„Ekki sá duglegasti að læra í Versló“ en lauk meistaragráðu í geimvísindum á dögunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2021 06:01 Björn útskrifaðist með meistaragráðu í geimvísindum frá danska háskólanum DTU ásamt fimmtán öðrum. Aðsend Íslendingur sem lauk meistaragráðu í geimvísindum á dögunum segir að það hafi komið vinum og fjölskyldu sinni á óvart að hann hafi valið eðlisfræðinám þar sem hann var að eigin sögn ekkert sérstaklega duglegur að læra í menntaskóla. Hann myndi gjarnan vilja stunda geimrannsóknir við tunglið og stefnir á doktorsnám í faginu. Björn Bergsson útskrifaðist á dögunum með meistaragráðu í geimvísindum frá danska tækniháskólanum (DTU). Björn lærði eðlisfræði og stjarneðlisfræði í Háskóla Íslands eftir útskrift úr Verzlunarskólanum. „Eftir grunnnámið þá var ég að skoða möguleikana í Danmörku því þar þekkir maður marga og ég rakst þá á þetta nám, geimvísindi.“ Aðspurður segir hann að í náminu felist meðal annars stjarneðlisfræði auk þess sem nemendum er kennt að byggja og hanna gervihnattatungl og nota gögn úr þeim til að gera allskonar rannsóknir. Bæði til að fylgjast með jörðinni og gera rannsóknir úti í geimi. „Ég endaði á því að fókusa mest á geimvísindin. Það er hægt að koma í þetta nám með fjölbreytta bakgrunna. Minn grunnur var eðlisfræði en það er til dæmis líka hægt að fara í það með grunn í rafmagnsverkfræði eða vélaverkfræði.“ Björn ásamt kennurum sínum að námi loknu. Mennirnir vinstra megin við Björn leiðbeindu honum í lokaverkefninu. Þeir eru Per Knudsen og Stig Syndergaard. Lengst til hægri er prófdómarinn.Aðsend Fimmtán í árgangi Hann segir að námið hafi verið skemmtilegt en krefjandi. „Ég kynntist krökkunum í náminu vel því það eru auðvitað ekki margir sem ákveða að læra þetta. Við vorum fimmtán í árgangi. Ég var mjög heppinn því ég byrjaði í náminu haustið 2019 þannig að fyrsta önnin var alveg eðlileg og fyrri hluti seinni annar fyrsta ársins en svo skall Covid-19 á. Þannig að hluti námsins fór fram á rafrænu formi en þar sem við vorum fá í árgangi fengum við stundum að mæta upp í skóla þegar fjöldatakmarkanir leyfðu.“ Missti af vettvangsferðum vegna Covid19 „Það var aðeins um vettvangsferðir í náminu en það var mest innan skólans eftir að Covid19 skall á. Til dæmis var á dagskrá mjög spennandi ferð þar sem prófanir voru gerðar á gervihnattatunglum áður en þeim er skotið upp á loft. Við áttum að fylgjast með því en svo varð ekki úr því þegar kennslan fór í rafrænt form en ég kvarta þó ekki.“ Björn og bekkjarfélagar hans á góðri stundu.Aðsend Sagður fyrsti Íslendingurinn til að klára námið Hann segir námið alþjóðlegt og að fólk komi alls staðar frá. „Það komu margir frá Spáni, Frakklandi, Grikklandi og Ítalíu. Ég var sá eini sem flutti frá norðri til suðurs. Ég fór í góða veðrið í Danmörku en hinir fóru allir úr góðu veðri í verra. Svo auðvitað voru danskir nemendur en mér var sagt að ég væri eini Íslendingurinn sem hefur klárað þetta nám.“ Hann segir námið fjölbreytt og að hver og einni geti fundið sína hillu. Skólinn sé framarlega í geimvísindum og vinnur í nánu samstarfi við geimbransann. „Deildin er í miklu samstarfi við Evrópsku geimfarastofnunina (ESA) og Bandarísku geimferðarstofnunina (NASA). Deildin tók mikinn þátt í Mars jeppanum sem sendur var upp árið 2020 og lenti 2021. Þannig það er mjög gaman að læra í þessu umhverfi.“ Við rannsóknir.Aðsend Hann segir möguleikana mikla að námi loknu þó tækifærin séu ekki mörg hérlendis. „Á Íslandi er geimbransinn ekki risastór þannig möguleikarnir eru minni hér. En í Danmörku eru yfir 200 einkafyrirtæki sem tengjast geimbransanum á einn eða annan hátt. Svo er líka hægt að reyna við þessar alþjóðlegu stofnanir eins og ESA eða NASA.“ Stefnir á doktorsnám Í haust mun Björn hefja störf há upplýsingatæknifyrirtæki. „Það er ekki beint tengt geimnum en mér finnst það spennandi því fyrirtækið er alþjóðlegt og maður fær mikla kennslu þar. Þó maður sérhæfi sig í geimvísindum þá er vel hægt að starfa á öðrum sviðum. Líklegast fer ég síðan í doktorsnám í geimvísindum í framtíðinni.“ Fréttamaður þurfti aðstoð Björns til að skilja hvað hér væri á seyði. Hér er Björn að hanna forrit sem greinir gögn frá gervihnattatunglum á hægri hluta tölvuskjásins en skrifar meistararitgerðina á vinsti hluta hans.aðsend Inntur eftir því hver draumurinn sé segist Björn vera með eitt skýrt markmið. „Það er að gera eitthvað á hverjum degi sem mér finnst skemmtilegt. Ef það eru geimrannsóknir þá er það geggjað en ef það er í öðrum geira og skemmtilegt þá er ég til í það líka. Svo kemur bara í ljós hvar ég enda.“ „Ekki sá duglegasti að læra í Versló“ Hann segir að námsvalið hafi ekki komið fólki sérstaklega á óvart þar sem hann hafði klárað grunnnám í stjarneðlisfræði. „Það kom fólki kannski frekar á óvart að ég skyldi velja eðlisfræðina því ég var ekki sá duglegasti að læra í Versló. Þar hafði ég meiri áhuga á félagslífinu. Það er auðvitað smá pakki að fara í Versló, þaðan í heimsreisu og vinda sér svo í eðlisfræðina. Allt í einu var maður kominn í hóp þar sem allir hafa alltaf verið duglegir að læra og með áhuga á faginu. Svo kviknaði mikill áhugi hjá mér. Til þess að vera í náminu þá þarf áhuginn að vera til staðar því þetta er krefjandi nám.“ Við mælingar í sumarveðri.aðsend Tunglið vekur áhuga „Það væri mjög gaman að rannsaka tunglið og gera geimrannsóknir við tunglið. Ég er ekki með neitt markmið að verða geimfari eða neitt þannig en auðvitað eru mörg störf sem tengjast því mjög spennandi.“ Þá mælir hann hiklaust með náminu. „Ég myndi mjög mikið mæla með þessu námi. Alveg hiklaust. Það er hægt að koma inn í það með fjölbreyttan bakgrunn og finna svo sitt svið. Þó það sé auðvitað mjög gott að hafa bakgrunn í stærðfræði eða eðlisfræði.“ Geimurinn Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira
Björn Bergsson útskrifaðist á dögunum með meistaragráðu í geimvísindum frá danska tækniháskólanum (DTU). Björn lærði eðlisfræði og stjarneðlisfræði í Háskóla Íslands eftir útskrift úr Verzlunarskólanum. „Eftir grunnnámið þá var ég að skoða möguleikana í Danmörku því þar þekkir maður marga og ég rakst þá á þetta nám, geimvísindi.“ Aðspurður segir hann að í náminu felist meðal annars stjarneðlisfræði auk þess sem nemendum er kennt að byggja og hanna gervihnattatungl og nota gögn úr þeim til að gera allskonar rannsóknir. Bæði til að fylgjast með jörðinni og gera rannsóknir úti í geimi. „Ég endaði á því að fókusa mest á geimvísindin. Það er hægt að koma í þetta nám með fjölbreytta bakgrunna. Minn grunnur var eðlisfræði en það er til dæmis líka hægt að fara í það með grunn í rafmagnsverkfræði eða vélaverkfræði.“ Björn ásamt kennurum sínum að námi loknu. Mennirnir vinstra megin við Björn leiðbeindu honum í lokaverkefninu. Þeir eru Per Knudsen og Stig Syndergaard. Lengst til hægri er prófdómarinn.Aðsend Fimmtán í árgangi Hann segir að námið hafi verið skemmtilegt en krefjandi. „Ég kynntist krökkunum í náminu vel því það eru auðvitað ekki margir sem ákveða að læra þetta. Við vorum fimmtán í árgangi. Ég var mjög heppinn því ég byrjaði í náminu haustið 2019 þannig að fyrsta önnin var alveg eðlileg og fyrri hluti seinni annar fyrsta ársins en svo skall Covid-19 á. Þannig að hluti námsins fór fram á rafrænu formi en þar sem við vorum fá í árgangi fengum við stundum að mæta upp í skóla þegar fjöldatakmarkanir leyfðu.“ Missti af vettvangsferðum vegna Covid19 „Það var aðeins um vettvangsferðir í náminu en það var mest innan skólans eftir að Covid19 skall á. Til dæmis var á dagskrá mjög spennandi ferð þar sem prófanir voru gerðar á gervihnattatunglum áður en þeim er skotið upp á loft. Við áttum að fylgjast með því en svo varð ekki úr því þegar kennslan fór í rafrænt form en ég kvarta þó ekki.“ Björn og bekkjarfélagar hans á góðri stundu.Aðsend Sagður fyrsti Íslendingurinn til að klára námið Hann segir námið alþjóðlegt og að fólk komi alls staðar frá. „Það komu margir frá Spáni, Frakklandi, Grikklandi og Ítalíu. Ég var sá eini sem flutti frá norðri til suðurs. Ég fór í góða veðrið í Danmörku en hinir fóru allir úr góðu veðri í verra. Svo auðvitað voru danskir nemendur en mér var sagt að ég væri eini Íslendingurinn sem hefur klárað þetta nám.“ Hann segir námið fjölbreytt og að hver og einni geti fundið sína hillu. Skólinn sé framarlega í geimvísindum og vinnur í nánu samstarfi við geimbransann. „Deildin er í miklu samstarfi við Evrópsku geimfarastofnunina (ESA) og Bandarísku geimferðarstofnunina (NASA). Deildin tók mikinn þátt í Mars jeppanum sem sendur var upp árið 2020 og lenti 2021. Þannig það er mjög gaman að læra í þessu umhverfi.“ Við rannsóknir.Aðsend Hann segir möguleikana mikla að námi loknu þó tækifærin séu ekki mörg hérlendis. „Á Íslandi er geimbransinn ekki risastór þannig möguleikarnir eru minni hér. En í Danmörku eru yfir 200 einkafyrirtæki sem tengjast geimbransanum á einn eða annan hátt. Svo er líka hægt að reyna við þessar alþjóðlegu stofnanir eins og ESA eða NASA.“ Stefnir á doktorsnám Í haust mun Björn hefja störf há upplýsingatæknifyrirtæki. „Það er ekki beint tengt geimnum en mér finnst það spennandi því fyrirtækið er alþjóðlegt og maður fær mikla kennslu þar. Þó maður sérhæfi sig í geimvísindum þá er vel hægt að starfa á öðrum sviðum. Líklegast fer ég síðan í doktorsnám í geimvísindum í framtíðinni.“ Fréttamaður þurfti aðstoð Björns til að skilja hvað hér væri á seyði. Hér er Björn að hanna forrit sem greinir gögn frá gervihnattatunglum á hægri hluta tölvuskjásins en skrifar meistararitgerðina á vinsti hluta hans.aðsend Inntur eftir því hver draumurinn sé segist Björn vera með eitt skýrt markmið. „Það er að gera eitthvað á hverjum degi sem mér finnst skemmtilegt. Ef það eru geimrannsóknir þá er það geggjað en ef það er í öðrum geira og skemmtilegt þá er ég til í það líka. Svo kemur bara í ljós hvar ég enda.“ „Ekki sá duglegasti að læra í Versló“ Hann segir að námsvalið hafi ekki komið fólki sérstaklega á óvart þar sem hann hafði klárað grunnnám í stjarneðlisfræði. „Það kom fólki kannski frekar á óvart að ég skyldi velja eðlisfræðina því ég var ekki sá duglegasti að læra í Versló. Þar hafði ég meiri áhuga á félagslífinu. Það er auðvitað smá pakki að fara í Versló, þaðan í heimsreisu og vinda sér svo í eðlisfræðina. Allt í einu var maður kominn í hóp þar sem allir hafa alltaf verið duglegir að læra og með áhuga á faginu. Svo kviknaði mikill áhugi hjá mér. Til þess að vera í náminu þá þarf áhuginn að vera til staðar því þetta er krefjandi nám.“ Við mælingar í sumarveðri.aðsend Tunglið vekur áhuga „Það væri mjög gaman að rannsaka tunglið og gera geimrannsóknir við tunglið. Ég er ekki með neitt markmið að verða geimfari eða neitt þannig en auðvitað eru mörg störf sem tengjast því mjög spennandi.“ Þá mælir hann hiklaust með náminu. „Ég myndi mjög mikið mæla með þessu námi. Alveg hiklaust. Það er hægt að koma inn í það með fjölbreyttan bakgrunn og finna svo sitt svið. Þó það sé auðvitað mjög gott að hafa bakgrunn í stærðfræði eða eðlisfræði.“
Geimurinn Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira