Tvítugur Íslendingur ákærður fyrir hrottalegt morð í Kaliforníu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2021 10:25 Daníel fannst á vettvangi morðsins og var handtekinn samstundis. Myndin er alls ótengd fréttinni. Getty/Jane Tyska Íslenskur karlmaður um tvítugt er grunaður um að hafa myrt og limlest unga konu í bænum Ridgecrest í Kaliforníu í maímánuði. Hann hefur verið ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og er sagður hafa játað morðið. Að morgni dags 18. maí fannst Daníel Gunnarsson í bílskúr á heimili stjúpföður síns í Ridgecrest með lík Katie Pham, 21 árs stúlku, við hlið sér. Samkvæmt dómsgögnum sem fréttastofa 17 News hefur undir höndum voru buxur, hendur og háls Daníels útataðar í blóði. Að mati réttarmeinafræðings var Pham stungin til bana en hún var með fjölda stunguáverka á líkama og höfði. Talið er að Daníel hafi notað ísnál við verknaðinn. Daníel var handtekinn á staðnum og játaði fyrir lögreglumönnum að hafa orðið Pham að bana. Þá hafi hann sagt við lögreglumenn þegar þeir spurðu hann út í áverka á höfði Pham: „Ég veit það ekki, ég hlýt að hafa barið hana í höfuðið.“ Samkvæmt frétt DV um málið fluttist Daníel til Kaliforníu með móður sinni, sem var af tékkneskum uppruna, fyrir nokkrum árum. Hann hafi verið búsettur þar í nokkur ár og gengið í gagnfræðiskóla í bænum en faðir Daníels er íslenskur. Hættu saman stuttu fyrir morðið Haft er eftir stjúpföður Daníels í frétt 17 News að Daníel og Pham, sem var skólasystir hans í gagnfræðiskóla, hafi átt í sambandi í stuttan tíma fyrir morðið. Snemma morguns 18. maí hafi Daníel hins vegar tjáð honum að hann væri að ganga í gegn um sambandsslit. Þá hafi systir stjúpföðurins séð Daníel og Pham saman rétt áður en Pham var myrt. Í skýrslutöku hjá lögreglu greindu tveir vinir Daníels frá því að Daníel og Pham hafi verið að hittast en sambandið hafi þó ekki verið alvarlegt. Daníel hafi þó verið í uppnámi vegna þess að Pham bar ekki sömu tilfinningar til hans og hann bar til hennar. Þá hafi Daníel liðið mjög illa andlega og hafi daginn fyrir morðið gert tilraun til að taka eigið líf með því að keyra á vegg. Þá er haft eftir vinkonu Pham að hún hafi orðið vitni að rifrildi milli Pham og Daníels nokkrum dögum fyrir morðið, þar sem Daníel hafi verið nokkuð orðljótur. Þau hafi keyrt til Las Vegas til að sækja vinkonuna og á leiðinni heim hafi Daníel keyrt eins og óður maður vegna þess að Pham var í símanum og sýndi honum ekki athygli. Að lokum hafi vinkonunni tekist að fá Daníel að stoppa bílinn og keyrði hún sjálf það sem eftir var heimferðarinnar. Gengst undir geðrænt mat fyrir réttarhöldin Grunur er um að Daníel hafi neytt fíkniefna fyrir morðið en hann sagðist sjálfur í skýrslutöku hjá lögreglu vera í vímu eftir að hafa neytt maríjúana. Stjúpfaðir Daníels sagðist aðspurður ekki vita til þess að Daníel hafi nokkurn tíma neytt fíkniefna eða glímt við geðræn vandamál. Leiða átti Daníel fyrir dómara í síðustu viku en því var frestað og ákveðið að Daníel skyldi gangast undir geðrænt mat. Vitnaleiðsla í málinu mun fara fram í byrjun ágúst en Daníel situr nú í gæsluvarðhaldi og á hann ekki möguleika á að vera sleppt gegn tryggingu. Bandaríkin Íslendingar erlendis Mál Daníels Gunnarssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Að morgni dags 18. maí fannst Daníel Gunnarsson í bílskúr á heimili stjúpföður síns í Ridgecrest með lík Katie Pham, 21 árs stúlku, við hlið sér. Samkvæmt dómsgögnum sem fréttastofa 17 News hefur undir höndum voru buxur, hendur og háls Daníels útataðar í blóði. Að mati réttarmeinafræðings var Pham stungin til bana en hún var með fjölda stunguáverka á líkama og höfði. Talið er að Daníel hafi notað ísnál við verknaðinn. Daníel var handtekinn á staðnum og játaði fyrir lögreglumönnum að hafa orðið Pham að bana. Þá hafi hann sagt við lögreglumenn þegar þeir spurðu hann út í áverka á höfði Pham: „Ég veit það ekki, ég hlýt að hafa barið hana í höfuðið.“ Samkvæmt frétt DV um málið fluttist Daníel til Kaliforníu með móður sinni, sem var af tékkneskum uppruna, fyrir nokkrum árum. Hann hafi verið búsettur þar í nokkur ár og gengið í gagnfræðiskóla í bænum en faðir Daníels er íslenskur. Hættu saman stuttu fyrir morðið Haft er eftir stjúpföður Daníels í frétt 17 News að Daníel og Pham, sem var skólasystir hans í gagnfræðiskóla, hafi átt í sambandi í stuttan tíma fyrir morðið. Snemma morguns 18. maí hafi Daníel hins vegar tjáð honum að hann væri að ganga í gegn um sambandsslit. Þá hafi systir stjúpföðurins séð Daníel og Pham saman rétt áður en Pham var myrt. Í skýrslutöku hjá lögreglu greindu tveir vinir Daníels frá því að Daníel og Pham hafi verið að hittast en sambandið hafi þó ekki verið alvarlegt. Daníel hafi þó verið í uppnámi vegna þess að Pham bar ekki sömu tilfinningar til hans og hann bar til hennar. Þá hafi Daníel liðið mjög illa andlega og hafi daginn fyrir morðið gert tilraun til að taka eigið líf með því að keyra á vegg. Þá er haft eftir vinkonu Pham að hún hafi orðið vitni að rifrildi milli Pham og Daníels nokkrum dögum fyrir morðið, þar sem Daníel hafi verið nokkuð orðljótur. Þau hafi keyrt til Las Vegas til að sækja vinkonuna og á leiðinni heim hafi Daníel keyrt eins og óður maður vegna þess að Pham var í símanum og sýndi honum ekki athygli. Að lokum hafi vinkonunni tekist að fá Daníel að stoppa bílinn og keyrði hún sjálf það sem eftir var heimferðarinnar. Gengst undir geðrænt mat fyrir réttarhöldin Grunur er um að Daníel hafi neytt fíkniefna fyrir morðið en hann sagðist sjálfur í skýrslutöku hjá lögreglu vera í vímu eftir að hafa neytt maríjúana. Stjúpfaðir Daníels sagðist aðspurður ekki vita til þess að Daníel hafi nokkurn tíma neytt fíkniefna eða glímt við geðræn vandamál. Leiða átti Daníel fyrir dómara í síðustu viku en því var frestað og ákveðið að Daníel skyldi gangast undir geðrænt mat. Vitnaleiðsla í málinu mun fara fram í byrjun ágúst en Daníel situr nú í gæsluvarðhaldi og á hann ekki möguleika á að vera sleppt gegn tryggingu.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Mál Daníels Gunnarssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira