Pírataframapotarar Jóhannes Stefánsson skrifar 6. júlí 2021 13:31 Síðustu daga hefur dagbókarfærslumálið svokallaða enn verið til umfjöllunar. Málið hófst með undarlegri færslu lögreglu um taumlaust partístand á Þorláksmessukvöld. Herlegheitin áttu að hafa farið fram í útleigusal í miðborginni, verið of fjölmenn, staðið of lengi og ráðherra meira að segja verið meðal gesta. Við tók hálfs árs lögreglurannsókn sem lauk loks á dögunum og varpaði ljósi á staðreyndir málsins. Það sem kallað var útleigusalur reyndist vera listasafn og meint samkvæmi var listasýning sem staðið hafði alla aðventuna og var öllum opin. Þá var sýningin hvorki of fjölmenn né stóð of lengi. Einu ávirðingarnar sneru að staðarhöldurum, sem tryggðu ekki rétta framfylgni með grímuskyldu. Fyrir það var sektað og málinu þar með lokið. „Er það of mikið eða?“ Niðurstaðan var í takt við málflutning staðarhaldara frá upphafi og kom því ekki á óvart. Öllu áhugaverðari var hins vegar ákvörðun óháðrar eftirlitsnefndar með lögreglu sem tók vinnubrögð embættisins til skoðunar. Fyrst ber að nefna einbeittan ásetning lögregluþjóna á vettvangi til að koma höggi á konur úr hópi sýningargesta vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. Það skyldi gert með ýktri dagbókarfærslu, sem rædd var í eftirfarandi orðum: Lögreglumaður 1: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar…, er það of mikið eða?“. Lögreglumaður 2: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“ og einnig „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist“. Framhaldið þekkja flestir, þar sem starfsmenn lögreglu áttu við sönnunargögn til að leyna samtalinu. Nú er til skoðunar hvort sömu brögðum hafi verið beitt við rannsókn annarra mála, þar sem hljóðupptaka hefur ýmist gleymst, bilað eða þar fram eftir götunum. Þessi þáttur málsins er því miður grafalvarlegur og til þess fallinn að rýra traust almennings á störfum lögreglu. Í ljósi þessa var áhugavert að sjá hve misjafn áhugi fjölmiðla var á einstökum þáttum málsins. Það hefði mátt búast við að niðurstaða eftirlitsnefndar um fölsuð sönnunargögn hjá lögreglu ætti brýnt erindi við almenning, að mati fjölmiðla. Það kom því verulega á óvart hvernig Ríkisútvarpið, sem flutti tugi frétta um málið þegar það virtist snúast um partístand ráðherra, taldi ákvörðun nefndarinnar ekki jafn fréttnæma. Þannig rataði niðurstaðan ekki inn í kvöldfréttir þegar hún leit dagsins ljós, hvorki klukkan sjö né tíu. Tvöfalt siðgæði Áhugaverðast er þó hvernig Píratar og Landssamband lögreglumanna, sá ólíklegi dúett, hafa tekið höndum saman. Þar er ný saga í smíðum sem gengur út á að nú sé með einhverjum hætti brotið gegn hinum ónafngreindu lögregluþjónum. Samtalið, sem átti sér stað milli einkennisklæddra lögregluþjóna, á vettvangi lögreglurannsóknar og um þá sem rannsóknin snerist beinlínis að, stjórnmálaskoðanir þeirra og fréttaflutning um málið, hafi verið einkamál. Persónuvernd eigi að blanda sér í málið. Einn góður þingmaður Pírata hefur jafnframt kallað eftir því að þingnefnd hafi pólitísk afskipti af rannsókn eftirlitsnefndar með störfum lögreglu. Ætla má að það væri annað hljóð í þingmanninum ef lögregla hefði ekki beint spjótum sínum að Sjálfstæðis-, heldur Pírataframapoturum. Tvöfalda siðgæðið leynist víða. Höfundur er lögmaður og framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Stefánsson Píratar Lögreglan Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur dagbókarfærslumálið svokallaða enn verið til umfjöllunar. Málið hófst með undarlegri færslu lögreglu um taumlaust partístand á Þorláksmessukvöld. Herlegheitin áttu að hafa farið fram í útleigusal í miðborginni, verið of fjölmenn, staðið of lengi og ráðherra meira að segja verið meðal gesta. Við tók hálfs árs lögreglurannsókn sem lauk loks á dögunum og varpaði ljósi á staðreyndir málsins. Það sem kallað var útleigusalur reyndist vera listasafn og meint samkvæmi var listasýning sem staðið hafði alla aðventuna og var öllum opin. Þá var sýningin hvorki of fjölmenn né stóð of lengi. Einu ávirðingarnar sneru að staðarhöldurum, sem tryggðu ekki rétta framfylgni með grímuskyldu. Fyrir það var sektað og málinu þar með lokið. „Er það of mikið eða?“ Niðurstaðan var í takt við málflutning staðarhaldara frá upphafi og kom því ekki á óvart. Öllu áhugaverðari var hins vegar ákvörðun óháðrar eftirlitsnefndar með lögreglu sem tók vinnubrögð embættisins til skoðunar. Fyrst ber að nefna einbeittan ásetning lögregluþjóna á vettvangi til að koma höggi á konur úr hópi sýningargesta vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. Það skyldi gert með ýktri dagbókarfærslu, sem rædd var í eftirfarandi orðum: Lögreglumaður 1: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar…, er það of mikið eða?“. Lögreglumaður 2: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“ og einnig „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist“. Framhaldið þekkja flestir, þar sem starfsmenn lögreglu áttu við sönnunargögn til að leyna samtalinu. Nú er til skoðunar hvort sömu brögðum hafi verið beitt við rannsókn annarra mála, þar sem hljóðupptaka hefur ýmist gleymst, bilað eða þar fram eftir götunum. Þessi þáttur málsins er því miður grafalvarlegur og til þess fallinn að rýra traust almennings á störfum lögreglu. Í ljósi þessa var áhugavert að sjá hve misjafn áhugi fjölmiðla var á einstökum þáttum málsins. Það hefði mátt búast við að niðurstaða eftirlitsnefndar um fölsuð sönnunargögn hjá lögreglu ætti brýnt erindi við almenning, að mati fjölmiðla. Það kom því verulega á óvart hvernig Ríkisútvarpið, sem flutti tugi frétta um málið þegar það virtist snúast um partístand ráðherra, taldi ákvörðun nefndarinnar ekki jafn fréttnæma. Þannig rataði niðurstaðan ekki inn í kvöldfréttir þegar hún leit dagsins ljós, hvorki klukkan sjö né tíu. Tvöfalt siðgæði Áhugaverðast er þó hvernig Píratar og Landssamband lögreglumanna, sá ólíklegi dúett, hafa tekið höndum saman. Þar er ný saga í smíðum sem gengur út á að nú sé með einhverjum hætti brotið gegn hinum ónafngreindu lögregluþjónum. Samtalið, sem átti sér stað milli einkennisklæddra lögregluþjóna, á vettvangi lögreglurannsóknar og um þá sem rannsóknin snerist beinlínis að, stjórnmálaskoðanir þeirra og fréttaflutning um málið, hafi verið einkamál. Persónuvernd eigi að blanda sér í málið. Einn góður þingmaður Pírata hefur jafnframt kallað eftir því að þingnefnd hafi pólitísk afskipti af rannsókn eftirlitsnefndar með störfum lögreglu. Ætla má að það væri annað hljóð í þingmanninum ef lögregla hefði ekki beint spjótum sínum að Sjálfstæðis-, heldur Pírataframapoturum. Tvöfalda siðgæðið leynist víða. Höfundur er lögmaður og framkvæmdastjóri.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun