Ferðaþjónustan að lifna við: „Það eru allir eins og beljur á vorin“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2021 06:00 Pétur Gauti hefur starfað sem leiðsögumaður í tuttugu ár. Vísir/Lillý Ferðaþjónustan á Íslandi er að lifna við þó enn séu tiltölulega fáir ferðamenn á ferð og flugi um landið. Pétur Gauti Valgeirsson, fyrrverandi formaður Leiðsagnar stéttarfélags leiðsögumanna, segir umsvifin aukast mun hraðar en hann hafi talið. Hann líkir fólki í ferðaþjónustu og ferðamönnum við beljur á vorin. Allir séu hæstánægðir með að komast af stað á nýjan leik. „Maður sér það líka á ferðamönnunum. Þeir eru glaðir með að geta verið hérna grímulausir, þurfa ekki að spritta út í eitt og allt það í kringum Covid. Fólk er voða glatt með að komast úr sínum bás og geta farið í ferðalag til útlanda.“ Pétur hefur verið í leiðsögumannabransanum í tuttugu ár en hann starfar fyrir GJ Travel, eða Guðmund Jónasson Travel. Hann er á hringferð um landið með þrjátíu manna hóp frá Bandaríkjunum og var í Ásbyrgi þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Hann segir gaman að hitta kollega aftur eftir það sem gengið hefur á. Ástandið sé þó enn svolítið skrítið. Langflestir séu í sinni fyrstu ferð og enn eigi eftir að opna víða. Hann sé með þrjátíu hóp og hafi ekki séð aðra með fleiri en það. Hins vegar búist menn við því að allt verði fullt í næstu ferðum. „Þetta er að fara miklu hraðar af stað en ég hélt. Ég hélt ég væri þokkalega raunsær með að tala um ágúst eða kannski september. Þetta er gerast hraðar en það,“ segir Pétur. Ekki allir í góðri stöðu Hann segir þó ekki alla í ferðaþjónustunni í góðri stöðu. Hann hafi heyrt af leiðsögumanni sem leitaði með hóp til veitingastaðar út á landi en hafi fengið svör að viðkomandi hefði ekki efni á að kaupa mat til að elda fyrir hópinn. „Menn eru bara búnir með allt rekstrarfé og sparifé,“ segir Pétur. Hann segir það eiga við einhverja en hann sjái einnig að aðrir hafi gert endurbætur. Pétur segist einnig hafa heyrt af vandræðum við að ráða fólk í ferðaþjónustustörf. Það hafi gengið erfiðlega og einhverjir hafi ekki viljað ráða sig í störf sem séu ótrygg. Faraldurinn gæti farið aftur af stað. Á ferð með skemmtilegan hóp frá Bandaríkjunum Hópurinn sem Pétur ferðast nú með er frá Bandaríkjunum. Hann segir fólkið hafa útskrifast úr sama háskólanum en á mismunandi árum. Aldur fólks í hópnum sé á bilinu tuttugu til 84 ára. Með í hópnum eru prófessorar í jarðfræði og sagnfræði og haldnir hafi verið fyrirlestrar. Einn sé til að mynda að lesa Njálu fyrir hópinn. Í hópnum séu systur, kennari með gömlum nemendum sínum og þrjár kynslóðir einnar fjölskyldu. Ferðamenn í Ásbyrgi.Vísir/Lillý „Þetta er skemmtilegt fólk og það hefur mjög mikinn áhuga og spyr rosa mikið af spurningum,“ segir Pétur. „Þannig vill maður hafa það.“ Fækkaði sífelt í síðustu ferðinn í fyrra Pétur fór síðast í hópferð sem þessa í mars í fyrra en sú ferð var vægast sagt óhefðbundin. „Ég átti að fara með tuttugu en þau komu ekki nema átta. Þrír þurftu svo að fara snemma því það var verið að loka landinu þeirra. Svo þurftu tveir aðrir að fara og ég endaði með einn síðasta daginn,“ segir Pétur. Hann segir fólkið hafa séð fram á það að komast mögulega ekki aftur til síns heima. Stór hluti þeirra ferðamanna sem eru að koma til Íslands eru frá Bandaríkjunum. Það segir Pétur gott, því þeir séu kaupglaðir eins og við Íslendingar og skilji mikið eftir sig. Pétur ferðaðist um með nýgiftum hjónum frá Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þegar þau hafi verið að leita að stað til að heimsækja í brúðkaupsferð hafi ríkisstjórn Íslands tilkynnt að tekið yrði á móti fólki með alþjóðleg bólusetningarskírteini. „Þá bara bókuðu þau ferð til Íslands og vissu ekki neitt um Ísland,“ segir Pétur. Hann segir brúðgumann hafa átt afmæli síðasta daginn þeirra á Íslandi. Þann dag hafi þau byrjað í Reynisfjöru, farið svo í sleðaferð upp á Mýrdalsjökul og lokið deginum með því að ganga að eldgosinu á Reykjanesi. „Hann á aldrei eftir að toppa þennan afmælisdag.“ Uppfært: Upprunalega stóð í fréttinni að Pétur Gauti væri formaður Leiðsagnar. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt. Hann er fyrrverandi formaður en núverandi formaður félagsins er Friðrik Rafnsson. Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Tengdar fréttir Vara við því að óbólusett börn ferðist til útlanda Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það. 6. júlí 2021 10:45 Stefna á Íslandsför þrátt fyrir smit Kórónuveirusmit greindist í röðum írska liðsins Sligo Rovers sem mætir FH í evrópsku Sambandsdeildinni á fimmtudag. Aðrir leikmenn liðsins bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku. 5. júlí 2021 17:45 Yfir 10 þúsund farþegar á einum degi í fyrsta sinn í fimmtán mánuði Alls fóru 10.580 manns um Keflavíkurflugvöll síðastliðinn laugardag, en svo margir farþegar hafa ekki farið um völlinn á einum degi frá því 13. mars 2020, eða fyrir rúmum fimmtán mánuðum. 5. júlí 2021 09:01 Fyrsta Chicago-vélin lenti á Keflavíkurflugvelli Bandaríska flugfélagið United Airlines hóf í dag í fyrsta sinn beint flug milli Keflavíkurflugvallar og Chicago. Þetta er í fyrsta sinn sem United býður upp á beint flug milli Íslands og Chicago en bandarískt flugfélag hefur ekki áður boðið upp á beint flug á þessari leið. 2. júlí 2021 14:49 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Hann líkir fólki í ferðaþjónustu og ferðamönnum við beljur á vorin. Allir séu hæstánægðir með að komast af stað á nýjan leik. „Maður sér það líka á ferðamönnunum. Þeir eru glaðir með að geta verið hérna grímulausir, þurfa ekki að spritta út í eitt og allt það í kringum Covid. Fólk er voða glatt með að komast úr sínum bás og geta farið í ferðalag til útlanda.“ Pétur hefur verið í leiðsögumannabransanum í tuttugu ár en hann starfar fyrir GJ Travel, eða Guðmund Jónasson Travel. Hann er á hringferð um landið með þrjátíu manna hóp frá Bandaríkjunum og var í Ásbyrgi þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Hann segir gaman að hitta kollega aftur eftir það sem gengið hefur á. Ástandið sé þó enn svolítið skrítið. Langflestir séu í sinni fyrstu ferð og enn eigi eftir að opna víða. Hann sé með þrjátíu hóp og hafi ekki séð aðra með fleiri en það. Hins vegar búist menn við því að allt verði fullt í næstu ferðum. „Þetta er að fara miklu hraðar af stað en ég hélt. Ég hélt ég væri þokkalega raunsær með að tala um ágúst eða kannski september. Þetta er gerast hraðar en það,“ segir Pétur. Ekki allir í góðri stöðu Hann segir þó ekki alla í ferðaþjónustunni í góðri stöðu. Hann hafi heyrt af leiðsögumanni sem leitaði með hóp til veitingastaðar út á landi en hafi fengið svör að viðkomandi hefði ekki efni á að kaupa mat til að elda fyrir hópinn. „Menn eru bara búnir með allt rekstrarfé og sparifé,“ segir Pétur. Hann segir það eiga við einhverja en hann sjái einnig að aðrir hafi gert endurbætur. Pétur segist einnig hafa heyrt af vandræðum við að ráða fólk í ferðaþjónustustörf. Það hafi gengið erfiðlega og einhverjir hafi ekki viljað ráða sig í störf sem séu ótrygg. Faraldurinn gæti farið aftur af stað. Á ferð með skemmtilegan hóp frá Bandaríkjunum Hópurinn sem Pétur ferðast nú með er frá Bandaríkjunum. Hann segir fólkið hafa útskrifast úr sama háskólanum en á mismunandi árum. Aldur fólks í hópnum sé á bilinu tuttugu til 84 ára. Með í hópnum eru prófessorar í jarðfræði og sagnfræði og haldnir hafi verið fyrirlestrar. Einn sé til að mynda að lesa Njálu fyrir hópinn. Í hópnum séu systur, kennari með gömlum nemendum sínum og þrjár kynslóðir einnar fjölskyldu. Ferðamenn í Ásbyrgi.Vísir/Lillý „Þetta er skemmtilegt fólk og það hefur mjög mikinn áhuga og spyr rosa mikið af spurningum,“ segir Pétur. „Þannig vill maður hafa það.“ Fækkaði sífelt í síðustu ferðinn í fyrra Pétur fór síðast í hópferð sem þessa í mars í fyrra en sú ferð var vægast sagt óhefðbundin. „Ég átti að fara með tuttugu en þau komu ekki nema átta. Þrír þurftu svo að fara snemma því það var verið að loka landinu þeirra. Svo þurftu tveir aðrir að fara og ég endaði með einn síðasta daginn,“ segir Pétur. Hann segir fólkið hafa séð fram á það að komast mögulega ekki aftur til síns heima. Stór hluti þeirra ferðamanna sem eru að koma til Íslands eru frá Bandaríkjunum. Það segir Pétur gott, því þeir séu kaupglaðir eins og við Íslendingar og skilji mikið eftir sig. Pétur ferðaðist um með nýgiftum hjónum frá Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þegar þau hafi verið að leita að stað til að heimsækja í brúðkaupsferð hafi ríkisstjórn Íslands tilkynnt að tekið yrði á móti fólki með alþjóðleg bólusetningarskírteini. „Þá bara bókuðu þau ferð til Íslands og vissu ekki neitt um Ísland,“ segir Pétur. Hann segir brúðgumann hafa átt afmæli síðasta daginn þeirra á Íslandi. Þann dag hafi þau byrjað í Reynisfjöru, farið svo í sleðaferð upp á Mýrdalsjökul og lokið deginum með því að ganga að eldgosinu á Reykjanesi. „Hann á aldrei eftir að toppa þennan afmælisdag.“ Uppfært: Upprunalega stóð í fréttinni að Pétur Gauti væri formaður Leiðsagnar. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt. Hann er fyrrverandi formaður en núverandi formaður félagsins er Friðrik Rafnsson.
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Tengdar fréttir Vara við því að óbólusett börn ferðist til útlanda Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það. 6. júlí 2021 10:45 Stefna á Íslandsför þrátt fyrir smit Kórónuveirusmit greindist í röðum írska liðsins Sligo Rovers sem mætir FH í evrópsku Sambandsdeildinni á fimmtudag. Aðrir leikmenn liðsins bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku. 5. júlí 2021 17:45 Yfir 10 þúsund farþegar á einum degi í fyrsta sinn í fimmtán mánuði Alls fóru 10.580 manns um Keflavíkurflugvöll síðastliðinn laugardag, en svo margir farþegar hafa ekki farið um völlinn á einum degi frá því 13. mars 2020, eða fyrir rúmum fimmtán mánuðum. 5. júlí 2021 09:01 Fyrsta Chicago-vélin lenti á Keflavíkurflugvelli Bandaríska flugfélagið United Airlines hóf í dag í fyrsta sinn beint flug milli Keflavíkurflugvallar og Chicago. Þetta er í fyrsta sinn sem United býður upp á beint flug milli Íslands og Chicago en bandarískt flugfélag hefur ekki áður boðið upp á beint flug á þessari leið. 2. júlí 2021 14:49 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Vara við því að óbólusett börn ferðist til útlanda Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það. 6. júlí 2021 10:45
Stefna á Íslandsför þrátt fyrir smit Kórónuveirusmit greindist í röðum írska liðsins Sligo Rovers sem mætir FH í evrópsku Sambandsdeildinni á fimmtudag. Aðrir leikmenn liðsins bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku. 5. júlí 2021 17:45
Yfir 10 þúsund farþegar á einum degi í fyrsta sinn í fimmtán mánuði Alls fóru 10.580 manns um Keflavíkurflugvöll síðastliðinn laugardag, en svo margir farþegar hafa ekki farið um völlinn á einum degi frá því 13. mars 2020, eða fyrir rúmum fimmtán mánuðum. 5. júlí 2021 09:01
Fyrsta Chicago-vélin lenti á Keflavíkurflugvelli Bandaríska flugfélagið United Airlines hóf í dag í fyrsta sinn beint flug milli Keflavíkurflugvallar og Chicago. Þetta er í fyrsta sinn sem United býður upp á beint flug milli Íslands og Chicago en bandarískt flugfélag hefur ekki áður boðið upp á beint flug á þessari leið. 2. júlí 2021 14:49