„Ég er feit og ég er einkaþjálfari“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. júní 2021 10:36 Arna Vilhjálmsdóttir þjálfari hjá Kvennastyrk fræðir um líkamsvirðingu, sjálfsást og sjálfstraust á samfélagsmiðlum og í sínu starfi. Ísland í dag „Það sem maður verður að hugsa fyrst er að álit annarra kemur manni ekkert við,“ segir Arna Vilhjálmsdóttir, sigurvegari Biggest Loser árið 2017. Arna hefur síðustu misseri unnið sem grunnskólakennari en í dag starfar hún sem þjálfari og notar samfélagsmiðla til þess að vera öðrum fyrirmynd. „Ég er akkúrat þar sem ég á að vera.“ Arna heimsótti Bítið á Bylgjunni og ræddi meðal annars líkamsvirðingu, að þyngjast eftir Biggest Loser og margt fleira. Hún segir að margir ættu frekar að einbeita sér að því sem raunverulega skiptir máli, eins og samböndunum sínum, heilsunni, svefni og svo framvegis í stað þess að velta sér upp úr atriðum eins og appelsínuhúð og lærum sem hristast. „Fyrir þær konur og að sjálfsögðu karla líka, langar mig að segja, þetta skiptir ekki svona miklu máli,“ segir Arna. „Vertu í því sem þig langar að vera í, ekki bíða eftir næsta sumri því þetta kemur og fer, ætlar þú þá ekki að njóta þess?“ segir Arna þegar talið berst að sundfötum og pressunni varðandi útlit. Hún segir að berskjöldun við mátunina valdi því að mörgum konum finnst erfitt að kaupa sundföt. „Maður sér allt og við erum bara ótrúlega fljótar að verða ekki ánægðar.“ Arna er ótrúlega dugleg að deila jákvæðu, hvetjandi efni á Instagram undir nafninu Arna Vilhjálms. View this post on Instagram A post shared by A R N A V I L H J A L M S (@arnavilhjalms) Veit mikið og má miðla því Arna er ein af þremur þjálfurum Kvennastyrks í Hafnarfirði er þar æfa eingöngu konur. Hún skrifaði á dögunum færslu á samfélagsmiðlum um að hún er feit og hún er einkaþjálfari, annað þurfi alls ekki að útiloka hitt. „Ég horfi í kringum mig og það er ekki mikið af þjálfurum sem líta út eins og ég.“ Hún er þakklát fyrir að vera á þessum stað og geta notað eigin reynslu í að hjálpa öðrum. „Ég veit ótrúlega mikið og má alveg miðla því þó að ég sé X mörg kíló,“ útskýrir Arna. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Heilsa Bítið Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Segir sjálfshatrið þyngja mann miklu meira en kílóin Rúm þrjú ár eru liðin frá því Arna Vilhjálmsdóttir sigraði í sjónvarpsþættinum Biggest Loser með því að missa rúm sextíu kíló á örfáum mánuðum. 16. febrúar 2021 10:31 Arna breytti lífi sínu árið 2017: „Ég var mjög djúpt sokkin og með sjálfsvígshugsanir“ Arna Vilhjálmsdóttir léttist um 60,2 kíló á síðasta ári og stóð uppi sem sigurvegari Biggest Loser Ísland keppninnar. 15. janúar 2018 22:00 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
„Ég er akkúrat þar sem ég á að vera.“ Arna heimsótti Bítið á Bylgjunni og ræddi meðal annars líkamsvirðingu, að þyngjast eftir Biggest Loser og margt fleira. Hún segir að margir ættu frekar að einbeita sér að því sem raunverulega skiptir máli, eins og samböndunum sínum, heilsunni, svefni og svo framvegis í stað þess að velta sér upp úr atriðum eins og appelsínuhúð og lærum sem hristast. „Fyrir þær konur og að sjálfsögðu karla líka, langar mig að segja, þetta skiptir ekki svona miklu máli,“ segir Arna. „Vertu í því sem þig langar að vera í, ekki bíða eftir næsta sumri því þetta kemur og fer, ætlar þú þá ekki að njóta þess?“ segir Arna þegar talið berst að sundfötum og pressunni varðandi útlit. Hún segir að berskjöldun við mátunina valdi því að mörgum konum finnst erfitt að kaupa sundföt. „Maður sér allt og við erum bara ótrúlega fljótar að verða ekki ánægðar.“ Arna er ótrúlega dugleg að deila jákvæðu, hvetjandi efni á Instagram undir nafninu Arna Vilhjálms. View this post on Instagram A post shared by A R N A V I L H J A L M S (@arnavilhjalms) Veit mikið og má miðla því Arna er ein af þremur þjálfurum Kvennastyrks í Hafnarfirði er þar æfa eingöngu konur. Hún skrifaði á dögunum færslu á samfélagsmiðlum um að hún er feit og hún er einkaþjálfari, annað þurfi alls ekki að útiloka hitt. „Ég horfi í kringum mig og það er ekki mikið af þjálfurum sem líta út eins og ég.“ Hún er þakklát fyrir að vera á þessum stað og geta notað eigin reynslu í að hjálpa öðrum. „Ég veit ótrúlega mikið og má alveg miðla því þó að ég sé X mörg kíló,“ útskýrir Arna. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Heilsa Bítið Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Segir sjálfshatrið þyngja mann miklu meira en kílóin Rúm þrjú ár eru liðin frá því Arna Vilhjálmsdóttir sigraði í sjónvarpsþættinum Biggest Loser með því að missa rúm sextíu kíló á örfáum mánuðum. 16. febrúar 2021 10:31 Arna breytti lífi sínu árið 2017: „Ég var mjög djúpt sokkin og með sjálfsvígshugsanir“ Arna Vilhjálmsdóttir léttist um 60,2 kíló á síðasta ári og stóð uppi sem sigurvegari Biggest Loser Ísland keppninnar. 15. janúar 2018 22:00 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Segir sjálfshatrið þyngja mann miklu meira en kílóin Rúm þrjú ár eru liðin frá því Arna Vilhjálmsdóttir sigraði í sjónvarpsþættinum Biggest Loser með því að missa rúm sextíu kíló á örfáum mánuðum. 16. febrúar 2021 10:31
Arna breytti lífi sínu árið 2017: „Ég var mjög djúpt sokkin og með sjálfsvígshugsanir“ Arna Vilhjálmsdóttir léttist um 60,2 kíló á síðasta ári og stóð uppi sem sigurvegari Biggest Loser Ísland keppninnar. 15. janúar 2018 22:00