Enn finnast grafir frumbyggjabarna í Kanada Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2021 19:50 Haldin var minninarathöfn eftir að gröf meira en 700 frumbyggjabarna, að því er talið, fannst við heimavistarskóla í síðasta mánuði. AP/Mark Taylor Samtök frumbyggja í Kanada hafa tilkynnt að 182 ómerktar barnagrafir hafi fundist við heimavistarskóla ætluðum börnum af frumbyggjaættum. Frumbyggjasamfélag sem kennir sig við lægri Kootenay sagði í fréttatilkynningu að hún hafi byrjað að nota neðanjarðarradar til að leita að gröfum við St. Eugene's heimavistarskólanum í Bresku-Kólumbíu í fyrra. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Nú hefur sú leit borið árangur en grafirnar 182 fundust á allt að eins metra dýpi. Undanfarna tvo mánuði hafa fjöldagrafir barna af frumbyggjaættum fundist við tvo heimavistarskóla í Kanada. Annars vegar fannst greftrunarstaður meira en 700 barna í júnímánuði og fjöldagröf fannst í maí þar sem líkamsleifar 215 barna fundust. Talið er að líkin tilheyri börnum af Ktunaxaþjóðinni, en íbúar lægri Kootenay eru af þeirri þjóð. Jason Louie, höfðingi lægra Kootenay samfélagsins, segir líkfundinn snerta hann persónulega þar sem hann átti ættingja sem gengu í St. Eugene's heimavistarskólann. Skólinn var rekinn af kaþólsku kirkjunni, í samstarfi við kanadíska ríkið, frá árinu 1912 fram á áttunda áratuginn. „Köllum þetta bara það sem þetta er, þetta er fjöldamorð á frumbyggjum,“ segir Louie í samtali við CBC. „Nasistarnir voru látnir sæta ábyrgð á stríðsglæpum sínum. Ég sé engan mun á því og að hafa uppi á prestunum, nunnunum og munkunum, sem bera ábyrgð á þessu fjöldamorði, svo þau geti sætt ábyrgð á hlut þeirra í þessu þjóðarmorði á frumbyggjum.“ segir hann enn fremur. Öll börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja heimavistarskólana frá síðari hluta 19. aldar fram á áttunda áratug þeirrar síðustu. Talið er að meira en 150 þúsund frumbyggjabörn hafi sótt skólana, en markmið þeirra var að afmá menningu frumbyggja og aðlaga börnin að menningu og siðum evrópskra innflytjenda. Andlegt-, líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi viðgekkst í skólunum og talið er að þúsundir barna hafi látist á meðan þau voru vistuð í skólunum annað hvort vegna sjúkdóma eða annarra ástæðna. Mörg börn, eins og gefur að skilja, fengu því aldrei að hitta fjölskyldur sínar aftur. 130 heimavistarskólar af þessari gerð voru starfræktir í Kanada á sínum tíma og um 70 prósent þeirra voru reknir af kaþólsku kirkjunni. Sameinaða kirkja Kanada, Öldungakirkjan og Biskupakirkjan tóku einnig þátt í rekstri skólanna. Kanada Tengdar fréttir Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti. 28. júní 2021 21:31 Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Frumbyggjasamfélag sem kennir sig við lægri Kootenay sagði í fréttatilkynningu að hún hafi byrjað að nota neðanjarðarradar til að leita að gröfum við St. Eugene's heimavistarskólanum í Bresku-Kólumbíu í fyrra. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Nú hefur sú leit borið árangur en grafirnar 182 fundust á allt að eins metra dýpi. Undanfarna tvo mánuði hafa fjöldagrafir barna af frumbyggjaættum fundist við tvo heimavistarskóla í Kanada. Annars vegar fannst greftrunarstaður meira en 700 barna í júnímánuði og fjöldagröf fannst í maí þar sem líkamsleifar 215 barna fundust. Talið er að líkin tilheyri börnum af Ktunaxaþjóðinni, en íbúar lægri Kootenay eru af þeirri þjóð. Jason Louie, höfðingi lægra Kootenay samfélagsins, segir líkfundinn snerta hann persónulega þar sem hann átti ættingja sem gengu í St. Eugene's heimavistarskólann. Skólinn var rekinn af kaþólsku kirkjunni, í samstarfi við kanadíska ríkið, frá árinu 1912 fram á áttunda áratuginn. „Köllum þetta bara það sem þetta er, þetta er fjöldamorð á frumbyggjum,“ segir Louie í samtali við CBC. „Nasistarnir voru látnir sæta ábyrgð á stríðsglæpum sínum. Ég sé engan mun á því og að hafa uppi á prestunum, nunnunum og munkunum, sem bera ábyrgð á þessu fjöldamorði, svo þau geti sætt ábyrgð á hlut þeirra í þessu þjóðarmorði á frumbyggjum.“ segir hann enn fremur. Öll börn af frumbyggjaættum voru skikkuð til að sækja heimavistarskólana frá síðari hluta 19. aldar fram á áttunda áratug þeirrar síðustu. Talið er að meira en 150 þúsund frumbyggjabörn hafi sótt skólana, en markmið þeirra var að afmá menningu frumbyggja og aðlaga börnin að menningu og siðum evrópskra innflytjenda. Andlegt-, líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi viðgekkst í skólunum og talið er að þúsundir barna hafi látist á meðan þau voru vistuð í skólunum annað hvort vegna sjúkdóma eða annarra ástæðna. Mörg börn, eins og gefur að skilja, fengu því aldrei að hitta fjölskyldur sínar aftur. 130 heimavistarskólar af þessari gerð voru starfræktir í Kanada á sínum tíma og um 70 prósent þeirra voru reknir af kaþólsku kirkjunni. Sameinaða kirkja Kanada, Öldungakirkjan og Biskupakirkjan tóku einnig þátt í rekstri skólanna.
Kanada Tengdar fréttir Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti. 28. júní 2021 21:31 Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti. 28. júní 2021 21:31
Talið að þúsundir barna hafi dáið í skammarlegum skólum í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir fund líka 215 barna við gamlan heimavistarskóla fyrir fólk af frumbyggjaættum, ekki vera einsdæmi. Hann hefur heitið því að fólk sem var látið sækja þessa skóla muni fá aðstoð frá ríkinu. 31. maí 2021 22:46
Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10