Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2021 18:31 Ríkisstjórnin hefði aðeins þrjátíu þingmenn á bakvið sig yrðu úrslit alþingiskosninga hinn 25. september í takti við nýja könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. alþingi Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. Það gekk brösulega að mynda ríkisstjórn bæði eftir þingkosningarnar 2016 og 2017 sem að lokum leiddi til núverandi stjórnarsamstarfs sem mörgum þótt fyrirfram að væri ólíklegt. Það gæti líka reynst snúið að mynda ríkistjórn eftir kosningarnar í lok september. En samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna er ríkisstjórnin fallin og Flokkur fólksins næði ekki manni á þing. Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn dalar um rétt tæp þrjú prósentustig milli kannana Maskínu nú og í júní og fengi 20,9 prósenta fylgi. Vinstri græn, Samfylking og Píratar bæta örlítið við sig en Viðreisn stendur í stað. Framsóknarflokkurinn missir örlítið fylgi milli kannana en Sósóalistaflokkurinn bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með 6,3 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru á svipuðum slóðum og áður og Flokkur fólksins töluvert undir fimm prósenta lágmarkinu til að fá kjördæmakjörinn þingmann með 4,2 prósent. Nokkuð flakk var á þingmönnum milli þingflokka á kjörtímabilinu. Vinstri græn misstu tvo, það fjölgaði um einn í Samfylkingunni, einn í Pírötum, tvo í Miðflokknum og Flokkur fólksins missti tvo þingmenn. Fréttastofan fékk sérfræðing í íslenska kosningakerfinu til að reikna út þingmannatölu flokkanna ef kosningaúrslit yrðu í takti við könnun Maskínu, en tekið skal fram að of fáir þátttakendur voru í könnuninni til að niðurstaðan geti talist nákvæm vísindi. Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram fjölmennastur á þingi með fjórtán þingmenn, Vinstri græn, Samfylking og Píratar fengju níu þingmenn hver um sig, Viðreisn átta, Framsókn sjö, Sósíalitaflokkurinn fjóra, Miðflokkurinn þrjá og Flokkur fólksins engan. Þar með væri meirihluti stjórnarflokkanna fallinn með samanlagt þrjátíu þingmenn en þrjátíu og þrjá þarf í lágmarks meirihluta á Alþingi. Ragnar Visage Nokkur stjórnarmynstur væru möguleg. Ragnar Visage Ef Viðreisn gengi til liðs við stjórnarflokkana tryggði það 38 þingmanna meirihluta. Vinstri græn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefðu 35 þingmenn. Vinstri græn, Samfylking, Framsóknarflokkur og Viðreisn næðu lágarksmeirihluta með 33. Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Framsókn og Samfylking eða Píratar hefðu 39 þingmenn, en það verða að teljast ólíkleg stjórnarmynstur. Og Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Viðreisn og Miðflokkur hefðu 34 þingmenn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira
Það gekk brösulega að mynda ríkisstjórn bæði eftir þingkosningarnar 2016 og 2017 sem að lokum leiddi til núverandi stjórnarsamstarfs sem mörgum þótt fyrirfram að væri ólíklegt. Það gæti líka reynst snúið að mynda ríkistjórn eftir kosningarnar í lok september. En samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna er ríkisstjórnin fallin og Flokkur fólksins næði ekki manni á þing. Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn dalar um rétt tæp þrjú prósentustig milli kannana Maskínu nú og í júní og fengi 20,9 prósenta fylgi. Vinstri græn, Samfylking og Píratar bæta örlítið við sig en Viðreisn stendur í stað. Framsóknarflokkurinn missir örlítið fylgi milli kannana en Sósóalistaflokkurinn bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með 6,3 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru á svipuðum slóðum og áður og Flokkur fólksins töluvert undir fimm prósenta lágmarkinu til að fá kjördæmakjörinn þingmann með 4,2 prósent. Nokkuð flakk var á þingmönnum milli þingflokka á kjörtímabilinu. Vinstri græn misstu tvo, það fjölgaði um einn í Samfylkingunni, einn í Pírötum, tvo í Miðflokknum og Flokkur fólksins missti tvo þingmenn. Fréttastofan fékk sérfræðing í íslenska kosningakerfinu til að reikna út þingmannatölu flokkanna ef kosningaúrslit yrðu í takti við könnun Maskínu, en tekið skal fram að of fáir þátttakendur voru í könnuninni til að niðurstaðan geti talist nákvæm vísindi. Ragnar Visage Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram fjölmennastur á þingi með fjórtán þingmenn, Vinstri græn, Samfylking og Píratar fengju níu þingmenn hver um sig, Viðreisn átta, Framsókn sjö, Sósíalitaflokkurinn fjóra, Miðflokkurinn þrjá og Flokkur fólksins engan. Þar með væri meirihluti stjórnarflokkanna fallinn með samanlagt þrjátíu þingmenn en þrjátíu og þrjá þarf í lágmarks meirihluta á Alþingi. Ragnar Visage Nokkur stjórnarmynstur væru möguleg. Ragnar Visage Ef Viðreisn gengi til liðs við stjórnarflokkana tryggði það 38 þingmanna meirihluta. Vinstri græn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefðu 35 þingmenn. Vinstri græn, Samfylking, Framsóknarflokkur og Viðreisn næðu lágarksmeirihluta með 33. Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Framsókn og Samfylking eða Píratar hefðu 39 þingmenn, en það verða að teljast ólíkleg stjórnarmynstur. Og Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Viðreisn og Miðflokkur hefðu 34 þingmenn.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira