Fjölbreytt atvinna fyrir alla! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 24. júlí 2021 14:31 Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi, á þeim grunni byggjum við öflugt velferðarkerfi með góðri menntun og ríku menningarlífi. Það kom skýrt í ljós í Covid kreppunni þegar fjöldi fólks missti vinnuna, hve mikilvægt það er að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og sýna viðbragðsflýti þegar kreppir að. Við brugðumst við af krafti með öflugum vinnumarkaðsaðgerðum, brúuðum bilið og vorum tilbúin þegar landið byrjaði að rísa að nýju. Það er okkur að takast vel og sýnir að samstilltar aðgerðir verkalýðshreyfingar, atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar með þátttöku almennings í landinu eru að skila árangri. Nú eru aftur blikur á lofti hvað Covid varðar en þá er bara að spýta í lófana og taka enn einn snúninginn, við kunnum sporin og vitum að saman skilum við bestum árangri. Það er full ástæða til bjartsýni. Á þessu kjörtímabili höfum við verið að styrkja innviði landsins og leggja grunn að enn fjölbreyttara atvinnulífi um land allt með fjármagnaðri öflugri nýsköpunarstefnu sem nær til landsins alls og snertir allar greinar til sjávar og sveita, ferðaþjónustu eða menningu. Það skiptir máli að leyfa öllum atvinnugreinum að þróast og blómstra, stórum sem og smáum því sprotarnir vaxa og verða burðugir, það er mikilvægt í okkar dreifbýla landi að skapa slík skilyrði svo að fjölbreytt fyrirtæki fái blómstrað, skapi störf og efli búsetuskilyrði og atvinnuöryggi. Með ljósleiðaravæðingu og háhraðatengingum um land allt eru skilyrðin orðin allt önnur til að skapa sér vinnu hvar sem er á landinu og setja niður fyrirtæki eða útibú, þar á hið opinbera að ganga fram með góðu fordæmi, ekki síður en einkaaðilar. Reynslan í Covid hefur sýnt að viljinn er allt sem þarf til að gera alvöru út störfum án staðsetninga. Ekki síður mikilvæg eru þau störf sem að fyrir eru, og hafa komið til vegna baráttu stjórnmálamanna. Það var því mikið fagnaðarefni nýverið þegar tókst að tryggja afla til Strandveiða út sumarið 2021 og baráttan skilaði sér að lokum. Hvert einasta starf skiptir miklu máli og mikilvægt að atvinnulífið fái tækifæri til að nýta staðbundnar auðlindir og tækifæri til atvinnusköpunar á sjálfbærann máta líkt og á við um strandveiðar. Við í VG leggjum alla áherslu á að 48 dagar verði tryggðir til framtíðar með nægum aflaheimildum svo treysta megi strandveiðar enn frekar og skapa nauðsynlegan fyrirsjáanleika við veiðarnar. Ég tel það nauðsynlegt að eiða óvissu enda stóð aldrei annað til þegar við breyttum Strandveiðum í dagakerfi árið 2019. Allt leggst þetta saman og eykur fjölbreytni og styrkir búsetuskilyrði. Ég mun setja atvinnumál, kjör launafólks og starfsskilyrði víðsvegar um landið á oddinn í kosningabaráttunni framundan, ég trúi því að þannig treystum við byggð og búsetu um allt land! Höfundur er formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi, á þeim grunni byggjum við öflugt velferðarkerfi með góðri menntun og ríku menningarlífi. Það kom skýrt í ljós í Covid kreppunni þegar fjöldi fólks missti vinnuna, hve mikilvægt það er að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og sýna viðbragðsflýti þegar kreppir að. Við brugðumst við af krafti með öflugum vinnumarkaðsaðgerðum, brúuðum bilið og vorum tilbúin þegar landið byrjaði að rísa að nýju. Það er okkur að takast vel og sýnir að samstilltar aðgerðir verkalýðshreyfingar, atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar með þátttöku almennings í landinu eru að skila árangri. Nú eru aftur blikur á lofti hvað Covid varðar en þá er bara að spýta í lófana og taka enn einn snúninginn, við kunnum sporin og vitum að saman skilum við bestum árangri. Það er full ástæða til bjartsýni. Á þessu kjörtímabili höfum við verið að styrkja innviði landsins og leggja grunn að enn fjölbreyttara atvinnulífi um land allt með fjármagnaðri öflugri nýsköpunarstefnu sem nær til landsins alls og snertir allar greinar til sjávar og sveita, ferðaþjónustu eða menningu. Það skiptir máli að leyfa öllum atvinnugreinum að þróast og blómstra, stórum sem og smáum því sprotarnir vaxa og verða burðugir, það er mikilvægt í okkar dreifbýla landi að skapa slík skilyrði svo að fjölbreytt fyrirtæki fái blómstrað, skapi störf og efli búsetuskilyrði og atvinnuöryggi. Með ljósleiðaravæðingu og háhraðatengingum um land allt eru skilyrðin orðin allt önnur til að skapa sér vinnu hvar sem er á landinu og setja niður fyrirtæki eða útibú, þar á hið opinbera að ganga fram með góðu fordæmi, ekki síður en einkaaðilar. Reynslan í Covid hefur sýnt að viljinn er allt sem þarf til að gera alvöru út störfum án staðsetninga. Ekki síður mikilvæg eru þau störf sem að fyrir eru, og hafa komið til vegna baráttu stjórnmálamanna. Það var því mikið fagnaðarefni nýverið þegar tókst að tryggja afla til Strandveiða út sumarið 2021 og baráttan skilaði sér að lokum. Hvert einasta starf skiptir miklu máli og mikilvægt að atvinnulífið fái tækifæri til að nýta staðbundnar auðlindir og tækifæri til atvinnusköpunar á sjálfbærann máta líkt og á við um strandveiðar. Við í VG leggjum alla áherslu á að 48 dagar verði tryggðir til framtíðar með nægum aflaheimildum svo treysta megi strandveiðar enn frekar og skapa nauðsynlegan fyrirsjáanleika við veiðarnar. Ég tel það nauðsynlegt að eiða óvissu enda stóð aldrei annað til þegar við breyttum Strandveiðum í dagakerfi árið 2019. Allt leggst þetta saman og eykur fjölbreytni og styrkir búsetuskilyrði. Ég mun setja atvinnumál, kjör launafólks og starfsskilyrði víðsvegar um landið á oddinn í kosningabaráttunni framundan, ég trúi því að þannig treystum við byggð og búsetu um allt land! Höfundur er formaður atvinnuveganefndar.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar