að Japanir lýstu sig sigraða í kjölfar kjarnorkusprengjuárásanna á Hiroshima og Nagasaki gerði Tojo tilraun til að svipta sig lífi á heimli sínu í Tókýó en var fangaður skömmu síðar og færður undir hendur bandarískra heilbrigisstarfsmanna. Í umræddum skjölum er að finna ítarlegar upplýsingar um það hvernig gengið var frá líkamsleifum Tojo og annarra sem voru teknir af lífi á sama tíma. Eitt skjalanna sem Takazawa fann í þjóðskjalasafninu. Kennsl voru borin á líkin og fingraför tekin og líkamsleifunum svo komið fyrir í trékistum sem voru fluttar með flutningabíl til Yokohama, suður af Tókýó. Þar voru þær brenndar. Í einu skjalinu, sem er undirritað af hershöfðingjanum Luther Frierson, segir: „Ég votta að ég hef tekið við líkamsleifunum, haft umsjón með brennslu þeirra og persónulega dreift ösku eftirfarandi stríðsglæpamanna á sjó, úr flugvél áttunda hersins.“ Tojo bar ábyrgð á árás Japana á Pearl Harbor. Hér sést herskipið USS Arizona sökkva.AP Brennsla líkamsleifana og leyndin yfir endanlegum hvíldarstað Tojo var meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að japanskir þjóðernissinnar gætu nálgast líkamsleifar forsætisráðherrans og notað þær í áróðursherferð til að gera hann að píslarvotti. Að sögn eins afabarna Tojo hafði hann heyrt að hár hans og neglur hefðu verið grafnar í fjölskyldugrafreit í norðvesturhluta Tókýó. Annars vissi hann ekki um örlög langafa síns. Hann segist nú ánægður að hann sé aftur hluti af náttúrunni. Prófessorinn Hiroaki Takazawa sagðist hins vegar hafa heyrt orðróm þess efnis að ösku Tojo og hinna stríðsglæpamannanna hefði verið dreift á sjó. Hann komst fyrst yfir gögnin í þjóðskjalasafninu bandaríska árið 2018 en hefur unnið að því að staðfesta uppruna þeirra. Frá réttarhöldunum í Tókýó 13. nóvember 1948.AP Takazawa segist hafa fengið sterk viðbrögð við uppgötvun sinni; sumir hafi lýst yfir samúð með Tojo en aðrir virða það við Bandaríkjamenn að hafa varðveitt gögn um örlög hans. David L. Howell, prófessor í japanskri sögu við Harvard-háskóla, segir að Bandaríkjamenn hafi líklega brotið gegn eigin lögum þegar þeir dreifðu öskunni. Samkvæmt tilmælum sem gefin voru út árið 1947 átti að grafa líkamsleifar stríðsglæpamanna að lokinni aftöku eða afhenda þær fjölskyldu viðkomandi. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Japan Bandaríkin Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Tojo var hengdur fyrir stríðsglæpi í desember 1948 en á meðan hann var við völd létust milljónir almennra borgara og stríðsfanga sökum næringarskorts, þrælkunarvinnu og hryllilegra tilrauna. Eftir að Japanir lýstu sig sigraða í kjölfar kjarnorkusprengjuárásanna á Hiroshima og Nagasaki gerði Tojo tilraun til að svipta sig lífi á heimli sínu í Tókýó en var fangaður skömmu síðar og færður undir hendur bandarískra heilbrigisstarfsmanna. Í umræddum skjölum er að finna ítarlegar upplýsingar um það hvernig gengið var frá líkamsleifum Tojo og annarra sem voru teknir af lífi á sama tíma. Eitt skjalanna sem Takazawa fann í þjóðskjalasafninu. Kennsl voru borin á líkin og fingraför tekin og líkamsleifunum svo komið fyrir í trékistum sem voru fluttar með flutningabíl til Yokohama, suður af Tókýó. Þar voru þær brenndar. Í einu skjalinu, sem er undirritað af hershöfðingjanum Luther Frierson, segir: „Ég votta að ég hef tekið við líkamsleifunum, haft umsjón með brennslu þeirra og persónulega dreift ösku eftirfarandi stríðsglæpamanna á sjó, úr flugvél áttunda hersins.“ Tojo bar ábyrgð á árás Japana á Pearl Harbor. Hér sést herskipið USS Arizona sökkva.AP Brennsla líkamsleifana og leyndin yfir endanlegum hvíldarstað Tojo var meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að japanskir þjóðernissinnar gætu nálgast líkamsleifar forsætisráðherrans og notað þær í áróðursherferð til að gera hann að píslarvotti. Að sögn eins afabarna Tojo hafði hann heyrt að hár hans og neglur hefðu verið grafnar í fjölskyldugrafreit í norðvesturhluta Tókýó. Annars vissi hann ekki um örlög langafa síns. Hann segist nú ánægður að hann sé aftur hluti af náttúrunni. Prófessorinn Hiroaki Takazawa sagðist hins vegar hafa heyrt orðróm þess efnis að ösku Tojo og hinna stríðsglæpamannanna hefði verið dreift á sjó. Hann komst fyrst yfir gögnin í þjóðskjalasafninu bandaríska árið 2018 en hefur unnið að því að staðfesta uppruna þeirra. Frá réttarhöldunum í Tókýó 13. nóvember 1948.AP Takazawa segist hafa fengið sterk viðbrögð við uppgötvun sinni; sumir hafi lýst yfir samúð með Tojo en aðrir virða það við Bandaríkjamenn að hafa varðveitt gögn um örlög hans. David L. Howell, prófessor í japanskri sögu við Harvard-háskóla, segir að Bandaríkjamenn hafi líklega brotið gegn eigin lögum þegar þeir dreifðu öskunni. Samkvæmt tilmælum sem gefin voru út árið 1947 átti að grafa líkamsleifar stríðsglæpamanna að lokinni aftöku eða afhenda þær fjölskyldu viðkomandi. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Japan Bandaríkin Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira