Hvenær gilda lög og þá fyrir hverja? Jón Páll Haraldsson skrifar 22. júlí 2021 15:31 Tökum sem dæmi hámarkshraða á Reykjanesbrautinni sem er 90 km. Mörgum finnst að hraðinn mætti vera 120 km og þá sérstaklega þar sem akreinar eru 2 X 2. Getur þá talist í lagi að keyra á 120 km hraða á Reykjanesbrautinni, þar sem svo margir eru sammála því að lög um hámarkshraða séu ekki rétt? Gæti það líka talist í lagi að ef t.d. dómsmála- og fjármálaráðherrar panti alltaf sérstaklega bílstjóra fyrir sig, sem þau vita að keyra Reykjanesbrautina alltaf á 120 km hraða, ef þau eru hluti þess hóps sem finnst að löglegi hraðinn ætti að vera 120 km? Hvað svo ef einhverjir lögreglustjórar, eða lögregluþjónar láta það vera að kæra þá sem keyra á 120 km hraða, þar sem þeim finnst líka að hámarkshraðinn ætti að vera 120 km? Nú er það alveg ljóst að um lögbrot er að ræða, þar sem lögum hefur ekki verið breytt, og hver er þá lögbrjóturinn? Bílstjórinn, sá sem kaupir sérstaklega þjónustu hans vegna þess að hann keyrir alltaf of hratt, lögreglustjórinn eða lögregluþjónarnir sem lýta fram hjá brotinu? Verður ekki 120 km hraði á Reykjanesbrautinni ekki alltaf lögbrot þar til Alþingi samþykkir ný lög um hámarkshraða? Nú hefur það verið umtalað í samfélaginu að fyrirtækið Santé ehf kt. 641114-1030, með VSK númerið 118625 hafi stundað ólöglega sölu á áfengi frá árinu 2015 til dagsins í dag. Ég hef t.d. séð tölvupóst frá 2015 þar sem Santé ehf er að bjóða vín til banka og ég hef einnig séð kvittun þar sem kemur fram að Santé ehf seldi vín til einstaklings í nóvember 2020. Ég hef líka heyrt að Santé ehf leiki þann leik að gefa út reikninga á einstaklinga og fyrirtæki sem hafa ekki endursöluleyfi áfengis og bakfæri síðan reikningana í sínu bókhaldi, en sendi ekki kredit reikning á viðkomandi fyrirtæki og síðan er gefinn út nýr reikningur á nokkur veitingahús sem Santé ehf er í samstarfi við. Ég vil taka sérstaklega fram að þótt einn veitingamaður hafi viðurkennt fyrir mér að hann leyfi Santé ehf að gera tilhæfulausa reikninga, þá hef ég ekki séð nein gögn sem staðfesta þennan orðróm um þess lags reikningsviðskipti. Nú er spurningin eins og með hámarkshraðann á Reykjanesbrautinni: Er það í lagi, ef satt er, að fyrirtækið Santé ehf selji áfengi ólöglega? Eingöngu vegna þess að svo margir eru sammála því að lögin ættu að leyfa frjálsa sölu á áfengi til allra. Hvað ef t.d. dómsmála- og fjármálaráðherra panta þjónustu frá Santé ehf, þar sem þau eru fylgjandi þess að hafa sölu á áfengi frjálsa? Er það þá líka í lagi að engin kæra berist (eða komist í gegn eins og orðrómur segir) þar sem einhverjir sem ráða, koma í veg fyrir kæru, því þau eru líka sammála að Santé ehf eigi að hafa frelsi til að selja áfengi til hvers sem er og jafnvel til þeirra líka? Hver er núna að fremja lögbrot ef sögur eru sannar? Er það fyrirtækið Santé ehf? Eru það þau sem panta þjónustuna frá Santé ehf? Eða þau sem ákveða að líta fram hjá brotinu? Einfaldlega vegna þess að þeim finnst persónulega þetta ekki vera brot. Er ekki sala á áfengi til almennings og fyrirtækja sem ekki hafa endursöluleyfi alltaf lögbrot? Er ekki svarið einfaldlega: að minnsta kosti þar til Alþingi breytir núverandi lögum eða samþykkir ný lög um áfengissölu á nákvæmlega sama hátt og það er ólöglegt að keyra á 120km hraða á Reykjanesbrautinni samkvæmt núgildandi umferðarlögum. Vissulega margar spurningar, en aðalatriðið er: hvenær gilda lög og þá fyrir hverja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Tökum sem dæmi hámarkshraða á Reykjanesbrautinni sem er 90 km. Mörgum finnst að hraðinn mætti vera 120 km og þá sérstaklega þar sem akreinar eru 2 X 2. Getur þá talist í lagi að keyra á 120 km hraða á Reykjanesbrautinni, þar sem svo margir eru sammála því að lög um hámarkshraða séu ekki rétt? Gæti það líka talist í lagi að ef t.d. dómsmála- og fjármálaráðherrar panti alltaf sérstaklega bílstjóra fyrir sig, sem þau vita að keyra Reykjanesbrautina alltaf á 120 km hraða, ef þau eru hluti þess hóps sem finnst að löglegi hraðinn ætti að vera 120 km? Hvað svo ef einhverjir lögreglustjórar, eða lögregluþjónar láta það vera að kæra þá sem keyra á 120 km hraða, þar sem þeim finnst líka að hámarkshraðinn ætti að vera 120 km? Nú er það alveg ljóst að um lögbrot er að ræða, þar sem lögum hefur ekki verið breytt, og hver er þá lögbrjóturinn? Bílstjórinn, sá sem kaupir sérstaklega þjónustu hans vegna þess að hann keyrir alltaf of hratt, lögreglustjórinn eða lögregluþjónarnir sem lýta fram hjá brotinu? Verður ekki 120 km hraði á Reykjanesbrautinni ekki alltaf lögbrot þar til Alþingi samþykkir ný lög um hámarkshraða? Nú hefur það verið umtalað í samfélaginu að fyrirtækið Santé ehf kt. 641114-1030, með VSK númerið 118625 hafi stundað ólöglega sölu á áfengi frá árinu 2015 til dagsins í dag. Ég hef t.d. séð tölvupóst frá 2015 þar sem Santé ehf er að bjóða vín til banka og ég hef einnig séð kvittun þar sem kemur fram að Santé ehf seldi vín til einstaklings í nóvember 2020. Ég hef líka heyrt að Santé ehf leiki þann leik að gefa út reikninga á einstaklinga og fyrirtæki sem hafa ekki endursöluleyfi áfengis og bakfæri síðan reikningana í sínu bókhaldi, en sendi ekki kredit reikning á viðkomandi fyrirtæki og síðan er gefinn út nýr reikningur á nokkur veitingahús sem Santé ehf er í samstarfi við. Ég vil taka sérstaklega fram að þótt einn veitingamaður hafi viðurkennt fyrir mér að hann leyfi Santé ehf að gera tilhæfulausa reikninga, þá hef ég ekki séð nein gögn sem staðfesta þennan orðróm um þess lags reikningsviðskipti. Nú er spurningin eins og með hámarkshraðann á Reykjanesbrautinni: Er það í lagi, ef satt er, að fyrirtækið Santé ehf selji áfengi ólöglega? Eingöngu vegna þess að svo margir eru sammála því að lögin ættu að leyfa frjálsa sölu á áfengi til allra. Hvað ef t.d. dómsmála- og fjármálaráðherra panta þjónustu frá Santé ehf, þar sem þau eru fylgjandi þess að hafa sölu á áfengi frjálsa? Er það þá líka í lagi að engin kæra berist (eða komist í gegn eins og orðrómur segir) þar sem einhverjir sem ráða, koma í veg fyrir kæru, því þau eru líka sammála að Santé ehf eigi að hafa frelsi til að selja áfengi til hvers sem er og jafnvel til þeirra líka? Hver er núna að fremja lögbrot ef sögur eru sannar? Er það fyrirtækið Santé ehf? Eru það þau sem panta þjónustuna frá Santé ehf? Eða þau sem ákveða að líta fram hjá brotinu? Einfaldlega vegna þess að þeim finnst persónulega þetta ekki vera brot. Er ekki sala á áfengi til almennings og fyrirtækja sem ekki hafa endursöluleyfi alltaf lögbrot? Er ekki svarið einfaldlega: að minnsta kosti þar til Alþingi breytir núverandi lögum eða samþykkir ný lög um áfengissölu á nákvæmlega sama hátt og það er ólöglegt að keyra á 120km hraða á Reykjanesbrautinni samkvæmt núgildandi umferðarlögum. Vissulega margar spurningar, en aðalatriðið er: hvenær gilda lög og þá fyrir hverja?
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun