Lögreglan mátti ekki vísa georgískum tannlækni úr landi Árni Sæberg skrifar 12. júlí 2021 18:14 Lögreglan á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Kærunefnd útlendingamála hefur fellt ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að vísa georgískum ferðamanni úr landi úr gildi. Tannlæknirinn georgíski kom hingað til lands þann 1. júní 2021 frá Gdansk í Póllandi en hann hefur gilt dvalarleyfi þar í landi til 2024. Við komu hans til landsins tilkynnti landamæravörður lögreglu að komufarþegi frá Georgíu væri óbólusettur og skoðuðu lögreglumenn málið nánar. Við skoðun á ferðagögnum tannlæknisins kom í ljós að hann væri með vegabréf frá Georgíu og skírteini til staðfestingar á því að hann hefði dvalarleyfi í Póllandi. Aðspurður sagðist maðurinn vera óbólusettur, ekki hafa fengið Covid-19 sjúkdóminn en framvísað gildu neikvæðu PCR-prófi. Uppgefnar ástæður tannlæknisins um komu til landsins voru metnar af lögreglu þannig að þær væru ekki gildar ástæður fyrir inngöngu í landið. Lögreglan vísaði til bráðabirgðarákvæðis í reglugerð um för yfir landamæri þess efnis að útlendingar sem koma frá löndum utan EES eða EFTA þurfi að sýna fram á „brýnar erindagjörðir“ til að fá inngöngu í landið. Fór heim á eigin kostnað Tannlæknirinn samþykkti að kaupa sér sjálfur farmiða til baka og fór með flugi til Varsjár, skömmu eftir miðnætti þann 2. júní 2021. Hann kærði ákvörðun lögreglu til kærunefndar útlendingamála þann 2. júní 2021 en meðfylgjandi kæru voru athugasemdir mannsins ásamt fylgigögnum. Í greinargerð vísar tannlæknirinn til þess að hann sé georgískur ríkisborgari með dvalarleyfi í Póllandi. Honum hafi verið vísað frá Íslandi hinn 1. júní 2021 og hann hafi ekki fengið lögmætar skýringar á ákvörðuninni. Hann hafi fylgt leiðbeiningum um fyrirhugaða landgöngu á Íslandi, meðal annars um forskráningu og neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Þá hafi hann jafnframt verið tilbúinn að fara í sóttkví í fimm daga. Vísar maðurinn til þess að tilgangur dvalar hafi verið að heimsækja vini og ferðast um landið auk þess sem hann sé menntaður tannlæknir og hafi ætlað sér að skoða atvinnumöguleika hérlendis. Eigi hann rétt á því að fá skýringar á hinni kærðu ákvörðun en tilkominn kostnaður vegna hennar hafi allur lent á honum. Augljóst frá upphafi að ekki mætti vísa manninum úr landi Í niðurstöðum kærunefndar útlendingamála segir að tannlæknirinn hafi uppfyllt allar reglur um komu til landsins samkvæmt lögum um útlendinga. Þá hafi hann einnig fylgt öllum Covid-19 tengdum reglum. Enn fremur segir nefndin að bráðabirgðaákvæði í reglugerð um för yfir landamæri geti ekki átt við um manninn þar sem georgískir ríkisborgarar þurfa ekki að framvísa vegabréfsáritun við komu til Ísland. Auk þess er maðurinn EES-borgari þar sem Pólland er meðlimur í Evrópusambandinu en hann hefur dvalarleyfi í Póllandi. Með vísan til alls ofangreinds felldi kærunefnd útlendingamála ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi úr gildi. Nefndin ávítir lögregluna einnig og bendir á að upplýsingar sem benda til að ekki hafi verið leyfilegt að vísa manninum úr landi hafi legið fyrir allt frá upphafi. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Tannlæknirinn georgíski kom hingað til lands þann 1. júní 2021 frá Gdansk í Póllandi en hann hefur gilt dvalarleyfi þar í landi til 2024. Við komu hans til landsins tilkynnti landamæravörður lögreglu að komufarþegi frá Georgíu væri óbólusettur og skoðuðu lögreglumenn málið nánar. Við skoðun á ferðagögnum tannlæknisins kom í ljós að hann væri með vegabréf frá Georgíu og skírteini til staðfestingar á því að hann hefði dvalarleyfi í Póllandi. Aðspurður sagðist maðurinn vera óbólusettur, ekki hafa fengið Covid-19 sjúkdóminn en framvísað gildu neikvæðu PCR-prófi. Uppgefnar ástæður tannlæknisins um komu til landsins voru metnar af lögreglu þannig að þær væru ekki gildar ástæður fyrir inngöngu í landið. Lögreglan vísaði til bráðabirgðarákvæðis í reglugerð um för yfir landamæri þess efnis að útlendingar sem koma frá löndum utan EES eða EFTA þurfi að sýna fram á „brýnar erindagjörðir“ til að fá inngöngu í landið. Fór heim á eigin kostnað Tannlæknirinn samþykkti að kaupa sér sjálfur farmiða til baka og fór með flugi til Varsjár, skömmu eftir miðnætti þann 2. júní 2021. Hann kærði ákvörðun lögreglu til kærunefndar útlendingamála þann 2. júní 2021 en meðfylgjandi kæru voru athugasemdir mannsins ásamt fylgigögnum. Í greinargerð vísar tannlæknirinn til þess að hann sé georgískur ríkisborgari með dvalarleyfi í Póllandi. Honum hafi verið vísað frá Íslandi hinn 1. júní 2021 og hann hafi ekki fengið lögmætar skýringar á ákvörðuninni. Hann hafi fylgt leiðbeiningum um fyrirhugaða landgöngu á Íslandi, meðal annars um forskráningu og neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Þá hafi hann jafnframt verið tilbúinn að fara í sóttkví í fimm daga. Vísar maðurinn til þess að tilgangur dvalar hafi verið að heimsækja vini og ferðast um landið auk þess sem hann sé menntaður tannlæknir og hafi ætlað sér að skoða atvinnumöguleika hérlendis. Eigi hann rétt á því að fá skýringar á hinni kærðu ákvörðun en tilkominn kostnaður vegna hennar hafi allur lent á honum. Augljóst frá upphafi að ekki mætti vísa manninum úr landi Í niðurstöðum kærunefndar útlendingamála segir að tannlæknirinn hafi uppfyllt allar reglur um komu til landsins samkvæmt lögum um útlendinga. Þá hafi hann einnig fylgt öllum Covid-19 tengdum reglum. Enn fremur segir nefndin að bráðabirgðaákvæði í reglugerð um för yfir landamæri geti ekki átt við um manninn þar sem georgískir ríkisborgarar þurfa ekki að framvísa vegabréfsáritun við komu til Ísland. Auk þess er maðurinn EES-borgari þar sem Pólland er meðlimur í Evrópusambandinu en hann hefur dvalarleyfi í Póllandi. Með vísan til alls ofangreinds felldi kærunefnd útlendingamála ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi úr gildi. Nefndin ávítir lögregluna einnig og bendir á að upplýsingar sem benda til að ekki hafi verið leyfilegt að vísa manninum úr landi hafi legið fyrir allt frá upphafi.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira