Ástandið aldrei verið verra í Brasilíu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júní 2021 11:08 Yfir sjötíu þúsund ný tilfelli greinast af Kórónuveirunni daglega í Brasilíu. Getty/Andre Coelho Dauðsföll af völdum Covid-19 heimsfaraldursins eru nú orðin fleiri en 500.000 í Brasilíu. Brasilía er með næst hæstu tíðni dauðsfalla í heiminum vegna faraldursins, á eftir Bandaríkjunum þar sem yfir 600.000 hafa látist. Nýlegt afbrigði veirunnar, Gamma afbrigðið eða brasilíska afbrigðið hefur geisað í landinu og víðar um heim á þessu ári. Síðan í mars hafa dauðsföll í landinu verið yfir 1.500 á dag. Þá greinast að meðaltali sjötíu þúsund ný tilfelli daglega. Sérfræðingar telja að ástandið í landinu muni einungis versna með vetrinum sem hefst í næstu viku í Brasilíu, en aðeins um fimmtán prósent fullorðinna eru fullbólusett. Bráðamóttökur eru víða að nálgast þolmörk og er heilbrigðiskerfið í flestum stærstu borgum Brasilíu talið vera að hruni komið. Forsetinn gerir lítið úr ástandinu Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir afstöðu sína og skort á aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Hann styður til að mynda ekki grímuskyldu eða útgöngubann og hefur þótt fullur efasemda um gagnsemi bólusetningar. Forsetinn greindist sjálfur með veiruna síðasta sumar en kveðst ekki hafa orðið alvarlega veikur. Þá hafa heilbrigðisráðherrar sem starfað hafa við hlið Bolsonaro ýmist verið reknir eða hrökklast úr starfi vegna ágreinings við forsetann um faraldurinn. Nú gegnir hjartalæknirinn Marcelo Queiroga embættinu og er sá fjórði á einu ári. Bolsonaro er sakaður um að hafa ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins og verið frekar umhugað um áhrif hans á efnahagslífið, heldur en þjóðina sjálfa. Þúsundir íbúar Brasilíu komu saman á laugardaginn til þess að mótmæla viðbrögðum hans og reka á eftir bólusetningum. Þingið rannsakar nú vinnubrögð forsetans og ríkisstjórnarinnar í faraldrinum. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Kalla eftir því að Bolsonaro verði ákærður fyrir embættisglöp Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp. 30. maí 2021 08:25 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Nýlegt afbrigði veirunnar, Gamma afbrigðið eða brasilíska afbrigðið hefur geisað í landinu og víðar um heim á þessu ári. Síðan í mars hafa dauðsföll í landinu verið yfir 1.500 á dag. Þá greinast að meðaltali sjötíu þúsund ný tilfelli daglega. Sérfræðingar telja að ástandið í landinu muni einungis versna með vetrinum sem hefst í næstu viku í Brasilíu, en aðeins um fimmtán prósent fullorðinna eru fullbólusett. Bráðamóttökur eru víða að nálgast þolmörk og er heilbrigðiskerfið í flestum stærstu borgum Brasilíu talið vera að hruni komið. Forsetinn gerir lítið úr ástandinu Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir afstöðu sína og skort á aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Hann styður til að mynda ekki grímuskyldu eða útgöngubann og hefur þótt fullur efasemda um gagnsemi bólusetningar. Forsetinn greindist sjálfur með veiruna síðasta sumar en kveðst ekki hafa orðið alvarlega veikur. Þá hafa heilbrigðisráðherrar sem starfað hafa við hlið Bolsonaro ýmist verið reknir eða hrökklast úr starfi vegna ágreinings við forsetann um faraldurinn. Nú gegnir hjartalæknirinn Marcelo Queiroga embættinu og er sá fjórði á einu ári. Bolsonaro er sakaður um að hafa ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins og verið frekar umhugað um áhrif hans á efnahagslífið, heldur en þjóðina sjálfa. Þúsundir íbúar Brasilíu komu saman á laugardaginn til þess að mótmæla viðbrögðum hans og reka á eftir bólusetningum. Þingið rannsakar nú vinnubrögð forsetans og ríkisstjórnarinnar í faraldrinum.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Kalla eftir því að Bolsonaro verði ákærður fyrir embættisglöp Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp. 30. maí 2021 08:25 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33
Kalla eftir því að Bolsonaro verði ákærður fyrir embættisglöp Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp. 30. maí 2021 08:25