Þúsundir langþreyttra Ástrala mótmæltu skertu frelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2021 08:05 Mótmælandi handtekinn í miðborg Sydney í dag. AP/Mick Tsikas Þúsundir flykktust út á götur Sydney og annarra borga í Ástralíu í dag til að mótmæla takmörkunum á frelsi sínu vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkrir tugir fólks voru handteknir eftir að hafa brotist í gegnum lokanir lögreglu og hent plastflöskum og plöntum í átt að lögregluþjónum. AP greinir frá og segir mótmælendur hafa haldið á skiltum með áletrunum um frelsi og sannleikann. Lögregla var viðbúin mótmælunum, grá fyrir járnum auk þess sem óeirðarlögreglufólk stóð vaktina þar sem yfirvöld sögðu mótmælin óheimil. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Nýju Suður Wales kemur fram að lögreglan virði réttinn til friðsamlegra mótmæla og tjáningarfrelsis. Mótmælin hafi hins vegar brotið reglur settar í þágu heilsu fólks. „Forgangur lögreglunnar er alltaf öryggi samfélagsins í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Að neðan má sjá myndefni frá mótmælunum auk yfirlýsinga heilbrigðisráðherra í Nýju Suður Wales og Melbourne. Mótmælin koma í kjölfar áframhaldandi fjölgunar í Covid-19 tilfellum. 163 greindust með Covid-19 í Nýju Suður Wales undanfarinn sólarhring. Íbúum í Sydney og nágrenni hefur verið meinað að yfirgefa heimili sitt án gildrar ástæðu undanfarnar fjórar vikur. „Við búum í lýðræðisríki og alla jafna styð ég réttinn til að mótmæla. En í augnablikinu fjölgar smituðum gríðarlega og fólki finnst allt í lagi að fjölmenna og vera í návígi hvert við annað á mótmælum,“ sagði Brad Hazzard heilbrigðisráðherra í Nýju Suður Wales. Mounted police standing by. A line of officers just walked past with purpose, holding pepper spray. This could get ugly very quickly pic.twitter.com/7VcgjKCU88— Georgie Mitchell (@gmitch_news) July 24, 2021 Í Melbourne mættu þúsundir grímulausra mótmælenda í miðbæinn og kölluðu eftir frelsi. Kveikt var á blysum fyrir utan þinghús borgarinnar. Margir voru með skilti og á einu þeirra stóð: „Þetta snýst ekki um veiru heldur um ógnarhald ríkisstjórnarinnar á fólkinu í landinu.“ The anti-lockdown protest in Sydney is huge. People are spilling out of Victoria Park and onto Broadway. A lot of the cars traffic seems to be fellow anti-lockdown protesters pic.twitter.com/519sEyncCN— Zac Crellin (@zacrellin) July 24, 2021 Í gær höfðu 15,4% íbúa sextán ára og eldri fengið tvær sprautur með bóluefni gegn Covid-19. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
AP greinir frá og segir mótmælendur hafa haldið á skiltum með áletrunum um frelsi og sannleikann. Lögregla var viðbúin mótmælunum, grá fyrir járnum auk þess sem óeirðarlögreglufólk stóð vaktina þar sem yfirvöld sögðu mótmælin óheimil. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Nýju Suður Wales kemur fram að lögreglan virði réttinn til friðsamlegra mótmæla og tjáningarfrelsis. Mótmælin hafi hins vegar brotið reglur settar í þágu heilsu fólks. „Forgangur lögreglunnar er alltaf öryggi samfélagsins í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Að neðan má sjá myndefni frá mótmælunum auk yfirlýsinga heilbrigðisráðherra í Nýju Suður Wales og Melbourne. Mótmælin koma í kjölfar áframhaldandi fjölgunar í Covid-19 tilfellum. 163 greindust með Covid-19 í Nýju Suður Wales undanfarinn sólarhring. Íbúum í Sydney og nágrenni hefur verið meinað að yfirgefa heimili sitt án gildrar ástæðu undanfarnar fjórar vikur. „Við búum í lýðræðisríki og alla jafna styð ég réttinn til að mótmæla. En í augnablikinu fjölgar smituðum gríðarlega og fólki finnst allt í lagi að fjölmenna og vera í návígi hvert við annað á mótmælum,“ sagði Brad Hazzard heilbrigðisráðherra í Nýju Suður Wales. Mounted police standing by. A line of officers just walked past with purpose, holding pepper spray. This could get ugly very quickly pic.twitter.com/7VcgjKCU88— Georgie Mitchell (@gmitch_news) July 24, 2021 Í Melbourne mættu þúsundir grímulausra mótmælenda í miðbæinn og kölluðu eftir frelsi. Kveikt var á blysum fyrir utan þinghús borgarinnar. Margir voru með skilti og á einu þeirra stóð: „Þetta snýst ekki um veiru heldur um ógnarhald ríkisstjórnarinnar á fólkinu í landinu.“ The anti-lockdown protest in Sydney is huge. People are spilling out of Victoria Park and onto Broadway. A lot of the cars traffic seems to be fellow anti-lockdown protesters pic.twitter.com/519sEyncCN— Zac Crellin (@zacrellin) July 24, 2021 Í gær höfðu 15,4% íbúa sextán ára og eldri fengið tvær sprautur með bóluefni gegn Covid-19.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira